Stjarnan - 01.11.1950, Side 5
STJARNAN
85
Erfiðir tímar
„Á síðustu dögum munu koma örðugar
tíðir, því að menn munu verða . . . foreldr-
um óhlýðnir“. 2Tím. 3:1.—2.
„Tom, kom þú hingað11, kallaði ná-
grannakona mín, við vorum að tala sam-
an fyrir framan húsin okkar. Tom hafði
verið að leika sér á flötinni en sneri nú
upp úr húsinu. Þegar móðir hans kallaði
til hans flýtti hann sér enn meir. „Tom,
farðu ekki upp á pallinn11, hrópaði hún,
en Tom fór upp tröppurnar eins og orð
móður hans hefðu hvatt hann til þess.
„Farðu ekki inn“, hrópaði hún um leið
og hann kom að skrínhurðinni. Hann gekk
inn. Það var eins og hann væri að leika
við móður sína: „Þú segir nei, en ég gjöri
það“.
Þetta litla atvik er þúsund sinnum
endurtekið í heiminum. Það er alment að
börnin brjóta móti vilja foreldranna og
óhlýðnast þeim. Hlýðin börn eru sjald-
gæf orðin nú á dögum. Skipuninni sem
gefin var forðum um að hlýða foreldrun-
um, er snúið við. Á nútíðar heimilum eru
það oft börnin sem skipa fyrir. Páll post-
uli sagði fyrir að þetta mundi verða og
bendir á það sem eitt af táknum síðasta
tíma.
Mrs. Colni Lombardi, sem kunnug er
ástandinu, sagði á alheims fjölskyldu-
fundi, sem haldinn var fyrir nokkru síð-
an, að það væri nauðsynlegt að finna ráð
á móti yfirráðum barna yfir foreldrum
sínum. Foreldrar skipa ekki börnum sín-
um lengur heldur börnin foreldrunum.
Foreldrarnir þjást af langvarandi kjark-
leysi.
Þetta er ekki Guðs tilætlun. í upphafi
ætlaðist Guð til að foreldrarnir, á æsku-
árum barnanna væru þeim í Guðs stað.
Þessari ábyrgð fylgir að foreldrar eiga
heimtingu á elsku og virðingu barnanna
framar öllum öðrum.
Þetta innifelst í boðorðinu: „Heiðra
föður þinn og móður þína, svo þú verðir
langlífur í því landi, sem Drottinn Guð
þinn gefur þér“. 2 Mós. 20:12.
Barn sem sýnir foreldrum sínum hlýðni
og virðingu mun einnig verða samvisku-
samt gagnvart samtíðarmönnum sínum.
Aftur á móti sá, sem ekki hlýðir foreldr-
um sínum, mun heldur ekki virða lög
landsins. Hið almenna lögleysi í landinu
er sorglegur vitnisburður um vanrækslu
uppeldisins á heimilinu.
Börn sem elska Guð og hlýða honum
hafa fyrst lært að elska foreldra sína og
hlýða þeim. Hin dýrmætustu einkaréttindi
foreldranna er að leiða börn sín til að elska
og hlýða þeim Guði sem þau sjálf þekkja
og þjóna.
Nauðsynleg kensla á heimilinu ber
með sér mikla umhyggju og þunga ábyrgð,
sem margir foreldrar vilja helst hliðra
sér hjá. Börnin bera ekki alla sökina á
óhlýðni sinni, sem er svo almenn á nú-
tíðar heimilum. Foreldrarnir eru líka í
sökinni.
Edgar Hoover segir, þegar hann talar
um glæpaferil æskulýðsins: „Allir ungl-
ingar taka einhvern fullorðinn til fyrir-
myndar. Þegar hann fer að sýna fyrir-
litning fyrir lögum og rétti, þá geta menn
verið vissir um að hann .lærði eitthvað í
þá átt á heimilinu, eða að honum hefir ekki
verið kent að greina rétt frá röngu, svo
að hann gæti sjálfur tekið ákvörðun sína“.
Það tekur bæði visku og þolinmæði hjá
foreldrunum að innræta börnunum stöð-
uga hlýðni. Það er ómögulegt að fá börn
til að sýna fúsa hlýðni með því að brúka
stóryrði og reiði við þau, heldur ekki með
stöðugri líkamlegri hegningu fyrir hvert
afbrot. Hlýðni verður ekki kend á þann
hátt, ekki sú hlýðni sem litli drengurinn
talaði um hjá hundinum sínum er hann
sagði: „Hann sýnist altaf verða svo glaður
yfir að gjöra það sem ég segi honum11. Það
þarf mikið af náð og kærleika Guðs í
hjarta foreldranna til að geta haft góða
stjórn á heimilunum.
Eitthvert hið besta dæmi upp á góða
heimilisstjórn er líf Abrahams. Þessi Guðs
maður stóð fyrir sannkristilegu heimili.
Guð sagði um hann: „Ég hef útvalið Abra-
ham til þess hann bjóði börnum sínum og
húsi sínu eftir sig að þau varðveiti vegu
Drottins með því að iðka rétt og réttlæti11.
1 Mós. 18:19.
Þar var engin syndsamleg vanræksla
gagnvart börnunum, engin heimskuleg
eftirlátssemi. Abraham gaf réttar reglur
og leit eftir að þeim væri fylgt. Hversu
fáir vor á meðal fylgja dæmi hans . . . .
Eins og Abraham ættu foreldrarnir að