Stjarnan - 01.11.1949, Side 3
83
STJARNAN
fjötrum efans og syndavani þinn drottn-
ar yfir þér. Loforð þín og áform eru álíka
traust og reipi úr sandi fléttuð. Þú getur
ekki drottnað yfir hugsunum þínum, fýsn-
um og tilfinningum. Meðvitundin um heit
þau er þú hefur rofið og þau áform, er þú
hefur aldrei framkvæmt, veikir traust þitt
á einlægni sjálfs þín og leiðir þig til að
ætla, að guð geti eigi veitt þér móttöku.
En þú þarft eigi að örvænta. Þú verður
að láta þér skiljast hið sanna afl viljans.
Hæfileikinn til þess að velja um gott og
illt er sá kraftur, sem stjórnar eðli manns-
ins. Allt er undir því komið, að viljanum
sé beitt í rétta stefnu. Guð hefur gefið
mönnunum hæfileika til þess að velja fyr-
ir sig. Þú getur ekki breytt hjartalagi þínu.
Þú getur ekki elskað guð af eigin ramleik,
en þú getur kosið að þjóna honum. Þú
getur falið honum vilja þinn; þá mun
hann eftir sinni velþóknun koma því til
vegar í þér, bæði að þú viljir og fram-
kvæmir. Á þann hátt mun allt þitt eðli
komast undir áhrif Krists anda. Þrá þín
mun beinast til hans; hugsanir þínar munu
verða samkvæmar hans vilja.
Óskir þínar eftir góðu líferni og heilag-
leika eru réttmætar svo langt sem þær ná,
en ef þú lætur þar staðar numið, fær þú
engu til vegar komið. Margir munu glat-
ast, er vona og óska að verða kristnir.
Þeir komast ekki svo langt að fela vilja
sinn guði. Þeir kjósa ekki nú þegar að
vera kristnir.
Ef þú notar viljann rétt, getur orðið
gagngjör breyting á líferni þínu. Ef þú
felur Kristi vilja þinn, þá sameinar þú
þig því valdi, sem, öllum yfirráðum og
veldi er æðra. Þú munt öðlast kraft af
hæðum, sem getur varðveitt þig, og muntu
þannig, með því að gefa þig fyllilega guði
á hönd, verða fær um að lifa nýju lífi, lífi
trúarinnar. E. G. W.
____________*------------
Manntal verður haldið í Bandaríkjun-
um komandi ár, 1950. Áætlað er að fólks-
fjöldinn, 1. Janúar 1949 hafi verið 147,946,-
000, eða tveim og hálfri miljón fleiri en
fyrir 10 árum síðan.
4-4-4-
Járnbrautirnar í Bandaríkjunum gefa
út hér um bil 80 miljón tímatöflur á ári.
VII. Harmageddon
1. Hvað er Harmageddon?
Það er pláss í Gyðingalandi þar sem
Biblían bendir á að muni verða háð hið
síðasta mikla stríð í sögu þessa heims.
2. Hver stendur bak við þann bardaga?
Hvar verður hann háður?
„Þeir eru djöflaandar, sem gjöra tákn
og ganga út til konunga allrar heimsbygð-
arinnar, til að safna þeim saman til stríðs-
ins á hinum mikla degi Guðs hins al-
valda Og þeir söfnuðu þeim saman á
þann stað, sem á hebresku kallast Harma-
geddon“. Op. 16:14.—16.
3. Hvar er þessi orustuvöllur?
Hér um bil 40 mílur norður af Jerú-
salem. Landafræðislega er Gyðingaland
miðpunktur hins gamla heims.
4. Hvað er sagt um heiðingjana í þessu
sambandi?
Boðið þetta meðal heiðingjanna. Búið
yður í heilagt stríð. Kveðjið upp kappana.
Allir herfærir menn komi fram og fari
í leiðangur. Hreyfing skal koma á þjóð-
irnar og þær skulu halda upp í Jósafats-
dal; því þar mun ég sitja til að dæma allar
þjóðirnar, sem umhverfis eru.
Flokkarnir þyrpast saman í dómsdaln-
um, því að dagur Drottins er nálægur í
dómsdalnum“. Jóel 3;14. 17. 19.
5. Hvenœr mun allt þetta eiga sér stað?
Þegar uppskerutíminn nálgast. „Bregð-
ið sigðinni því kornið er fullþroskað; kom-
ið og troðið, því vínlagarþróin er full, það
flóir út af lagarkerunum, því illska þeirra
er mikil“. Jóel 3:18.
„Kornskurðartíminn er endir heims-
ins; kornskurðarmennirnir eru englarnir".
Matt. 3:39. „Flokkarnir þyrpast saman í
dómsdalnum, því dagur Drottins er ná-
lægur í dómsdalnum“. Jóel 3:19.
6. Hvaða boðskap sendir Guð til heims-
ins um og jyrir þennan tíma?
„Ég sá annan engil fljúga um miðhim-
ininn, og hélt hann á eilífum fagnaðar-
boðskap, til að boða þeim sem á jörðinni
búa, sérhverri þjóð og kynkvísl, tungu
og lýð, og sagði hárri röddu; „Óttist Guð
og gefið honum dýrð, því að komin er
stund dóms hans, og tilbiðjið þann sem
gjört hefir himininn, jörðina, hafið og upp-
sprettur vatnana“.