Stjarnan - 01.09.1949, Qupperneq 7
STJARNAN
71
og ekki trúa sannleikanum, heldur hlýðn-
ast ranglætinu, reiði og bræði, þjáning og
þrenging (mun koma) yfir sérhvers
mann^ sál, er illt fremur“.
„Jesús er vegurinn, sannleikurinn og
lífið“. Jóh. 14:16. Sá, sem ekki trúir á hann,
ekki fylgir dæmi hans og ekki hlýðir kenn
ingu hans, slíkur maður getur ekki kallað
sig kristinn, og þó hann gangi undir nafni
kristindómsins þá dregur hann sjálfan sig
á tálar, því Jesús segir sjálfur: „Ekki
munu allir þeir, sem til mín segja herra,
herra, koma í himnaríki, heldur þeir einir,
sem gjöra vilja míns himneska föður“.
Matt. 7:21.
Þetta fer að verða alvarlegt mál, því
Guð hefir gefið oss tíu boðorðin, í þeim
lætur hann í ljósi vilja sinn, og Jesús sýndi
með lífi sínu, að það er mögulegt að hlýða
þeim. Hann gaf okkur „fyrirmynd til að
breyta eftir, svo vér skyldum feta í hans
fótspor“. lPét. 2:21.
„Án Krists megnum við ekkert.“ Jóh.
15:5. En við getum líka tekið undir með
Páli postula: „Allt megna ég fyrir hann,
sem mig styrkan gjörir“. Jesús er vor eina
sáluhjálparvon. „Af engum öðrum er hjálp
ræðis að vænta, því meðal manna gefst
ekki nokkur annar undir himninum, fyrir
hvers fulltyngi oss sé ætlað hólpnum að
verða“. Post. 4:12. S. Johnson
______________*______________
Lífsábyrðarfélag eitt bendir á að í
Nebraskaríkinu nái menn hæstum aldri í
Bandaríkjunum. Þar lifa menn að meðal-
tali 66 og einn fjórða úr ári, en konur
rúm 70 ár. En aldur manna í öllum ríkj-
unum að meðaltali er 62 og rúmlega fjórir
fimmtu úr ári, en aldur kvenna 67 og nærri
einn þriðji úr ári.
4- 4- 4-
Amerískar fjölskyldur, svo miljónum
skiptir, hafa neyðst til að eyða sparifé
sínu síðan hætt var að ákveða með lög-
um hámark á vöruverði. Nærri 6 miljón
fjölskyldur hafa fengið útborguð öll sín
Bandaríkj averðbréf.
4- 4- -f
Einn þumlungur af regnvatni á einni
ekru af landi er meir en jafnvægi eitt
hundrað skippunda af vatni.
Leiðir þú aðra á réttan veg,
eða afvega?
Ung stúlka, sem var í samkvæmi, varð
öðrum til hjálpar án þess að vita um það
sjálf. Ungur maður einn var þar, sem þótti
gott í staupinu. Hann hafði skrifað undir
bindindisloforð og átti nú í harðri bar-
áttu við sjálfan sig. Hann sagði svo sjálf-
ur frá: „Vín var á borðum og ég var rétt
að því kominn að brjóta bindindisloforð
mitt. Lyktin af víninu var svo góð, að ég
gat varla staðið af mér freistinguna, en
þegar ég var að því kominn að gefa eftir,
þá heyrði ég unga stúlku, sem boðið var
vín, segja: „Nei, þökk fyrir“. Þetta veitti
mér hugrekki. Ég veitti stúlkunni eftir-
tekt allt kvöldið og sagði við sjálfan mig:
„Ef hún drekkur þá gjöri ég það líka“.
Ég var að vona og hálf hræddur um að
hún mundi gjöra það. En hún afþakkaði í
hvert skipti, sem henni var boðið vín, svo
án þess hún vissi frelsaði hún mig frá
að falla fyrir freistingunni“.
Athugaðu líf þitt. Er það öðrum til
hjálpar eða hindrunar? C. O. G.
_____________*______________
Hvað er óhrein fæða?
„Hvað á þetta að þýða?“ spurði Jósa-
teke konu sína. „Hvert ætlar þú með þess-
ar matarkörfur?“ Jósateke var nú fyrst
að taka eftir því að kona hans hafði mist
áhuga fyrir kirkju sinni, slíkt mátti ekki
eiga sér stað. Jósateke var kaþólskur leik-
prédikari. Konan hans hafði hlustað á
ræður Aðventista í næsta þorpi og geðj-
aðist vel að þeim. Nú ætlaði hún að taka
þessar körfur, sem hún kallaði tíund, þang
að yfir. „Settu þessar körfur niður“, skip-
aði maður hennar, „við erum kaþólsk og
verðum ætíð kaþólsk“.
Konan hlýddi með auðmýkt, setti nið-
ur körfurnar og fór að kveikja upp eld í
horninu á eldhúsinu. „Jóe“, sagði hún
feimnislega. „Má vera að þú einhvern
tíma hlustir á og lærir hvað Guð vill að
við gjörum“.
Jóe hafði litla hugmynd um hve fljótt
Guð mundi kalla hann frá myrkrinu til
síns aðdáanlega ljóss. Þetta kvöld fór
hann í rúmið og svaf vært eftir erfiði
dagsins. Alt í einu sá hann við hlið sér