Stjarnan - 01.08.1950, Síða 3
STJARNAN
59
þessum tveimur boðorðum byggist
altJögmálið og spámennirnir.“ Matt.
22Í37-40.
IV. Tíu boðorðin eru grundvallarlög
Guðs ríkis.
1. „Þannig er þá lögmálið heilagt, og
boðorðið heilagt, réttlátt og gott . , .
Vér vitum að lögmálið er andlegt.11
Róm. 7:12-14.
2. „Öll fyrirmæli hans eru áreiðanleg,
örugg um aldur og æfi.“ Sálm. 111:7.
V. Tíu boðorðin eru lög fyrir alla menn
á öllum öldum.
1. Það var fyrir þá sem lifðu frá Adam
til Móses.
(a) „Syndin er lagabrot“. 1. Jóh. 3:4.
(b) „Þar sem ekki er lögmál, þar er
heldur ekki yfirtroðsla“. Róm. 4:15.
Adam syndgaði. „Syndin kom inn 1
heiminn fyrir einn mann, og dauð-
inn fyrir syndina.“ Róm. 5:12.
(d) Kain syndgaði. „Ef þú gjörir ekki
rétt þá liggur syndin við dyrnar og
hefir hug á þér, en þú átt að drotna
yfir henni.“ 1. Mós. 4:6-7.
(e) Nói og Lot lifðu meðal manna
sem syndguðu.
„Ekki þyrmdi hann hinum forna
heimi, heldur varðveitti Nóa . . . er
hann lét vatnsflóð koma yíir heim
hinna óguðlegu. Hann brendi borg-
irnar Sódómu og Gómorru til ösku
. . . en hann frelsaði Lot, hinn rétt-
láta mann, er mæddist af svívirði-
legum lifnaði hinna guðlausu.“ 2.
Pét. 2:5-8.
(f) „Abraham þekti lögmál Guðs.“
„Abraham hlýddi röddu minni og
varðveitti boðorð mín, skipanir mín-
ar, ákvæði og lög.“ 1. Mós. 26:5. Guðs
lögmál var ekki skrifað niður fyr
en á dögum Móse.
2. Lögmálið gilti fyrir menn frá Móses
til Krists.
(a) Guð mælti fram lögmálið og
skrifaði það niður. „Þessi orð talaði
Drottinn með hárri röddu til als
safnaðar yðar á fjallinu út úr eld-
inum, skýinu og sortanum, bætti
hann þar engu við og hann ritaði
þau á tvær steintöflur og fékk mér
þær.“ 5 Mós. 5:22.
(b) Lögmálið var geymt i hinu allra
helgasta. „Þá ritaði hann á töflurnar
. .. tíu boðonðin, þau er Drottinn haf
ði talað til yðar á fjallinu.11 Þá sneri
ég á leið og gekk ofan af fjallinu og
og lagði töflurnar í örkina, er ég
hafði gjört og þar voru þær geymd-
ar“. 5 Mós. 10:4-5.
(c) ísrael söng um lögmálið. „Hve
mjög elska ég lögmál þitt, liðlangan
daginn íhuga ég það“. Sálm 119:97.
(d) Salómon sagði bæn væri árang-
urslaus ef menn lítilsvirtu lögmáhð.
„Sá sem snýr eyra sínu frá til þess
að heyra ekki lögmálið jafnvel bæn
hans er andstygð.11 Orðskv. 28:9.
(e) Jesajas sagði að öll kenning ætti
að prófast með lögmálinu. „Gætið
lærdómsins og vitnisburðarins. Ef
þeir tala ekki samkvæmt honum
(þá vitið) að fólkið hefir enga birtu.“
Jes. 8:20.
3. Það var fyrir Jesúm sem mann og
þá sem uppi voru á hans tíma.
(a) „Ætlið ekki að ég sé kominn
til þess að niðurbrjóta lögmálið eða
spámenriina, ég er ekki kominn til
þess að niðurbrjóta, heldur til þess
að uppfylla, því sannlega segi ég yð-
ur þangað til himin og jörð líða
undir lok, mun ekki einn smástafur,
eða einn stafkrókur lögmálsins und-
ir lok líða unz alt er komið fram.“
Matt. 5:17-18.
(b) „Eg hef haldið boðorð föður
míns.“ Jóh. 15:10.
4. Það var fyrir menn á postulatíman-
um.
(a) Páll postuli sagði að lögmálið
væri „heilagt, réttlátt og gott.“
(b) „Gjörum vér þá lögmálið að
engu með trúnnin? Fjarri fer því,
heldur staðfestum vér lögrr^lið.“
Róm. 3:31.
(c) Jakob sagði vér yrðum dæmdir
eftir lögmálinu. „Þótt einhver héldi
alt lögmálið, en hrasaði í einu atriði,
þá er hann orðinn sekur við öll boð-
orð þess. Talið því og breytið eins og
þeir er dæmast eiga eftir lögmáli
frelsisins.“ Jak. 2:10-12.
(d) Jóhannes postuli var mjög
ákveðinn með lögmálinu. „Sá, sem
segir ég þekki hann og heldur ekki
boðorð hans, er lygari og sannleik-
urinn er ekki 1 honum.“ 1. Jóh. 2:4.