Stjarnan - 01.11.1950, Blaðsíða 2
82
STJARNAN
satan. „Guð er vort athvarf og styrkur".
Bið þú í einrúmi, og lyft þú hjarta þínu
til guðs í bæn þegar þú gengur til dag-
legrar vinnu þinnar. Á þennan hátt gekk
Enok með guði. Þessar þöglu bænir stíga
upp fyrir hásæti guðs eins og dýrmætt
reykelsi. Satan getur ekki sigrað þann, sem
treystir guði þannig af hjarta.
Á öllum stöðum og öllum stundum
sæmir að biðja til guðs. Ekkert getur tálm-
að oss frá að upplyfta hjörtum vorum til
guðs í innilegum bænaranda. Vér getum
beðið til guðs í mannþyrpingunni, á göt-
unni og þegar að vér erum að störfum
vorum, og beðið um guðlega leiðsögn eins
og Nehemías, þegar hann tilkynnti Artax-
erxi konungi kröfu sína. Hvar, sem vér
erum, getum vér fengið einrúm til að tala
við guð. Vér eigum sífellt að hafa dyr
hjartans opnar og bjóða Jesú að koma og
búa í sálunni, sem himneskum gesti.
Þó að saurgað og spillt andrúmsloft sé
umhverfis oss, þá þurfum vér ekki að anda
eiturgufum þess að oss. Vér getum lifað í
hinu hreina lofti himinsins. Vér getum
lokað öllum dyrum fyrir óhreinum hug-
myndum og vanhelgum hugsunum með
því að láta sál vora nálgast guð í mnilegri
bæn. Þeir, sem hafa opnað hjörtu sín til
þess að taka á móti aðstoð guðs.og blessun,
munu ganga í helgara lofti en því, sem
um jörðina er; þeir munu sífellt hafa sam-
neyti við himininn.
Vér þurfum að fádjósari hugmyndir um
Jesú og víðtækari nugsanir um gildi hins
eilífa. Hjörtu guðs barna eiga að verða
full af heilagleikanum, og til þess að þetta
megi ske, verðum vér að biðja guð að opin-
bera fyrir oss hina himnesku hluti.
Lát þú hjartað verða gagntekið af þrá
eftir hinu himneska, svo að guð geti sent
oss andblæ frá hinu himneska lofti. Vér
getum nálgast guð svo mjög, að hugsanir
vorar snúi sér til hans í hverri óvæntri
raun, eins og blómið snýr sér mót sólu.
Lýs þú brestu'tn þínum, gleði þinni og
sorg, áhyggjum þínum og ótta, fyrir guði.
Þú getur ekki orðið honum til byrði, þú
getur ekki þreytt hann. Hann, sem telur
þín höfuðhár, er ekki skeytingarlaus um
skort barna sinna. „Drottinn er harla misk-
unsamur og líknsamur“. Hans ástríka
hjarta aumkast yfir oss, er vér erum sorg-
um og áhyggjum hlaðnir. Far því til hans
með allt það, sem veldur sálunni áhyggju.
Ekkert er of þungt fyrir hann að bera, því
að hann heldur öllum heiminum uppi.
Hann stjórnar alheiminum, og ekkert, sem
á nokkurn hátt snertir frið vorn, er of
lítilfjörlegt til þess að hann taki eftir því.
Enginn kafli í æfisögu vorri er of myrkur
fyrir hann að lesa. Engin flækja er svo
erfið, að hann fái eigi greitt úr henni.
Engin ógæfa getur komið yfir hið lítilmót-
legasta af börnum hans, engin áhyggja
kvalið sáluna, engin gleði örfað hana, eng-
in einlæg bæn komið af vörunum, svo að
faðir vor á himnum verði þess eigi var
og láti sér þegar í stað umhugað um það.
„Hann læknar þá, sem hafa sundurmarið
hjarta, og bindur um þeirra sár“. Sam-
bandið milli guðs og hverrar sálar er svo
fullkomið og ljóst sem engin önnur sál
væri til, er guð hefði gefið son sinn ein-
getinn fyrir.
Jesús sagði: „Á þeim tíma munuð þér
biðja í mínu nafni, og ekki segi ég yður,
að ég muni biðja föðurinn fyrir yður, því
sjálfur faðirinn elskar yður“. „Ég hefi út-
valið yður . . . svo að hvers þér biðjið
föðurinn í mínu nafni, það mun hann veita
yður“. En til þess að biðja í Jesú nafni þarf
meira en að nefna þetta nafn 1 upphafi og
enda bænarinnar. Það þarf að biðja í Jesú
anda og með hans hugarfari, trúa fyrir-
heitum hans, treysta náð hans og vinna
hans verk. E. G. W.
-----------☆------------
XVIII. Vitnisburður postula
og guðspjallamanna
Jesús kom til að opinbera föðurinn fyr-
ir oss. „Enginn hefir nokkurn tíma séð
Guð; sonurinn eingetni sem hallast að
brjósti föðursins hefir veitt oss þekkingu
á honum“. Jóh. 1:18.
Matteus, Markús, Lúkas og Jóhannes
segja frá lífi og kenningum Krists, og
fyrirmynd þeirri sem hann gaf oss. Hvað
er vitnisburður þeirra viðvíkjandi fyrsta
degi vikunnar? Þeir nefna hann sjö sinn-
um og Páll postuli einu sinni.
I. Vitnisburður Matteusar. (Um 6 ár-
um eftir krossfestinguna).