Stjarnan - 01.08.1950, Qupperneq 8
64
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00
a yeár. Publishers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
Ritstjðrn og afgreiðslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar_ Man., Can.
undirbýr oss til að standa frammi fyrir
Guði eins og vér aldrei hefðum syndgað.
„Já,“ segir þú, „þetta tekur yfir hið
liðna, en hvað er um framtíðina? Þegar
satan og freistingarnar koma inn eins og
flóð til að eyðileggja mig, hvar stend ég
þá? Jesús þekkir áhlaup óvinarins. Páll
postuli segir oss til hughreystingar. „Guði
séu þakkir sem oss hefir sigurinn gefið
fyrir Drottinn vorn Jesúm Krist.“ 1 .Kor.
15:57. Vér getum daglega lifað sigursælu
lífi einungis fyrir kraft Krists. Þú þráir
að öðlast frið og gleði. Guðs barn hefir
hvortveggja. „Friður Guðs, sem er æðri
öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yð-
ar og hugsanir yðar í samfélaginu við
Krist Jesúm.“ Fil. 4:7.
Allir eftirfylgendur Krists óska líka að
blessun Guðs hvíli yfir þeim í tímanlegum
efnum. Vér þráum ekki einungis andlegt
ljós heldur einnig líkamlega vernd og vel-
líðan. Skyldum vér eitt einasta augnablik
efast um fúsleika hans og kraft til að mæta
þessum þörfum? Páll postuli segir: „Hann,
sem ekki þyrmdi sínum eigin syni, heldur
framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi
hann ekki líka gefa oss alt með honum?“
Róm. 8:32.
Sá Guð sem elskaði þig nógu mikið til
að gefa sinn eingetinn son fyrir þig, hann
mun aldrei gleyma þér né yfirgefa þig.
Hann sem gaf þér líf veit þú þarft fæðu til
að halda því við. Hann sem skapaði líkama
þinn veit að þú þarft fatnað fyrir hann.
Hann sem gaf þér lífið, hann gefur þér
alt sem þarf því til viðurhalds.
Blessun Guðs til barna hans er yfirfljót
anleg. Hann „megnar að gjöra langsamlega
fram yfir alt það sem vér biðjum eða
skynjum.“ Efes. 3:20. Guð er ekki smátæk-
ur. Hann gjörir langt um meira en vér
biðjum um. Hann uppfyllir allar þarfir
vorar, andlegar, tímanlegar og líkamlegar.
„En Guð minn mun uppfylla sérhverja
þörf yðar eftir auðlegð sinni, með dýrð
i'yrir samfélag yðar við Krist Jesúm.“
Þetta loforð er fyrir þig vinur minn.
Lestu það. Settu orðið „mína,“ 1 staðinn
fyrir „yðar“. Meðtaktu loforðið fyrir
sjálfan þig. —R. H. Pierson
------------------------- -
Viltu ávinna pér traust og
vináttu annara
1. Þá máttu ekki hlæja að því sem
öðrum yfirsést.
2. Þú mátt ekki hafa eitthvað að setja
út á hjá öllum öðrum.
3. Ekki altaf streytulaust halda fram
þinni eigin hugmynd.
4. Vertu ekki altaf að tala, og gríptu
ekki fram í þegar aðrir tala.
5. Klæddu þig snoturt og hreinlega.
6. Vertu glaðlyndur og talaðu aldrei
um erfiðleika þína.
7. Brostu vingjarnlega. Það hjálpar
cðrum og gleður þá.
8. Hlustaðu á meÓ hluttekningu þegar
aðrir segja þér frá raunum sínum.
9. Vertu áhugsamur.
Gjörir þú nokkuð fyrir vini þína, lánar
þeim bók, eða leiðir athygli þeirra að ein-
hverju nytsömu sem þú hefir lesið? sýnir
þú að þú hugsar til þeirra?
Talar þú vingjarnlega til annara, og um
þá þegar þeir eru fjarlægir?
Býður þú nýjum nágrönnum heim til
þín, eða bíður þú þess að þeir bjóði þér
fyrst?
Ert þú geðstirður, eða hefir þú lipurt
geðslag?
Reynir þú að vera vinur og afla þér vin-
áttu ýmsra ólíkra kunningja? Ertu vingj-
arnlegur, við alla.
Vinátta er nokkuð sem þú getur ekki
lagt fyrir, því meir sem þú lætur úti af
henni, því betur nýtur þú hennar. Sendi-
bréf er ein aðferðin til að sýna vináttu.
Lukkuósk, þakklæti, samhygð o.s.frv. gleð-
ur viðtakendur og afla þér vina.
I einu orði, leyndardómur vináttunnar
er að hugsa um aðra fyr en sjálfan sig.
-C.O.G.