Stjarnan - 01.11.1949, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.11.1949, Blaðsíða 5
STJARNAN 85 frá föður þínum. Hann bað mig afhenda það sjálfur. Hér er það“. Drengurinn tók á móti bréfinu og opn- aði það. f því var ávísunin fullborguð og kvittering frá bankanum fyrir borguninni. Bréfið hljóðaði þannig: „Elsku drengurinn minn. Skuldin er borguð Landstjórinn hefir fyrirgefið þér, og gamli faðir þinn hefir aldrei hætt að elska þig og þrá að þú kæmir heim aftur. Þú hefir fullkomna fyrirgefningu hans. Komdu heim til mín“. f nokkur augnablik starði pilturinn á bréf föður síns, sem var fult af fyrirgefn- ing og kærleika. Nú varð hjarta hans snort ið af iðrun, svo hann grét eins og barn. Hann rétti lögregluþjóninum hendina og sagði: „Ég vil fara með þér. Taktu mig heim til föður míns“. Þannig er kærleikur vors himneska föður til þeirra sem vilst hafa frá honum. Hann biður: „Son minn gef mér hjarta þitt“. „Snúið yður til mín“. Ef þú hefir vilst af leið, viltu þá ekki koma til hans í dag? John W. Halliday -----------*----------- Stutta leiðin Við endir steinsteypugötunnar komu tvær brautir sem lágu sín í hverja áttina. Önnur lá upp fjallið, krókótt, brött og mjó. Sú sem lá til vinstri var alment þar í nágrenninu kölluð „Stutta brautin“, hún lá yfir slétta, mýrlenda velli og endaði við skógivaxin gljúfur. Hin lá yfir fjöllin og kom svo að aðalbrautinni niðri í dalnum hinu megin við fjallið. Stutta brautin end- aði snögglega við rústir gamallar myllu. Svo árum skipti höfðu ókunnugir ferða menn komið að þessum vegamótum, og án þess að gefa gaum að vegamerkinu, snúið inn á brautina til vinstri, sem þeim sýndist greiðfarnari. Þeir héldu að báðar brautirn- ar mundu liggja yfir fjallið. Aldrei hafði gamli bóndinn sem bjó við fjallsræturnar séð slíkt ferðafólk, eins og háskólanemendurna sem komu í hlöðnum bíl, þangað sem hann var að höggva staura fyrir girðingar rétt hjá myllutjörninni. Drengirnir voru svo unglegir, áhugasamir og blátt áfram. „Hvar erum við?“ spurðu þeir. „Hvert liggur þessi braut?“ „Ég býst við þið sjáið hvar þið eruð“, sagði bóndinn brosandi, er hann sá hvað þeir voru alvörugefnir. „Ég hugsa þið sjáið líka hvert hún liggur, lítið í kring um ykkur“, sagði hann og veifaði með hend- inni. „Liggur ekki þessi braut yfir fjallið?“ Gamli maðurinn hristi höfuðið og sagði: „Þið farið aldrei lengra á þessari braut. Það er varla hægt að 'fara lengra gangandi“. „Hvers vegna er ekki sett girðing, eða eitthvað til að vara mann við að þetta sé röng braut?“ „Það er vegamerki þar sem brautirn- ar skiptast“, sagði bóndinn. „Sástu það ekki?“ Drengurinn sem keyrði brosti feimnis- lega og sagði: „Jú—ú við sáum það, en við vonuðum það væri rangt“. Gamli bóndinn hló og hristi höfuðið. Áður en hann gat nokkuð sagt hélt dreng- urinn áfram: „Okkur sýndist þetta betri vegur, ekki eins brattur, og fallegra út- sýni. Við héldum ef til vill hann lægi líka yfir fjallið“. Mörgum sinnum á dag komum við þangað sem brautir skiptast. Frammi fyr- ir oss liggur braut til hægri handar, og önnur sem beygir til vinstri handar, og þó ótrúlegt sé þá finnum vér erfitt að ákveða hverri brautinni vér viljum fylgja. Æ að mínir vegir mættu þar að sveigj- ast að halda þín réttindi, þá þarf ég eigi að sneypast er ég gef gaum að öllum þín- um boðum“. Sálm. 119:5.—6. Eitt af því sorglega við nútímann er að fjöldinn tekur ranga stefnu, án þess að athuga hvert brautin leiðir. Þeir sjá aðeins að fyrsta mílan er slétt og greið- fær. Vinur minn, hvaða leið hefir þú valið á liðnum árum? Á hvaða braut ert þú í dag? S. T. Whitman ______________*_______________ Ein af bestu kúm heimsins er 16 ára gömul holstein kýr í Pennsylvaníu. Hún hefir framleitt 236,325 pund af mjólk, og smjörfitan í þeirri mjólk var 7466 pund til 1. apríl 1949.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.