Stjarnan - 01.08.1950, Side 6
62
STJARNAN
,„Nei, við erum allir vinir þínir,“ svar-
aði maðurinn. Þá sagði Webster „Hið
mikilvægasta málefni sem ég hef nokk-
urn tíma hugsað um er ábyrgð einstakl-
ingsins gagnvart Guði“ Svo talaði hann
til félaga sinna um ábyrgð mannsins gagn-
vart Guði í tilliti til hins síðasta dóms, eða
dómsdagsins. Ritningin segir oss að „allir
munum vér verða að koma fram fyrir
dómstól Guðs.“ Róm. 14:10. Fyrst þessu
er þannig varið er þá ekki áríðandi fyrir
oss að hafa í huga reikningskapardaginn ?
Menn leitast við að komast hjá hegn-
ingu fyrir brot sín. Það er erfitt að kann-
ast við synd sína og segja: „Það hryggir
mig ég gjörði rangt.“
Eg hef séð fólk sem í mörgu var góð
fyrirmynd annara, en þegar kom til þess
að kannast við að þeim hefði yfirsést þá
var öðru máli að gegna. Jafnvel þeir sem
fengið hafa mikinn kristilegan þroska eiga
bágt með að kannast við yfirsjónir sínar.
En þegar vér komum fram fyrir Guðs
dómstól þá verðum vér að mæta þeim
yfirstjónum og syndum, sem vér höfum
ekki viðurkent.
Það er tvent í sambandi við líf vort
sem er, mjög alvarlegt. Fyrst, endurlausn-
arverkið. Jesús dó fyrir syndir vorar. Það
gjörir lífið þess vert að lifa. Ef Jesús hefði
ekki dáið á krossinum þá væri þetta líf
lítilsvirði, því engin von væri fyrir annað
líf.
Það annað sem gjörir lífið svo alvar-
legt er einstaklings ábyrgðin. Vér verðum
kallaðir til reikningskapar fyrir hvernig
vér verjum lífinuog öllu því sem Guð hef-
ir gefið oss. Nú á dögum reyna menn að
koma sér hjá einstaklingsábyrgð. Al'kunn-
ur sálarfræðingur sagði nýlega að þó of-
drykkjan væri sjúkdómur, þá væri hún
fremur sjúkdóms einkenni. Það er nokkur
sannleikur í því, en aftur á móti er hætta
á að ofdrykkjumaðurinn noti sér þá hug-
mynd til að telja sjálfum sér trú um að
hann hafi enga ábyrgð í því efni og reynir
því ekki að hætta drykkjuskapnun. Mað-
urinn hefur ábyrgð á gjörðum sínum.
Það er mikill sannleikur í Guðs orði
sem vér verðum að taka í trú. En þegar til
dómsins kemur þá höfum vér auk vitnis-
burðar Biblíunnar sannfæring um hann
gegn um siðferðistilfinningu vora. Eng-
inn lifandi maður getur mótmælt sannind-
um komandi dómsdags. „Því þegar heið-
ingjarnir sem ekki hafa lögmál, gjöra ó-
sjálfrátt það sem lögmálið býður, þá eru
þeir þó ekki hafi þeir neitt lögmál sjálfum
sér lögmál, því þeir sýna að verk lögmáls-
ins er ritað í hjörtu þeirra, með því að
samviska þeirra ber vitni og hugrenning-
arnar sín á milli ásaka eða líka afsaka. Það
verður á þeim degi Guð dæmir hið dulda
hjá mönnunum fyrir Jesúm Krist — sam-
kvæmt fagnaðar erindi mínu.“ Róm.
2:14-16, Með öðrum orðum, þeir sem ekki
hafa hið ritaða lögmál Guðs vitna um það
í samvisku sinni að þeir munu að lokum
verða að standa reikningskap.
Einhver getur sagt: Er ekki nóg hegn-
ing og harður dómur sem maðurinn fær í
þessu lífi fyrir misgjöðrir sínar? Ef hann
missir álit sitt og mannorð og traust samtíð-
armanna sinna, er það ekki hegning? Það
er að nokkru leiti rétt. Sumir verða mikið
að líða fyrir misgjörðir sínar. En samt
sem áður hlýtur að koma alsherjar dóms-
dagur, því, alt ílt fær ekki sína maklegu
hegningu í þessu lífi, og alt sem vel er
gjört getur ekki orðið verðlaunað hér.
Það eru þrjár ástæður fyrir því að
alsherjar dómsdagur verður að koma.
Fyrst, það eru margar syndir sem aldrei
er hegnt með mannlegum lögum, en eru
þó stórsyndir. Til dæmis vanþakklæti, fyr-
irlitning, dramb, óhlýðni við foreldra og
fleira. Sumir ætla af því hegningin kemur
ekki strax þá muni þeir komast hjá henni,
en Guðs orð segir að „Allir hljótum vér
að birtast fyrir Krists dómstóli, svo að
sérhver úr býtum beri það sem hann hefir
aðhafst hvort sem það er gott eða ílt.“
Önnur ástæðan fyrir því að dómsdagur
hlýtur að koma er, að jarðneskir dómend-
ur vita ekki ætíð hvað hegningin ætti að
vera, því þeir þekkja ekki tilganginn bak
við brotin. Guð einn þekkir hjartað og
veit hver er undirótin, til íllverkanna,
þess vegna getur hann einn dæmt rétt.
Þriðja ástæðan er sú að hinir seku kom-
ast oft hjá hegningu í þessu lífi. Victor
Hugo segir frá manni sem sveik og rændi,
en fór í kring um lögin svo lögreglan náði
honum ekki. Hann, sigldi skipi, en það
rakst á klett. Samkvæmt skyldu skipstjóra
bjargaði hann öllum inönnum sínum svo
þeir komust heilir til lands, en hann beið