Stjarnan - 01.07.1950, Qupperneq 3
STJARNAN
51
það aðeins manna boð og reglur, sem
hafa komið á sunnudagshelginni og haldið
henni við.
Jesús segir: „Lýður þessi heiðrar mig
með vörunum en hjarta þeirra er langt
í burtu frá mér, og til einkis dýrka þeir mig
er þeir kenna lærdóma sem eru manna
boðorð“. Matt. 15:9.
Þetta fer að verða alvarlegt. Endir allra
hluta er nálægur. Dómarinn stendur fyrir
dyrunum, og hinn réttláti dómari getur
ekki gefið trúrra þjóna verðlaun þeim, sem
hafnað hafa Jesú frelsara sínum eða ekki
leyft honum að frelsa sig frá syndinni sem
er yfirtroðsla Guðs boðorða. Getur Jesús
kannast við sem sína lærisveina þá, sem
með vitund og vilja hafna Guðs boðorðum,
en halda fast við manna boðorð? Þeir eiga
á hættu að heyra,_Jesúm segja til þeirra:
„Farið frá mér þér sem fremjið lögmáls-
brot.“ Matt. 7:23.
Hvar stendur þú? Hefir þú meðtekið
Krist og kraft hans til að sigra synd og
freistingar? Heldur þú Guðs heilögu boð-
orð? Ert þú Guði trúr í smáu og stóru svo
hinn réttláti dómari geti á þeim mikla degi
gefið þér trúrra þjóna verðlaun?
Gef Guði hjarta þitt heilt og óskift.
Taktu ákvörðun þína í dag, það getur orðið
of seint á morgun. --S. Johnson
XIV. Réttarhald á himnum
Hreinsun helgidómsins eða dómsdagur.
I. Frelsun frá synd fyrir blóðfórn.
„Samkvæmt lögmálinu er nálega alt sem
hreinsast með blóði, og eigi fæst fyrir-
gefning án úthellingar blóðs.“ Hebr. 9:22.
1. „Líf likamans er í blóðinu, ég hef
gefið yður það á altarið til þess að
með því sé friðþægt fyrir yður; því
að blóðið friðþægir með lífinu.“ 3.
Mós. 4:3-5.
2. Abel fórnaði blóði. „Abel færði fórn
af frumburðum hjarðar sinnar.“ 1.
Mós. 4:315.
3. Nói og Abraham fórnuðu blóði. 1.
Mós. 8:20, og 22:13.
4. Skepnur sem fórnað var voru tákn-
mynd uppá Krist.
(a) Jesús fórnaði líkama sínum.
Hebr. 10:4-5. „Sjá Guðs lambið sem
ber synd heimsins.“ Jóh. 1:29.
(b) Hans blóð var úthelt fyrir oss.
„Þetta er sáttmála blóð mitt, sem
úthelt er fyrir marga til syndafyrir-
gefningar.“ Matt. 26:28. „Fyrir hans
benjar urðum vér heilbrigðir.“ Jes.
53:5.
II. Frá Móses til Krists voru fórnirnar
bornar fram í helgidóminum.
1. „Þeir skulu búa mér helgidóm að
ég búi mitt á meðal þeirra.“ 2. Mós.
25:8.
2. „Henni samkvæmt eru fram bornar
bæði gáfur og fórnir.“ Heb. 9:9.
III. Helgidómurinn hafði fremri og
innri hluta, auk forgarðsins.
1. Hið heilaga. „Tjaldbúð var gjörð, hin
fremri, og í henni voru bæði ljósa-
stikan, borðið og skoðunarbrauðin,
og heitir hún „hið heilaga“. Heb. 9:2.
(a) „Og hann setti upp gullaltarið
inn í samfundatjaldinu fyrir framan
fortjaldið“. 2. Mós. 40:26.
(b) „Þá ganga prestarnir stöðugt
inn í fremri tjaldbúðina og inna af
hendi þjónustu athafnirnar.“ Heb.
9:6.
2. Hið allra helgasta. „Þú skalt . . .
flytja sáttmálsörkina þangað inn
fyrir fortjaldið, og skal fortjaldið
skilja milli hins heilaga og hins allra
helgasta hjá yður.“ 2. Mós. 26.33.
(a) í örkinni voru lögmálstöflurnar.
„Þá ritaði hann á töflurnar . . . tíu
boðorðin . . . síðan fékk Drottinn mér
þær. Þá sneri ég á leið og gekk ofan
af fjallinu, og lagði töflurnar í örk-
ina.“ 5. Mós. 10:4-5.
(b) Yfir örkinni var náðarstóliinn.
„Og þú skalt setja lokið ofan yfir
örkina, og niður í örkina skalt þú
leggja sáttmálið sem ég mun fá þér.“
2. Mós. 25:21.
(c) Guð birtist þar. „Og þar vil ég
eiga samfundi við þig og birta þér
ofan af arkarlokinu millum beggja
kerúbanna, sem stánda á sáttmáls-
örkinni, alt það, er ég býð þér að
flytja ísraelsmönnum." 2. Mós.
25:21-22.
(d) í því allra helgasta var guðs-
þjónusta aðeins einu sinni á ári. „Inn
í hina innri tjaldbúð gengur æðsti