Stjarnan - 01.08.1950, Side 7
STJARNAN
63
einn um borð í skipinu. Skipsmenn fóru
leiðar sinnar og hrósuðu skipstjóra, en
strax er þeir voru úr sýn reyndi hann
að bjarga sér á öðrum bát og tók með
sér kassa með dýrmætum munum, sem
hann hafði stolið. En þegar hann fór ofan
í bátinn náði illfiskur í hann og drap
hann. Þessi maður fékk hegningu fyrir
syndir sínar, en það eru margir sem sleppa
hjá henni í þessum heimi.
Dómurinn hefir tvær hliðar, ekki ein-
ungis hegningu, heldur einnig endurgjaldi
verður úthlutað. Fyrir marga verður
dómsdagur fagnaðardagur, því sannleikur-
inn mun hreinsa þá af öllum lognum ákær-
um sem þeir urðu fyrir í þessu lífi. Á þeim
degi munu allir fá réttan úrskurð allra
mála.
Sumir hafa syndir á samvisku sinni
sem þeir reyna að dylja. Guð ræður oss
til að játa syndir vorar. „Sá, sem dylur
yfirsjónir sínar verður ekki lángefinn.“
Orðskv. 28:13. Vér getum valið um hvort
vér viljum, játa syndir vorar og fá þær
burt teknar fyrir Guðs náð í Jesú Kristi,
eða dylja þær nú svo verða þær opinberar
og rannsakaðar á degi dómsins.
Hver verður grundvöllur dómsins, eða
hvaða reglu verður fylgt í dóminum? Páll
postuli sagði Aþenuborgarmönnum að Guð
mundi „dæma heimsbygðina með réttvísi“.
Það er mikið ritað og rætt um náð Guðs,
en náð hans leyfir oss ekki að halda áfram
að lifa í synd. Réttlátt líferni ber vott um
náð Guðs.
Guð er kærleikans Guð, en hann er
líka réttlátur Guð. „Guð mun leiða sér-
hvert verk fyrir dóm, sem haldinn verður
yfir öllu því sem hulið er hvort sem það
er gott eða ilt.“ Préd. 12:14. Hann mun
dæma hvern mann eftir sínu guðdómlega
lögmáli. Jakob segir: „Talið þér og breytið
eins og þeir, er dæmast eiga eftir lögmáli
frelsisins.“ Jak. 2:12. Það er tíu boðorða
lögmálið. Alt er komið undir afstöðu vorri
gagnvart Jesú Kristi. „Sá sem hafnar mér
og veitir ekki mínum orðum viðtöku, hef-
ir þann sem dæmir hann: orðið sem ég
hef talað mun dæma hann á efsta degi.“
Jóh. 12:48.
Aftur segir Jóhannes: „Sá sem trúir
á soninn hefir eilíft líf, en sá, sem óhlýðn-
ast syninum skal ekki sjá lífið.“ Jóh. 3:36.
Hér er aðal áherslan lögð á persónulega
afstöðu vora til Krists. Tíu boðorðin eru
frelsisins lögmál, en til þess vér getum
haldið þau og notið frelsisins þá verðum
vér fyrir Guðs náð að breytast þannig
að Guðs vilji verði vor vilji, þá göngum
vér í hans frelsi.
Ef vér höfum gefið Guði hjörtu vor og
vilja þá mun Jesús tala máli voru í dóm-
inum. Kærleiki hans og fórn hans verður
oss þá tilreiknuð. í því er kærleikurinn
orðinn fullkominn hjá oss að vér höfum
djörfung á degi dómsins. 1. Jóh. 4:17.
—A. L. Bietz
--------------------------
Allar þarfir uppfyltar
Hvers þarfnast þú í dag? Hefir þú
skort á nauðsynjum lífsins? Þjáist þú af
heilsuleysi? Þráir þú að öðlast innri frið?
Hvað er það sem amar að þér? Hvað sem
það er þá getur þú fengið bót á því.
Guð þekkir þig persónulega. Hann veit
allar þarfir þínar, tímanlegar, andlegar og
líkamlegar, og ber umhyggju fyrri þeim.
Jesús segir: „Leitið fyrst Guðs ríkis og
hans réttlætis, og munuð þér fá hitt alt
í viðbót.“ Matt. 6:33.
Vor himneski faðir hefir lofað að
„Uppfylla sérhverja þörf yðar eftir auð-
legð sinni, með dýrð fyrir samfélag yðar
við Krist Jesúm.“ Fil. 4:19.
Biður þú um fyrirgefningu synda
þinna? Hlustáðu á hvað Drottinn segir:
„Eg, ég einn afmái afbrot þín . . . Og minn-
ist ekki synda þinna.“ Jes. 43:25. Með fórn
sinni á krossinum mætti Jesús þörf vorri
að fá fyrirgefningu. Hverja synd, sem
viðurkend er fyrirgefur Faðirinn, afmáir
hana og gleymir henni.
Ef þú vegna umliðinna synda þinna
ert hræddur um að Guð muni ekki veita
þér viðtökur, þá hlustaðu á þessi orð frels-
arans: „Þann, sem til mín kemur mun ég
engan veginn frá mér reka.“ Jóh. 6:37.
Vér erum meðteknir í hinum elskulega,
því Jesús kom til að leita þess sem glatað
var. Þú mátt ekki efast um loforð hans.
Þráir þú að hafa alla synd fjarlægða
frá þér? Guð segir: „Þó að syndir yðar
séu sem skarlat skulu þær verða hvítar
sem mjöll. Þó þær séu rauðar sem purpuri
skulu þær verða sem ull.“ Jes. 1:18. Guð
fyrirgefur, en hann gjörir meira. Hann
hreinsar af öllu ranglæti. 1 Jóh. 1:9. Þetta