Stjarnan - 01.11.1949, Síða 8
88
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00
a year. Publishers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
Ritstjórn og afgreiSslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar, Man„ Can.
Besta ráðið
J. Edgar Hoover lögreglustjóri talaði í
útvarpið fyrir nokkru síðan og hvatti
menn alvarlega til að taka upp aftur þann
sið að halda guðsþjónustu á heimilunum
í Ameríku. Hann minti feður og mæður á
hve sigðæði væri orðið á lágu stígi, og
hversu honum lá á hjarta að foreldrarnir
sneru sér rétt gagnvart þessu viðfangsefni
þjóðarinnar.
Mr. Hoover tók því skýrt fram að for-
eldrarnir yrðu að taka alvarlega skyldu
sína í því að leiðbeina börnunum og gefa
þeim kristilega fræðslu til þess að vinna
móti hinni siðferðislegu rotnun og afturför
í Bandaríkjunum. Hann sagði að framtíð-
arvon Ameríku væri komin undir trú á
Guði. Ef vér sleppum þeirri trú þá mun
„þjóð vor farast með skömm og niður-
lægingu.“ Hann lagði mesta áherslu á
áhrif heimilisins og sagði: „Vér verðum að
snúa aftur til Guðs, stofna heimilis guðs-
þjónustu á hverju einasta heimili í land-
inu til að byggja upp trú vora.“
Öll heimili hafa þörf fyrir bæn. Vér
þurfum að vera í sambandi við uppsprettu
kraftarins, friðarins og gleðinnar. Stund-
um losnar rafmagnslampi og árangurinn
er sá að ekkert ljós kemur. Þegar vér
skrúfum lampan fastan þá kemur ljósið
strax. Þannig er það með bænina, hún
kemur oss í samband við Guð og vér
njótum blessunar hans. Það er mjög hætt
við í annríki lífsins að menn missi sam-
bandið við Guð. Vér þurfum að staldra
við og falla á kné í bæn til að komast í
samband við uppsprettu kraftarins. Sælt
er það heimili, sem hefir stofnað stöðugar
guðsþjónustur fyrir heimili sitt. Bæna-
stundir á heimilinu gjöra heimilislífið
ánægjulegra og koma í veg fyrir misskiln-
ing og sundurlyndi.
Bænastundin á morgnana eykur gleði
vora svo vér verðum styrkari til að mæta
vonbrigðum eða öðrum erfiðleikum sem
vér kunnum að mæta, svo vér getum tekið
þeim þannig að alt verði Guði til dýrðar.
Bænastundin veitir oss fullvissu um
nálægð Guðs og hann gefur oss sigur yfir
öllum freistingum.
Bænarækni á heimilinu hefir frelsandi
áhrif á börnin sem vaxa þar upp, og mun
halda þeim á réttlætisins vegi þegar þau
þurfa að fara út í heiminn. Ó hversu bless-
unarríkt það er að safna börnunum og
unglingunum saman í fáeinar mínútur á
hverjum morgni til að þakka vorum himn-
eska föður fyrir vernd hans yfir nóttina
og biðja hann um varðveislu og leiðbein-
ingu fyrir hinn nýbyrjaða dag.
Heimilis guðþjónusta styrkir trúna á
Guði og hefir góð áhrif á þá er koma sem
gestir á heimilið. Það er fyrirmynd og upp-
örfun fyrir önnur heimili að gjöra hið
sama. Vér heiðrum gjafarann allra góðra
hluta með því að hafa heimilis guðsþjón-
ustu, og felum sjálfa oss í hans voldugu
hönd til varðveislu gegn allri hættu.
Ernest LloycL
-----------+-----------
Flettu upp í Biblíunni
Á sorgarstundum les Jóh. 14. kapítula.
Þegar vinir bregðast les 27. sálm Davíðs.
Þegar þú hefir fallið fyrir freistingu les
51. sálm Davíðs.
Þegar þú ert kvíðafullur les Matt.
6:19-34.
Ef þú ert í hættu staddur les sálm 91.
Þegar þú ert áhyggjufullur les sálm 34.
Ef þér finst Guð vera þér fjarlægur les
sálm 139.
Þegar kjarkur þinn og hugrekki bilar
les Jesaja 40.
Þegar efasemdir ásækja þig þá les
Jóh. 7:17.
Ef þú finnur til ótta og einstæðingskap-
ar les sálm 23.
Þegar þú gleymir hve mikillar blessun-
ar þú nýtur les sálm 103.
Þegar þú þarfnast trúarstyrks les
Hebr. 11.
Ef þér finst þú einmana og yfirgefinn
les Róm. 8:31-39.
Ameríska Biblíufélagið