Stjarnan - 01.11.1949, Page 4
84
STJARNAN
„Og ég sá, og sjá hvítt ský, og ein-
hvern sá ég sitja á skýinu, líkan manns-
syni, og hafði hann gullkórónu á höfð-
inu, og í hendi sér bitra sigð. Og annar
engill kom út úr musterinu, hann kallaði
hárri röddu til þess, sem á skýinu sat:
Ber þú út sigð þína og sker upp, því að
komin er stundin til að uppskera, því
sáðland jarðarinnar er fullþroskað.“ Op.
14 ;6. 7. 14. 15.
7. Hverjir verða viðbúnir á þeim degi?
„Hér reynir á þolgæði hinna heilögu,
þeir er varðveita boð Guðs og trúna á
Jesúm“. Op. 14:12. „Því að hvorki er um-
skurn neitt, né yfirhúð, heldur ný skepna“.
Gal. 6:15.
„Því að í samfélaginu við Krist Jesúm
er ekkert komið undir umskurn né yfir-
húð, heldur undir trú, sem stafar af kær-
leika“. Gal. 5:6. „Umskurnin er ekkert og
yfirhúðin ekkert, heldur það að varðveita
boðorð Guðs“. I Kor. 7:19.
8. Hvenær munu þjóðirnar safnast til
Harmageddon?
Meðan sjötta og sjöunda plágan geysa
yfir. Rétt áður en Jesús kemur. Sjá Op.
16. kap. 1.—16. vers. „Og eftir þetta sá ég,
og upp var lokið musteri vitnisburðar
tjaldbúðarinnar á himni. Og út gengu úr
musterinu englarnir sjö, sem höfðu plág-
urnar sjö, klæddir hreinu skínandi líni og
gyrtir gullbeltum um brjóst. Og englunum
sjö fékk ein af verunum fjórum sjö gull-
skálar, fullar reiði Guðs, hans er lifir um
aldir alda. Og musterið fyltist af reykn-
um af dýrð Guðs og mætti hans, og eng-
inn mátti inn ganga í musterið, unz fulln-
aðar væru þær sjö plágur englanna sjö“.
„Sjá, ég kem eins og þjófur, sæll er sá,
sem vakir og varðveitir klæði sín, til þess
hann gangi ekki nakinn um kring og
menn sjái blygðun hans“. Op. 16;15.
--------------------*----------
Andrew Carnegie gaf í burtu níu tíundu
af auð sínum. Meðal annars sem hann gaf
voru 8000 hljóðfæri í kirkjur, 3000 bóka-
söfn og 500 háskólar.
♦ 4- +
Stokkhólmur í Svíþjóð er eina stór-
borgin í heiminum sem hefir ekkert
fátækra hverfi.
Föður kærleikur
Hversu sterkur, sannur og stöðugur er
kærleiki föðursins til barna sinna. Hann
er endurskin af kærleika vors himneska
Föður, sem vér lesum um í Heilagri Ritn-
ingu. „Eins og faðirinn sýnir miskun börn-
um sínum, eins hefir Drottinn sýnt misk-
un þeim sem óttast hann“. Sálm. 103:13.
Einkasonur bónda nokkurs lenti í vond-
um félagsskap þar sem hann gekk á há-
skólann. Hann komst í skuldir gegn um
lukkuspil. Til að komast úr skuldum fals-
aði hann ávísun. Hann var tekinn fastur
og dæmdur 1 fangelsisvist, en á leiðinni í
fangelsið slapp hann og strauk langt vest-
ur í land.
Faðirinn elskaði son sinn þrátt fyrir
alt, og vann og stritaði þangað til
hann gat borgað að fullu hina fölsuðu
ávísun. Svo bað hann landstjórann um
fyrirgefning fyrir son sinn, og fékk hana.
Nú vann hann áfram þar til hann hafði
safnað nokkurri peningaupphæð. Hann af-
henti þessa peninga lögregluþjóninum
sem sonur hans slapp frá og bað hann leita
uppi son sinn og koma heim með hann.
Lögregluþjónninn fór af stað með fyrir
gefningarskjal landstjórans og kærleiks-
ríkt bréf frá föður drengsins í vasa sínum.
Loks fann hann piltinn á spilahúsi í San
Francisco. Ungi maðurinn þekti hann
strax og hélt hann væri kominn til að
handtaka sig, svo hann sló hann niður.
En lögregluþjónninn greip til hans og
sagði:
„Vertu rólegur, John. Ég kom ekki til
að handtaka þig heldur til að færa þér
fyrirgefningu landstjórans, og fylgja þér
heim til föður þíns, sem sendi mig til að
leita þín“.
Ungi maðurinn trúði honum og tók á
móti fyrirgefningarskjalinu, las það, reif
það svo í sundur og kastaði því á gólfið
og sagði með gremju:
„Fyrirgefning er mér einkis virði, að
vísu veitir hún mér frelsi, en hún breytir
ekki mannorði mínu. Ég vil ekki fara heim
til föður míns, mæta reiði hans og búa eins
og útlagi í héraðinu þar sem ég ólst upp“.
„En John“, sagði sendiboðinn, „þetta
eru ekki allar fréttirnar. Ég hef hér bréf