Stjarnan - 01.07.1950, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.07.1950, Blaðsíða 2
50 STJARNAM gáfum og yfirburðum gæddir en þeir. Þeirri skoðun hefur verið haldið fram, að þeir einir, er framúrskarandi gáfur hafa, eigi að helga hæfilegleika sína þjón- ustu guðs. Margir ætla, að gáfur séu að eins gefnar nokkrum flokki manna, er standi að því leyti betur að vígi en allir aðrir, er sneyddir séu hlutdeild í þeim og séu fyrir því eigi kallaðir til að taka þátt i erfiðismununum né laununum. En eigi er því þannig lýst í dæmisögunni. Þegar hús- bóndinn kallaði þjóna sína, fékk hann hverjum þeirra sitt verk að vinna. Vér getum unnið lítilmótlegustu skyldustörf lífsins með kærleiksanda „eins cg þau séu fyrir drottin.“ Ef kærleikur guðs er í hjartanu, þá mun hann lýsa sér í líferninu. Krists sæta angan mun vera umhverfis oss og áhrif vor munu göfga aðra og verða þeim til blessunar. Þú átt ekki að bíða eptir meiri háttar tilefni né krefjast óvenjulegra hæfileg- leika, áður en þú ferð að vinna fyrir guð. Þú þarft eigi að hirða um, hvað heimurinn muni hugsa um þig. Ef dagfar þitt ber vott um hreinleika og einlægni trúar þinn- ar og aðrir verða sannfærðir um, að þú viljir þeim vel, þá verða erfiðismunir þínir eigi með öllu til ónýtis. Hinn lítilmótlegasti og fátækasti af lær- isveinum Jesú getur verið Öðrum til bless- unar. Vera má að menn sjái ekki sjálfir, að þeir komi neinu sérstöku góðu til leiðar, en þeir geta komið bylgjum blessunarinnar af stað með áhrifum sínum, er þeir þekkja eigi sjálfir, og þessar bylgjur verða æ stærri og víðtækari; en sú blessun, sem af þessu leiðir, verður ef til vill aidrei augljós fyr en á hinum mikla og síðasta reikningsskapardegi. Þeir vita ekki, að þeir eru mikið afreksverk að vinna. Þess er eigi krafizt af þeim, að þeir þreyti sig á því að vera áhyggjufullir um arðinn af starfi sínu. Þeir eiga að eins að starfa í kyrþey og með trúmennsku að því verki, sem forsjón guðs hefur fengið þeim; þá lifa þeir ekki til ónýtis. Mynd Krists í sálum sjálfra þeirra mun ná meiri og meiri þroska. Þeir eru samverkamenn guðs í þessu lífi og með því verða þeir undirbúnir undir æðra starf og óblandna gleði hins komandi lífs. E. G. W. „Ef þér elskið mig munuð þér halda boðorð mín" Það eru dýrmæt einkaréttindi sem vér höfum að geta sjálfir lesið Guðs orð í hans heilögu bók, svo vér þurfum ekki að leita til ánnara til að þekkja skyldu vora gagnvart Guði og meðbræðrum vorum. í 2. Mós. 20. kapítula 3-17 versi eru Guðs 10 boðorð skrifuð niður. Þau eru lampi fóta vorra og ljós á vegum vorum. Fjöldi fólks leitar allra hugsanlegra undanbragða til að reyna að afsaka sig frá að viðurkenna og halda þessi blessuðu boðorð. En Jesús, hann, sem er vor eina sáluhjálparvon, hann, sem dó fyrir vorar syndir, dó fyrir vorar yfir troðslur Guðs boðorða, hann segir: „Þangað til himin og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða einn smákrókur lögmálsins undir lok líka unz alt er komið fram.“ Matt. 5:18. Himin og jörð eru hér ennþá, og Guðs lögmál i gildir samkvæmt vitnisburði Guðs Sonar. Páll postuli segir: „Umskurnin er ekk- ert og yfirhúðin ekkert, heldur það að varðveita boðorð Guðs.“ 1. Kor. 7:19. Jóhannes postuli segir: „Því að í þessu birtist elskan til Guðs að vér höldum hans boðorð, og hans boðorð eru ekki þung“. 1. Jóh. 5:3. Jakob postuli segir: „Þótt einhver héldi alt lögmálið en hrasaði í einu atriði, þá er hann orðinn sekur við öll boðorð þess, því sá, sem sagði: þú skalt ekki hórdóm drýgja, hann sagði líka: Þú skalt ekki morð fremja. En þó að þú drýgir ekki hór, en fremur morð, þá ertu orðinn yfir- troðslumaður lögmálsins. Talið og breytið eins og þeir er dæmast eiga eftir lögmáli frelsisins.“ Jak. 2:10-12. Hér talar postulinn um 10 borðorðin og vitnar í tvö þeirra. Allir þessir Guðs menn, Páll, Jakob og Jóhannes störfuðu og skrifuðu þessi bréf sín fleiri árum eftir upprisu og himnaför Krists. Þeir álitu að Guðs boðorð væru í gildi. Hvernig sunnudagshelgihaldið komst inn í kristnina skiftir minstu, en hitt er alvarlegra að menn hafa ekkert Guðs boð- orð fyrir að halda sunnudaginn heilagan, enga aðvörun Guðs móti því að brjóta hann, og ekkert fyrirheit Guðs fyrir að halda hann heilagan. Svo eftir þessu eru

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.