Stjarnan - 01.11.1950, Side 1

Stjarnan - 01.11.1950, Side 1
STJARNAN NÓVEMBER 1950 LUNDAR, MANITOBA Bæn og trú Ef vér ráðfærum oss við efa vorn og ótta og leitumst við að gjörskilja sérhvað, sem oss er ekki ljóst, áður en vér trúum, þá munu erfiðleikarnir aðeins aukast við það og vaxa. En ef vér komum til guðs hjálparþurfar og ósjálfbjarga, eins og vér erum í rauninni, og segjum honum frá því, hvað oss vantar, með auðmjúku trúnaðar- trausti, honum, sem hefur óendanlega þekkingu, sér alla skapaða hluti og stýrir öllu og stjórnar með orði sínu og vilja, þá getur hann og vill hlýða á kall vort og láta ljósið skína í hjörtu vor. Einlæg bæn sameinar oss eilífum guði. Vera má að vér höfum ekki einmitt þá neina sérstaka sönn- un þess, að frelsari vor snúi augliti sínu að oss í meðaumkun og kærleika, en vissu- lega gjörir hann það samt. Að vísu verð- um vér ekki varir við hann líkamlega, en hönd hans hvílir samt á oss í kærleika og innilegri meðaumkun. Vér eigum að hafa kærleiksfullan anda og hjarta, sem fúst er á að fyrirgefa öðr- um, þegar vér komum til guðs og biðjum um náð hans og blessun. Hvernig getum vér beðið: „Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu- nautum“, ef andi vor er ósáttgjarn? Ef vér eigum að geta vænt þess, að bænir sjálfra vor verði heyrðar, þá verðum vér að fyrirgefa öðrum á sama hátt, og að sama skapi, sem vér vonum að oss verði fyrirgefið. Þolgæði í bæninni er einnig skilyrði fyrir bænheyrslu. Vér eigum ávallt að biðja, ef vér viljum vaxa í trú og reynslu. Vér eigum að vera „staðfastir í bæninni“. „Verið stöðugir í bæninni og árvakrir í henni með þakkargjörð“. Pétur postuli á- minnir trúaða menn um að „hegða sér skynsamlega og vera árvakrir til bæna“. Páll postuli segir: „Látið í öllum hlutum yðar óskir koma fyrir guð í bænaákalli með þakkargjörð“. Júdas segir: „Elskan- legir; . . . biðjið í heilögum anda. Varð- veitið yður sjálfa í kærleika guðs“. Stöðug bæn er óslitið samband milli sálarinnar og guðs; lífið frá guði streymir inn í Vort líf og hreinleiki og heilagleiki streymir aftur til guðs frá lífi voru. Það er nauðsynlegt að vera stöðugur í bæninni. Kappkosta þú á allan hátt að varðveita samfélagið milli Jesú og sálar þinnar. Leita þú sérhvers tilefnis til þess að safnast saman með öðrum til bæna. Þeir, sem leita í raun og veru samfélags- ins við guð, munu sækja bænamót og inna af hendi skyldu sína með trúmennsku. Þeir munu láta í ljósi alvarlega löngun eftir því að öðlast alla þá blessun, sem þeir geta. Þeir munu nota sérhvert tækifæri til þess að komast á þann stað, að ljós- geislar himinsins geti skinið á þá. Vér eigum að biðja með heimilisfólki voru, og um fram allt eigum vér að muna eftir bæninni í einrúmi; því að sú bæn er líf sálarinnar. Sálin getur alls eigi vaxið í náðinni, ef bænin er vanrækt. Opinber bæn eingöngu eða bæn á heimilinu er ekki fullnægjandi. Menn verða að opna hjarta sitt fyrir rannsakandi auga guðs í einrúmi. Guð einn, sem bænheyrir, á að heyra bæn vora í einrúmi. Ekkert forvitið eyra á að fá að heyra þessar óskir. 1 ein- rúmsbæn er sálin laus við áhrif og truflan- ir utan að. Hún réttir út arma sína eftir guði rólega og innilega. Himnesk varan- leg áhrif munu koma frá honum, sem sér. það, sem í leyni skeður, og hefur opið eyra fyrir bænum þeim, sem stíga upp frá hjart- anu. Sálin hefir samneyti við guð í kyr- látri, innilegri trú, og safnar geislum frá hinu guðdómlega ljósi, sem getur veitt henni styrk og stoð í baráttu hennar gegn

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.