Stjarnan - 01.11.1949, Qupperneq 7
STJ ARNAN
87
Mér kom strax til hugar loforð Guðs
í hinni heilögu bók: „Eins og móðir hugg-
ar son sinn, eins mun ég hugga yður“.
Jes. 66:13.
Ó hvað vér þráum hönd og huggun
móðurinar í sorg vorri og erfiðleikum. En
huggun vors himneska föður er ennþá ná-
kvæmari. Ó hversu djúp og innileg eru
huggunarorð hans: „Ekki mun ég skilja
yður eftir munaðarlausa. Ég kem til yðar“.
Jóh. 14:18.
„Guð vill ekki að vér séum niðurbeygð-
ir af sorg með brotið hjarta og brostnar
vonir. Hann vill vér lítum upp til hans
og virðum fyrir oss hans kærleiksríku á-
sjónu. Okkar elskandi frelsari stendur oft
við hlið þeirra harmþrungnu, hverra augu
eru svo blinduð af tárum að þeir sjá hann
ekki. Jesús þráir að taka í hönd vora, láta
oss horfa á sig og að vér leyfum honum að
leiða oss. Hjarta hans er snortið af með-
aumkvun með oss þegar vér líðum sorg
og erfiðleika. Vér megum öruggir treysta
honum og íhuga daglega hans eilífa kær-
leika. Hann lyftir sál vorri upp yfir dag-
lega sorg og erfiðleika og veitir hjarta
voru frið“.
Syrgjandi hjarta, fyrirheit vors him-
neska föður eru fyrir þig, minstu þeirra
og tileinkaðu þér þau. Inez Brasier
______________*______________
„Ekki með valdi né krafti"
Nýlega var blaðið „Ghristían Patriot“,
að mæla með því grundvallarlög landsins
veittu kristindóminum löglega viðurkenn-
ingu. Þetta blað ámælir hæsta rétti fyrir
að banna trúarbragðakenslu í barnaskólun-
um.
Blaðið er gefið út af nokkrum mótmæl-
enda prestum, og þeir fengu Mr. Capper,
sem er í öldúngaráðinu fyrir Kansas ríkið
til að koma með tillögu um að sambands-
lögin viðurkenni yfirráð og lögmál Krists,
frelsara og konungs þjóðanna, sem grund-
völl undir lög til að styðja kristnu trúar-
brögðin.
Hvaða úrskurð mundu þessir áhuga-
sömu prestar hafa gefið, ef þeir hefðu
verið hæstaréttar dómarar? Ameriska þjóð-
veldið er lánsamt að hafa hæstaréttar dóm-
ara, sem ekki reyna að lögleiða kristnu
trúarbrögðin. Allar hinar blóðugu ofsókn-
ir, sem áttu sér stað á miðöldunum, þegar
miljónir manna innsigluðu trú sína með
blóði sínu, voru framdar í nafni Guðs og
undir yfirskini kristnu trúarbragðanna,
sem að undirlagi kirkjunnar höfðu verið
löggilt, og var framfylgt af ríkinu.
Kristindómur löggiltur af landstjórn-
inni var sú mesta bölvun sem menn hafa
liðið undir.
Fyrsta sporið, að löggilda trúarbrögð,
leiðir með sér síðasta sporið, trúarbragða
ofsóknir. „Sú stund kemur að hver sem
líflætur yður, mun þykjast vinna Guði
þægt verk, og þetta munu þeir gjöra af
því þeir hafa hvorki þekt Föðurinn né
mig.“ Jóh. 16:23.
Það er svo heimskulegt fyrir kristna
menn að ímynda sér að kristna trúin þurfi
veraldleg lög til að styðja sig við. Jesús
meðan hann var á jörðunni leitaði ekki
stuðnings hjá veraldlegri stjórn. Kristna
trúin útbreiddist mest þegar hin voldugasta
stjórn í heimi stóð á móti henni ákveðin í
að útrýma henni.
Er nú kristindómurinn orðinn svo
vesæll og kraftlaus að hann geti ekki hald-
ist uppi, nema hann fái stuðning hjá ver-
aldlegri stjórn?
Það er skömm fyrir þá sem játa kristið
nafn að hafa svo lítið álit á krafti kristin-
dómsins. Hefir kristna trúin fallið svo
djúpt að ímnyda sér að vér þurfum að
leita hjálpar heimsins? Hafa kristnir menn
gleymt því sem Drottinn segir í Jes. 31:1.
„Vei þeim sem fara suður til Egyptalands
í liðsbón, sem reiða sig á hesta og treysta
á vagna, af því þeir séu margir, og á ridd-
ara af því fjöldinn sé mikill, en líta ekki
til hins heilaga í Israel, og leita ekki Drott-
ins.“ Það væri gott fyrir kristna menn að
muna orð Drottins til Serubabels: „Ekki
með valdi né krafii, heldur fyrir Anda
minn, segir Drottinn hersveitanna.“
Sak. 4:6. C. S. Longacre
______________
Sambandstjórn Bandaríkjanna tekur
manntal einu sinni á 10 ára fresti. Nú er
verið að undirbúa fyrir þetta manntal, sem
áætlað er að kosti 70 miljón dollara. 150
þúsund manns verða sendir út til að
heimsækja hvert einasta heimili og safna
skýrslum um fólkið og eignir þess.