Stjarnan - 01.08.1950, Síða 5

Stjarnan - 01.08.1950, Síða 5
STJARNAN 61 Drengurinn svaraði: „Eg veit það eru engar verulegar rósir þar nú. En mamma, ég horfði á þær svo oft og lengi í sumar að þær standa mér skýrt fyrir hugskot- sjónum.“ „Eg geymi þín orð í hjarta mínu til þess ég skuli eigi syndga gegn þér.“ Lát- um hugann dvelja við hið háleita, göfuga og góða, það útrýmir illum og óþörfum hugsunum, en tengir oss við hið heilaga og himneska þar tií vér náum fram til aldurshæðar Krists fyllingar og mætum honum með fögnuði þegar hann opinber- ast í dýrð sinni. —H.G.H. ------------☆----------- Hvað á ég að gjöra? G. F. Wallance segir frá litlum atburði sem átti sér stað þegar Shackleton, hinn mikli landkönnunarmaður var að undir- búa það sem varð seinasta landkönnunar- ferð hans í Norður íshafinu. Hann sat á skrifstofu sinni í Lundúnum og var að tala við vin sinn, þá segir vinur hans: „Eg er alveg hissa hvað mikið þú auglýsir fyrir- ætlanir þínar. Það er ólíkt þér.“ Shackleton svaraði: „Það er viss á- stæða fyrir því. Eg er að reyna að láta íélaga minn, Mr. Wild vita um fyrirætlan- ir mínar. Hann er lengst inn í Afríku og ég hef ekki utanáskrift hans. En mér datt í hug að auglýsa að ég væri að búa mig til ferðar, það gæti ef til vill borist lengst inn í Afríku, og ef Wild veit ég ætla að fara þá kemur hann.“ Vinur hans leit á hann og sagði: „Mér þykir leitt þú verðir fyrir vonbrigðum, Shackleton. En Frank Wild var staddur á þessari skrifstofu fyrir fjórum mánuðum. Hann sagði mér hann hefði fengið nóg af Norðurheimskauta ferðum, hann ætlaði að leita hlýrya veðurlags. Hann var rétt til búinn að fara til Afríku til að veiða villidýr. Hann kvaðst verða burtu í þrjú ár, og hirða ekkert um hvað fram færi í heiminum, og ekkert gæti breytt þesíu áformi hans.“ Shackleton svaraði: „Ef Wild veit ég er að fara, þá kemur hann.“ Rétt í þessu opnuðust dyrnar og inn kemur drengur með nafnspjald. Vinurinn leit á það og sagði: „Wild er hér.“ Þeir sneru sér nú báðir fram að dyrunum og þar stóð Wild. Það var hrífandi sjón að sjá þá heilsast. Það var handaband trygðar og vináttu. „Eg heyrði þú ætlaðir að fara. Fréttirnar bárust mitt inn í Afríku,“ sagði Wild, „og þegar ég vissi það þá slepti ég byssunni tók lítilsháttar farangur með mér og sneri strax heim. Hér er ég kominn. Hvað á ég að gjöra?“ Værir þú fús til að gjöra það sama fyrir Jesúm Krist? Værir þú viljugur að fara fyrir hann þó það væri til yztu endi- marka jarðar? Mundir þú hætta við það sem þú ert að gjöra ef hann óskaði þess. Vilt þú legga hönd þína í hönd Krists og segja honum að hann geti reitt sig á þig? -S.S.W. ■----------------------- Allir hljótum vér að mæta. Dómurinn hefir aldrei verið uppáhalds málefni manna. Grikkir tóku ekki vel á móti þeim boðskap þegar Páll postuli flutti þeim hann. Nú á dögum er sjaldgæft að sjá nokkuð um hinn síðasta dóm í ritum guðfræðinganna. Páll postuli sagði: „Guð heíur þá séð í gegn um fingur við tíðir vanviskunnar, en nú boðar hann mönnun- um að þeir skuli allir alstaðar gjöra iðrun, með því hann hefir ákveði dag, á hverjum hann mun láta mann, sem hann hefir fyr- irhugað, dæma heimsbygðina með réttvísi, og hefir hann veitt öllum fullvissu um það, með því hann reisti hann frá dauðum.“ Posþ 17:30-31. Þetta er alvarlegt mál sem ætti að leiða oss til að þjóna Guði trúlega cg skilyrðislaust. Peter Harvey var að tala um lífsferil Daníels Webster og mintist þá á atvik í lífi hans meðan hann var ríkisritari. Um 20 stjórnmálamenn sem höfðu háa stöðu í Washington fóru til New York og höfðu fund með sér í Astor höllinni. Þeir veittu því eftirtekt að Webster tók mjög lítinn þátt í samræðunum. Einn af þeim sem viðstaddur var ætlaði að reyna að fá hann til að tala, svo hann spurði: „Mr. Webster, getur þú sagt mér hvað er hin mikilvæg- asta hugsun, sem þú hefir nokkurn tíma haft í huga.“ Mr. Webster strauk hendinni yfir enni sitt og spurði í lágum málrómi: „Er nokk- ur hér sem ekki þekkir mig?“

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.