Stjarnan - 01.07.1950, Side 4
52
STJARNAN
presturinn einn, einu sinni á ári.“
Heb. 9:7.
IV. Jarðneski helgidómurinn er eftir-
mýnd hins himneska. „Því Kristur gekk
ekki inn í helgidóm, eftirmynd hins sanna
helgidóms, heldur inn í sjálfan himininn,
til þess nú að birtast fyrir Guðs augliti,
oss til heilla.“ Heb. 9:24.
1. Hinn jarðneski helgidómur var eftir-
mynd hins himneska. „Móse fékk
bending um frá Guði er hann var
að koma upp tjaldbúðinni ,því gæt
þess, segir hann, að þú gjörir alt
eftir þeirri fyrirmynd, sem þér var
sýnd á fjallinu.“ Heb. 11:5.
2. Báðir helgidómar höfðu sama úthún-
að. Jóhannes sá í musterinu á himni
ljósastikur, gullaltari og sáttmáls-
örkina. Op. 1:12-13. Op. 8:3-4 og
11:19.
3. Kristur er æðsti prestur hins himn-
eska helgidóms. „Vér höfum þann
æðsta prest, er settist til hægri hand-
ar hástóls hátignarinnar á himnum,
helgiþjón helgidómsins og tjaldbúð-
arinnar, hinnar sönnu, sem Drottinn
reisti, eigi maður. Heb. 8:1-2.
V. Jarðneski helgidómurinn var hreins-
aður einu sinni á ári.
1. Það var kallaður friðþœgingardagur.
„Tíunda dag hins sjöunda mánaðar
er friðþægingardagurinn, skuluð þér
þá halda helga samkomu og þjá yður
og færa Drotni eldfórn.“ 3. Mós.
23.27.
2. Friðþægingin var hæði fyrir helgi-
dóminn og fólkið. Hann skal „frið-
þægja þannig fyrir helgidóminn
vegna óhreinleika ísraelsmanna, og
vegna misgjörða þeirra.“ „Á þessum
degi skal friðþægt verða fyrir yður
til að hreinsa yður. Af öllum synd-
um yðar skuluð þér hreinir vera
fyrir Drotni.“ 3. Mós. 16.-16-30.
3. Þetta var árlegur dómsdagur. „Hver
sá er eigi þjáir sig (auðmýkir sig)
þennan dag, skal upprættur verða úr
þjóð sinni.“ 3. Mós. 23:29.
VI. Hinn himneski helgidómur átti líka
að verða hreinsaður.
1. Þjónusta jarðneska helgidómsins
endaði þegar Jesús dó. „Jesús kallaði
hárri röddu og gaf upp andann. Og
sjá, fortjald musterisins rifnaði í
tvent, frá ofanverðu niður í gegn.“
Matt. 27:50-51.
2. „Kristur gekk ekki inn í hélgidóm
höndum gjörðan . . . heldur inn í
sjálfan himininn, til þess nú að birt-
ast fyrir augliti Guðs oss til heilla.“
Heb. 9:24.
3. Árið 1844 kom tíminn til að hreinsa
hinn himneska helgidóm. Dan. 8:14.
4. Þetta var hinn mikli dómsdagur sem
fyrirmyndaður var með friðþæging-
ardeginum í því allra helgasta í hin-
um jarðneska helgidómi.
5. Það er engin synd á himnum, en það
en það er synda registur þar. „Eg sá
þá dauðu stóra og smáa standa
frammi fyrir hásætinu, og bókunum
var lokið upp . . og hinir dauðu
voru dæmdir eftir því, sem ritað var
í bókunum, samkvæmt verkum
þeirra.“ Op. 20:12.
6. „Dómendurnir settust niður og bók-
unum var flett upp.“ Dan. 7:10.
7. Jóhannes sá sáttmálsörkina í musteri
himinsins. „Reiði þín kom og sá tími
er dauðir skulu dæmdir verða, og
tíminn til að gefa laun þjónum þín-
um.“ „Og musteri Guðs, opnaðist
það, sem á himni er, og sáttmálsörk
hans birtist í musteri hans.“ Op.
11:18-19.
8. Þegar hin síðasta dómsályktun hefir
verið uppkveðin, þá kemur Jesús
brátt á eftir. „Hinn rangláti haldi á-
fram að fremja ranglæti, og hinn
saurugi saurgi sig áfram, og hinn
réttláti stundi áfram réttlæti og hinn
heilagi helgist áfram. Sjá ég kem
skjótt og launin hefi ég með mér til
að gjalda hverjum og einum eins og
verk hans er.“ Op. 22:11-12.
9. Boðskapur um dóminn á að verða
fluttur öllum þjóðum til aðvörunar
áður en Jesús kemur. „Eg sá annan
engil fljúga um miðhiminn og hélt
hann á eilífum fagnaðarboðskap til
að boða þeim, sem á jörðinni búa,
sérhverri þjóð og kynkvísl, tungu
og lýð, og sagði hárri röddu: Óttist
Guð og gefið honum dýrð, því komin
er stund dóms hans, og tilbiðjið
þann, sem gjört hefir himininn og