Stjarnan - 01.01.1950, Síða 3
STJARNAN
3
efla hans dýrð. Kærleikurinn prýddi og
göfgaði öll hans verk. Kærleikurinn er frá
guði. Hið óendurfædda hjarta getur eigi
skapað hann né vakið hjá sér. Hann er
hvergi nema í því hjarta, sem Jesús býr
í. „Elskum hann af því, að hann elskaði
oss að fyrra bragði“. í því hjarta, sem guðs
náð heíir endurnýjað, er kærleikurinn sá
kraftur, sem stjórnar öllum athöfnum.
Hann myndar skapferlið, stjórnar hvöt-
unum, drottnar yfir ástríðunum, yfirvinn-
ur óvináttuna og göfgar hjartað. Þegar
þessi kærleikur býr í sálunni, þá gjörir
hann lífið ljúft og kastar sínum göfgandi
geislum á alla þá, sem hafa saman við oss
að sælda.
Tvær villur eru það, sem guðs börn,
einkum þau, er nýlega eru farin að fela sig
náð hans, verða að gæta sín fyrir. Aðra
þeirra höfum vér þegar talað um; hún er
sú, að treysta því að vér fyrir eigin verk
getum komizt í samræmi við guð. Sá, sem
reynir að helgast af sínum eigin verkum,
með því að halda lögmálið, freistar þess,
sem ómögulegt er. Allt það, sem maður-
inn getur gjört án Krists,' er saurgað af
eigingirni og synd. Náð Krists ein getur
helgað oss fyrir trúna.
Hin villan er þessari gagnstæð og eigi
síður hættuleg, að ætla að Kristur losi
mennina við þá skyldu að hlýða lögmáli
guðs; að álykta svo, að úr því að trúin
ein getur veitt oss hlutdeild í náð Krists,
þá séu verk vor þýðingarlaus að því er
snertir endurlausn vora.
En gættu þess vel, að hlýðnin er ekki
að eins ytri samkvæmni við kröfur guðs,
heldur kærleiks þjónusta. í lögmáli guðs
birtist innsta eðli hans; í því er fólgin hin
mikla grundvallarsetning kærleikans, og
þess vegna er það grundvöllur stjórnar
hans á himni og jörðu. Skyldi lögmál guðs
ekki lýsa sér í líferninu, ef hjörtu vor eru
endurnýjuð eftir hans mynd og kærleik-
ur guðs gróðursettur í sálunni? Þegar
grundvallarsetnig kærleikans er gróður-
sett í hjartanu og maðurinn endurnýjaður
eftir mynd skapara síns, þá uppfyllist
þetta fyrirheit hins nýja sáttmála: „Mitt
lögmál vil ég innræta í hjörtu þeirra, og
skrifa það í þeirra hugskot“. Og mun eigi
lögmálið stjórna líferninu þegar það er
ritað í hjartanu? Hlýðnin — trúmennska
og þjónusta kærleikans — er hið rétta ein-
kenni á lærisveini Krists. Fyrir því segir
ritningin: „í því sýnir sig elskan til guðs,
að vér höldum hans boðorð“. „Hver, sem
segir: Ég þekki hann, og varðveitir ekki
hans boðorð, er lygari, og í slíkum er ekki
sannleikur“. Það er svo langt frá því að trú
in leysi mennina frá hlýðnisskyldunni, að
hún ein veitir oss hluttöku í Krists náð
og gjörir oss með því færa um að vera
hlýðnir. E. G. W.
------------*-------------.
!X. Lykillinn að forðabúri himinsins
Bæn
1. Bæn er að opna hjartað fyrir Guði
eins og fyrir vini.
„Drottinn vertu mér miskunsamur,
því ég er í angist“. Sálm. 31:9. „Guð er
vort athvarf og styrkur, hjálp í þrenging-
um margreynd“. Sálm. 46:1.
Guð býður oss að kalla sig föður.
„Faðir vor .... helgist þitt nafn“.
Lúk. 11:2.
Jesús er vinur syndara. „Sjáið .... vin
tollheimtumanna og bersyndugra.“ Matt.
11:19.
í návist hans er fylling fagnaðar og
gleði. „Gnótt fagnaðar er fyrir þínu aug-
liti, og sæla við þína hægri hönd eilíflega“.
Sálm. 61:11.
2. Tilgangur bœnarinnar er að komast
í nánara samfélag við Guð. Hann þekkir
ástand vort og þarfir.
„Drottinn þú rannsakar og þekkir mig.
Hvort sem ég sit eða stend upp þá veiztu
það, þú skynjar mínar hugrenningar á-
lengdar . . . og alla mína vegi þekkir þú
nákvæmlega“. Sálm. 139:1.—3.
Er Guð fús til að svara bænum vorum?
„Ef nú þér sem vondir eruð, tímið að gefa
börnum yðar góðar gjafir, hvað miklu
framar mun þá ekki Faðir yðar á himnum
gefa þeim heilagan anda sem hann biðja“.
Lúk. 11:13.
3. Hver eru skilyrðin fyrir bænheyrslu?
Vér verðum að finna þörf vora. „Sælir
eru þeir sem hungrar og þyrstir eftir rétt-
lætinu, þeir munu saddir verða“. Matt.
5:6.
Vér verðum að þekkja Guðs orð og lifa
í hlýðni við það. „Ef þér eruð stöðugir í