Stjarnan - 01.01.1950, Síða 8
8
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00
a vear. Publishers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
Ritst.iórn og afgreiðslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar, Man., Can.
anda í hverjum „vér erum innsiglaðir til
endurlausnardagsins.“ Efes. 4:30.
Guð sagði fyrir flóðið: „Andi minn skal
ekki eilíflega óvirðast í manninum.“Guðs
andi yfirgaf þá að lokum. Flóðið kom og
tók þá alla. Viljum vér gefa gaum að þess-
ari aðvörun? Guðs andi er ennþá í heimin-
um til að knýja, laða og leiða menn til að
snúa sér og iðrast synda sinna.
Hvers vegna ekki taka boði hans nú.
Einhvern daginn verður það of seint.
Vor himneski faðir þráir að gefa sinn
heilaga anda þeim sem biðja hann. Því
þá ekki biðja um hann? Hvers vegna biðj-
um vér ekki um þessa himnesku gjöf?
U.S. Signs
_____________*______________
Frístundirnar
Það er sagt frá tveimur mönnum sem
unnu saman að sömu iðn í stórri verk-
smiðju. Þeir höfðu báðir frían einn klukku
tíma um hádegið fyrir miðdagsverð. Báð-
ir notuðu frítíma sína til að keppa að
vissu takmarki. Annar vann að því að
finna upp og útbúa vél, sem gæti sagað við-
arbút með hvaða lagi sem menn óskuðu
eftir. Þegar hann lauk við uppfyndingu
sína seldi hann hana fyrir stórfé.
Félagi hans notaði tíma sinn á hverjum
degi í nærri heilt ár til að kenna litlum
hundi að standa á afturfótunum og stíga
vissan dans. Seinast þegar fréttist af hon-
um vann hann í sörnu veirksmiðjunni,
sömu vinnu og með sama kaupi, sem hann
hafði áður haft. Hann möglaði yfir for-
lögunum, sem höfðu gjört félaga hans rík-
an en hann sjálfan fátækan.
Frístundir geta auðgað anda manns
engu síður en peningabudduna, ef þær eru
notaðar til þess sem gagnlegt er. Margir
hafa unnið sér frægð og heiður með því
sem þeir hafa framkvæmt í frístundum
sínum. C. O. G.
Tungumál í New York
Engin önnur borg jafnast við New York
í því tilliti að 7 af hverjum 10 innbyggj-
endum hennar eru annaðhvort innflytj-
endur frá öðrum löndum eða foreldrar
hans voru innflytjendur. Það er haft fyrir
satt að fleiri írar búi í New York heldur
en í Dublin, fleiri ítalir heldur en í Naples
eða Genoa, fleira fólk af rússneskum ætt-
um heldur en í nokkurri rússneskri borg
að undanteknum borgunum Moskva og
Leningrad. I New York býr fólk af öllum
þjóðum heimsins. Það er eflaust satt að
fulltrúar sambandsþjóðanna eða þjónar
þeirra, geta fljótar fundið einhvern sem
talar mál þeirra á strætum New York
borgar heldur en í nokkurri annari stór-
borg heimsins.
____________*____________
, Smávegis
Rússar hafa ennþá 86 af verslunarskip-
um þeim, sem þeim voru lánuð meðan
stríðið stóð yfir.
4- > 4-
Fulltrúar Biblíufélaga frá 25 löndum
héldu nýlega fund með sér í New York.
Þeir skýrðu frá því þar, að árið 1948 hefðu
þeir sent út 17,500,000 eintök af Biblíunni
á 1,108 tungumálum.
4-4-4-
Læknum kemur nú saman um að sá sem
er hætt við mæði, getur fengið kast ef hann
hefir of mikla vinnu og áhyggjur, erfið-
leika í heimilislífinu eða snöggar geðs-
breytingar.
4-4-4-
Skýrslur verslunardeildar Bandaríkj-
anna sýna að um 2200 smáverslanir hafa
verið stofnaðar á dag síðan stríðnu linti.
4-4-4-
Yfir 2,000 Sjöunda dags Aðventista
læknar hafa útskrifast frá „College of
Medical Evangelists“, Lóma Linda, Cali-
fornia síðan þessi skóli var stofnaður.
4- 4-
Tírnaritið „Time“, segir að Bretland
hafi sem stendur 49,000,000 íbúa.
4-4 4-
Stjórnin í Assam á Indlandi hefir
ákveðið að innan 10 ára skuli allir íbúar
landsins kunna að lesa.