Stjarnan - 01.07.1950, Síða 5
STJARNAN
53
jörðina og hafið og uppsprettur
vatnanna.“ Op. 14:6-7.
VII. í réttarsalnum.
1. Guð er yfirdómarinn. „Eg horfði þar
til stólar voru settir fram og hinn
aldraði settist niður . . . þúsundir
þúsunda þjónuðu honum.
. . . dómendurnir settust niður og
bókunum var flett upp.“ Dan. 7:9-10.
2. Englar og öldungar voru umhverfis.
„Og ég sá og ég heyrði raust margra
engla hringinn í kring um hásætið,
og verurnar og öldungana tala þeirra
var tíu þúsundir tíu þúsunda og
þúsundir þúsunda. Op. 5:11.
3. Jesús er talsmaður vor. „Börn mín,
þetta skrifa ég yður til þess að þér
skulið ekki syndga, og jafnvel þó
einhver syndgi, þá höfum vér árnað-
armann hjá föðurnum, Jesúm Krist
hinn réttláta." 1. Jóh. 2:1.
VIII. Þrefaldur vitnisburður.
1. Guð þekkir alt. „Augu drottins er
. alstaðar vakandi yfir vondum og
góðum.“ Orðskv. 15:3.
2. Bœkurnar á himnum. „Og bókunum
var lokið upp.“ Op. 20:12.
(a) Lífsins bók. „Allir þeir sem á
jörðunni búa munu tilbiðja það,
hver og einn sá er eigi á nafn sitt
ritað í lífsbók lambsins.“ Op. 13:8.
„Hjálpa þú þeim því þær börðust
með mér við boðun fagnaðar erindi-
sins ásamt Klemens og öðrum sam-
verkamönnum mínum, og standa
nöfn þeirra í lífsins bók“. Fil. 4:3.
(b) Minnisbók. „Drottinn gefur gæt-
ur að því og heyrir það og frammi
fyrir augliti hans er rituð minnisbók
fyrir þá sem óttast Drottinn og virða
nafn hans.“ Mal. 3:16.
3. Englarnir. „Sjáið til að þér ekki fyr-
irlítið neinn af þessum smælingjum,
því ég segi yður, að englar þeirra á
himni sjá ávalt auglit föður míns,
sem er á himni.“ Matt. 18:10.
IX. Um hvað fjallar dómurinn?
1. Verk vor. „Hinir dauðu voru dæmd-
ir . . . samkvæmt verkum þeirra.“
Op. 20-12.
2. Orð vor. „Sérhvert ónytju orð er
mennirnir mæla, fyrir það skulu
þeir á dómsdegi reikning lúka, því
af orðum þínum muntu verða rétt-
lættur, og af orðum þínum muntu
verða sakfeldur.“ Matt. 12:36-37.
3. Hugsanir vorar. „Dæmið ekki neitt
fyrir tímann fyr en Drottinn kemur,
hann sem mun leiða það í ljós sem
myrkrunum er hulið og opinbera
ráð hjartnanna." 1. Kor. 4:5.
„Drottinn lítur á hjartað“. 1. Sam.
16:17. „Manninum þykja sínir vegir-
hreinir, en Drottinn prófar hugar-
þelið.“ Orðskv. 16:2.
4. Alt sem hulið er. „Guð mun leiða
sérhvert verk fyrir dóm, yfir öllu
því sem hulið er, hvort sem það er
gott eða ílt.“ Préd. 12:14.
X. Grundvallarlögin sem dæmt verður
eftir. Hið 10 boðorða lögmál Guðs. „En
verðið gjörendur orðsins, og eigi aðeins
heyrendur, svíkjandi sjálfa yður. . . . En sá
sem skygnist inn í hið fullkomna lögmál
frelsisins og heldur sér við það, og er ekki
orðinn gleyminn heyrandi, heldur gjörandi
verksins, hann mun sæll verða af fram-
kvæmdum sínum.“ Jak. 1:22-25.
„Því að þótt einhver héldi alt lögmálið,
en hrasaði í einu atriði, þá er hann orðinn
sekur við öll boðorð þess. Því sá, sem
sagði þú skalt ekki hórdóm drygja, hann
sagði líka: Þú skalt ekki morð fremja,
en þó að þú drýgir ekki hór, en fremur
morð, þá ertu orðinn yfirtroðslumaður
lögmálsins. Talið því og breytið eins og
þeir, er dæmast eiga eftir lögmáli frelsis-
ins.“ Jak. 2:10-12.
„Vér skulum hlýða á niðurlagsorðið í
því öllu: Óttastu Guð og haltu h^ns boð-
orð, því það á hver maður að gjöra, því
Guð mun leiða sérhvert verk fyrir dóm,
yfir öllu því sem hulið er, hvort sem það
er gott eða ilt.“ Préd. 12:13-14.
Hvernig mun ég standa í dóminum?
Allir verða að mæta. Allir hafa syndgað.
Laun syndarinnar er dauði. Vér verðum
að játa syndir vorar til að ta þær fyrirgefn-
ar. Vér verðum að snúa frá syndinni. Synd
er yfirtroðsla Guðs boðorða. Boðorð hans
verða lögð til grundvallar fyrir dóminum.
Jesús kom til að frelsa syndara. Hann verð-
ur dómarinn. Orð hans eru hæðsta réttar
úrskurður. „Ekki er hjálpræði í neinum
öðrum, því eigi er heldur annað nafn und-
ir himninum, er menn kunna að nefna, er
oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða.“
Post. 4:12.