Stjarnan - 01.07.1950, Side 6
54
STJARNAN
Jesús kallar: Kom til mín
Járnbrautarvélin bilaði, svo farþegarn-
ir urðu að bíða 1 litlu þorpi í Tennessee
fjöllunum meðan gjört var við hana. Mað-
ur og ung stúlka fóru inn í lélega stofu
á litlu veitingahúsi. Þar í horninu stóð
gamalt hljóðfæri. Enginn var þar inni
nema gráhærð gömul kona sem virtist eiga
þar heima. Úti var myrkur og rigning. Fyr-
ir utan gluggann stóðu fáeinir menn og
voru að reykja. Unga stúlkan gekk yfir
að hljóðfærinu og spilaði eitt eð tvö dans-
lög til að stytta tímann, svo byrjaði hún
á sálms versi. Nú kom gráhærða konan yf-
ir til hennar og sagði hálf hikandi. „Eg
var að hugsa ef þú syngir fallegan sálm,
þá gæti það ef til vill hjálpað drengjunum
þarna úti. Þeir eru langt í burt frá heimil-
inu og mæðrum sínum, og líklega heyra
ekki mikið af góðum söng.“
Unga stúlkan fór nú að syngja og spila
og félagi hennar söng með henni. Gamla
konan hlustaði á með mestu ánægju.
Mennirnir fyrir utan gluggann hættu að
reykja og tala saman svo þeir gætu betur
hlustað á. Eftir nokkrar mínútur spilaði
stúlkan og söng: „Jesús kallar kom til mín,
kom til mín.“ Þegar hún hafði lokið við að
syngja þennan sálm þerraði einn drengj-
anna tár af auga sér. Rétt í þessu bili var
cllum gjört aðvart að lestin væri tilbúin
að leggja af stað og hver fór sína leið.
Mörgum, árum seinna stóð maðurinn sem
söng undir þarna, í hóp manna og hlustaði
á prédikara sem líka var söngmaður. Hann
söng einmitt sálminn: „Jesús kallar kom
til mín.“ Þegar söngnum var lokið sagði
hann við áheyrendur sína: „Eg gleymi
aldrei fyrsta skifti sem ég heyrði þennan
sálm sunginn. Það var á veitingahúsi í
Tennessee, þar sem ég hafði eytt fé mínu
í óhófsömum lifnaði. Einn eftirmiðdag kom
fólk af lestinni, sem varð að bíða eftir að-
gjörð á vélinni. Einn eð tveir af þeim fóru
að sýngja undir með hljóðfærinu. Eg get
aldrei gleymt málrómi konunnar, hún söng
uppáhalds sálm móður minnar: „Kom
heim.“ Hvar sem ég var og hvert sem ég
fór lengi á eftir hljómaði fyrir eyrum mér:
„Kom heim“. Það endaði með því að ég
kom heim. Áheyrandinn sem áður er minst
á, sagði nú frá hvaða þátt hann hefði átt
1 sögunni, og hvernig gráhærða gamla kon-
an hefði stungið upp á að sýngja sálm í
von um að það gæti hjálpað drengjunum
fyrir utan gluggann. —C.O.G.
-----------☆-----------
Gjöf föðursins til sonar síns
Ríkur kaupmaður var á lestinni. Sam-
ferða honum var E. M. Hodges alkunnur
rithöfundur. Kaupmaðurinn sagði við
Hodges: „Hefðir þú nokkuð gaman af að
vita hvað ég ætla að gefa syni mínum í
jólagjöf ?“ '
Hodges kvaðst hafa gaman af því og
hugsaði með sjálfum sér að þessi maður
gæti sannarlega gefið syni sínum verð-
mæta gjöf. Kaupmaðurinn náði í peninga-
buddu sína og tók upp úr henni saman-
brotinn bréfmiða og rétti að Hodges. Á
miðanu stóð:
„Til sonar míns: Eg gef þér af tíma
mínum einn klukkutíma á hverjum virk-
um degi og tvo klukkutíma á sunnudögum,
þeir tilheyra þér, þú mátt nota þá eins og
þú vilt án allrar hindrunar.“
Hodges hugsaði með sér: hvernig skyldi
drengnum geðjast að gjöfinni þegar hann
les miðann á jóladagsmorguninn. Ef hann
líkist fjöldanum þá verður hann mjög von-
svikinn og óánægður. En ef hann er ólíkur
fiestum öðrum, þá mun hann skilja að með
þessu gefur faðir hans honum nokkuð svo
dýrmætt að það getur aldrei orðið endur-
goldið.
„Viltu segja mér,“ spurði Hodges,
„hvernig þér gat komið til hugar að gefa
svona óvenjulega gjöf?“
Kaupmaðurinn svaraði:: „Fyrir nokkr-
um dögum síðan kom ungur maður inn á
skrifstofu mína, sem ég hafði ekki séð
síðan hann var barn á aldur við drenginn
minn. Hann kom inn rétt til að „heilsa
upp á mig,“ sagði hann. Alt útlit hans bar
vott um slark og iðjuleysi. Hann var eyði-
lagður maður „Róbert,“ sagði ég undrandi,
„Að sjá þig svona útlítandi, slíkan föður
sem þú áttir.“
„Eg hef heyrt að pabbi hafi verið ágæt-
ismaður,“ svaraði drengurinn. „Allir vinir
hans hafa sagt mér það. Eg kyntist honum
aldrei. Hann var svo upptekinn við verslun
sína og ýmsan félagskap að ég sá hann
aðeins stöku sinnum við máltíðar. Eg eig-
inlega kyntist honum aldrei.“