Stjarnan - 01.01.1950, Page 2

Stjarnan - 01.01.1950, Page 2
2 STJARNAN Einkennin á lærisveini Krists „Því hver, sem er í Kristi, hann er orð- inn ný skepna; hið gamla er afmáð; sjá alt er orðið nýtt“. Þó að vér ef til vill getum ekki nefnt ákveðna stund né stað eða talið öll þau atvik, er lágu til og voru samfara aftur- hvarfi voru, þá sannar slíkt eigi að vér séum óendurfæddir. Kristur sagði við Nikódemus: „Vindurinn blæs þar, sem hann vill, og þú heyrir hans þyt, en ekki veiztu, hvaðan hann kemur eða hvert hann fer; eins er því varið með hvern, sem af andanum er fæddur“. Vindurinn er ósýnilegur, en þó má gjörla sjá og finna verkanir hans; svo er og varið verkunum guðs anda á mannlegt hjarta. Hið endur- fæðandi afl, sem ekkert mannlegt auga fær séð, vekur nýtt líf í sálunni. Það skap- ar nýjan mann eftir guðs mynd. Þótt verk andans fari fram í kyrþei og þess verði eigi vart, þá eru þó verkanir hans augljósar. Ef hjartað er endurnýjað af Guðs anda, þá ber lífernið vott um þann sannleika. Enda þótt vér getum eigi með neinu móti stuðlað að því að breyta hjört- um vorum og koma sjálfum oss í samhljóð- un við guð, og enda þótt vér megum eng- an Veginn reiða oss á sjálfa oss né góð- verk vor, þá mun þó líferni vort bera vott um náð guðs, ef hún býr í oss. Það mun sjást breyting á skapferli voru, venjum vorum og hugðarmálum. Mismunurinn á fyrra líferni voru og hegðun vorri nú mun verða auðsjáanlegur og gagngjörður. Ein- stök góð verk eða ill leiða ekki skapferlið í ljós, heldur orð þau og athafnir, sem orðnar eru að vana. Satt er það að hin ytri hegðun getur verið góð, þótt eigi sé um hinn endur- nýjandi kraft Krists að ræða. Löngun til að komast til valda og ávinna sér virðingu annara, getur leitt af sér líferni, er sýnist vera gott og heiðarlegt. Sjálfsvirðingin getur leitt oss til þess að forðast hið illa í ytri hegðun vorri. Göfugmannleg verk geta menn unnið, þótt hjartað sé eigin- gjarnt. Hvernig getum vér þá vitað hvoru megin vér erum? Hver á hjarta vort? Hjá hverjum eru hugsanir vorar? Um hvern viljum vér helzt tala? Hverjum helgum vér heitustu tilfinningar og beztu krafta vora? Ef Kristur á oss, þá minnumst vér hans og fjörmestu hugsanir vorar eru um hann. Alt, sem vér höfum og erum er helgað honum. Vér þráum að líkjast honum, leið- ast af hans anda, gjöra hans vilja og þókn- ast honum í öllum efnum. Hver, sem verður ný skepna í Kristi, ber ávexti andans, sem eru kærleikur, gleði, friðsemi, langlundargeð, góðlyndi, góðvild, trúmennska, hógværð, bindindi. Þeir láta ekki lengur fyrri fýsnir sínar stjórna líferni sínu, heldur feta þeir í fót- spor guðs sonar í trúnni á hann; lunderni Krists lýsir sér hjá þeim, og þeir hreinsa sjálfa sig eins og hann er hreinn. Það elska þeir nú, er þeir hötuðu áður og það, sem þeir elskuðu áður, hata þeir nú. Hinir stærilátu og sjálfsþóttafullu verða hóg- værir og auðmjúkir af hjarta. Hinir hé- gómagjörnu og drambsömu verða alvöru- gefnir og lítillátir. Ofdrykkjumaðurinn verður bindindissamur og saurlífismaður- inn skírlífur. Hinar hégómlegu venjur og tízkur heimsins eru lagðar niður. Kristnir menn leita eigi ytra skarts, heldur er þeirra skart fólgið í „hjartans innvortis ásigkomulagi, í óforfengilegu (skarti) hóg- værs og kyrláts hugarfars, sem dýrmætt er fyrir guðs augliti11. Engin sönnun er fyrir því að iðrunin sé einlæg nema því aðeins að hún komi betrun til leiðar. Ef syndarinn efnir heit sitt, skilar aftur því, sem hann hefir náð á óleyfilegan hátt, játar syndir sínar og elskar guð og meðbræður sína, þá má hann vera viss um, að hann er leiddur frá dauðanum til lífsins. Þegar vér afvegaleiddar, syndugar ver- ur, komum til Krists, verðum hluttakend- ur í náð hans og öðlumst fyrirgefningu syndanna, þá vekur þetta kærleika í hjört- um vorum. Sérhver byrði verður létt, því að það ok, sem Kristur leggur á oss, er létt. Skyldan verður að ánægju og«sjálfs- afneitunuin að gleði. Þann veg er áður virtist myrkri hulinn, lýsa nú geislar frá sólu réttlætisins. ) Hið elskuverða lunderni Krists mun lýsa sér hjá þeim, er feta í fótspor hans. Það var hans gleði að gjöra guðs vilja. Hið stjórnandi afl í lífi frelsara vors var kærleikurinn til guðs og áhuginn á því að

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.