Stjarnan - 01.11.1950, Side 4
84
STJARNAN
„Og sjá, þennan sama dag voru voru
tveir af þeim á ferð til þorps nokk-
urs sem er hér um bil 60 skeiðrúm
frá Jerúsalem að nafni Emaus, og
voru þeir að tala sín í milli um alt
þetta sem við hafði borið. Og svo
bar við er þeir voru að tala saman
og ræða um þetta, að sjálfur Jesús
nálgaðist þá og slóst í för með þeim“.
Lúk. 24:13.-15.
5. Hann birtist þeim ellefu sama kvöld-
ið. Þeir urðu skelfdir.
„Þeir stóðu samstundis upp og fóru
aftur til Jerúsalem, og fundu þá ell-
efu samansafnaða og þá er með þeim
voru, sem sögðu: „Sannarlega er
Drottinn upprisinn og hefir birst
Símoni. Og hinir sögðu frá því, sem
við hafði bori'ð á veginum, og hvern-
ig þeir hefðu þekt hann við það, að
hann braut brauðið. En þegar þeir
voru að tala um þetta stóð hann
sjálfur meðal þeirra og segir við þá:
„Friður sé með yður“. En þeir urðu
skelfdir og hræddir og hugðust sjá
anda. Og hann sagði við þá: Hví
eruð þér óttaslegnir? Og hvers vegna
vakna efasemdir í hjarta yðar? Lítið
á hendur mínar og fætur að það er
ég sjálfur. Þreifið á mér og lítið á,
því andi hefir ekki hold og bein eins
og þér sjáið mig hafa. Og er hann
hafði þetta mælt sýndi hann þeim
hendur sínar og fætur. En er þeir
ennþá trúðu ekki fyrir fögnuði og
voru fullir undrunar, sagði hann við
þá: Hafið þér hér-nokkuð til matar?
og þeir fengu honum stykki af
steyktum fiski. Og hann, tók það og
neytti þess frammi fyrir þeim“.
Lúk. 24:33.-43.
Hér er ekkert minst á helgi sunnu-
dagsins.
IV. Vitnisburður Jóhannesar. (Hér um
bil 60 árum eftir krossinn).
1. Jóhannes nefnir tvisvar fyrsta dag
vikunnar.
„En á fyrsta degi vikunnar kemur
María Magðalena snemma, meðan
ennþá var dimt, til grafarinnar og
sér að steinninn hefir verið tekinn
frá gröfinni“. Jóh. 20:1.
„En er kvöld var komið þennan
sama fyrsta dag vikunnar, og dyr-
um hafði verið lokað, þar sem læri-
sveinarnir voru, af ótta við Gyð-
ingana, kom Jesús og stóð mitt á
meðal þeirra, og segir við þá: Friður
sé með yður“. Jóh. 20:19.
Þeir voru ekki saman til að minn-
ast upprisu Krists, því þeir trúðu
ekki að hann væri upprisinn. Hér
er ekkert minst á helgihald sunnu-
dagsins.
V. Vitnisburður postulanna. (Skrifað 30
árum eftir krossinn).
1. Fyrsti dagur vikunnar er nefndur
aðeins einu sinni.
Á biblíutímabilinu var talið að dag-
urinn byrjaði við sólsetur, svo eftir
okkar reikningi hefir Páll haldið
ræðuna það sem vér köllum laugar-
dagskvöld. Hvíldardagurinn endaði
við sólsetur og þá byrjaði fyrsti dag-
ur vikunnar. Að brjóta brauðið
hafði ekkert við helgihald að gjöra.
Jesús innsetti kvöldmáltíðina á
fimtudagskvöld.
Postulasagan minnist ekkert á helgi-
hald sunnudagsins.
VI. Vitnisburður Páls postula. Hann
nefnir fyrsta daginn aðeins einu
sinni. „En hvað snértir samskotin
til hinna heilögu, þá skuluð einnig
þér fara með þau eins og ég hefi
fyrirskipað söfnuðunum í Galatíu.
Hvern fyrsta dag vikunnar skal
hver yðar taka frá heima hjá sér
og safna í sjóð eftir því sem efni
leyfa, til þess ekki verði fyrst farið
að efna til samskota þegar ég kem“.
I Kor. 16:1.—2.
Páll minnist ekkert á helgihald
fyrsta dagsins.
Páll hélt langa ræðu og braut brauð-
ið. „En er vér vorum samankomnir
fyrsta dag vikunnar, til þess að
brjóta brauðið, átti .átti Páll sam-
ræður við þá, með því að hann ætl-
aði að fara burt morguninn eftir,
og teygði hann talið til miðnættis“.
Post. 20:7.