Stjarnan - 01.11.1950, Side 7
STJARNAN
87
líkur fögnuður og kraftur fylgir slíku Guði
helguðu lífi? Guð gefur slíkri sál undir-
ritaða ávísun upp á banka himinsins, sem
maðurinn getur sjálfur fylt út hvað upp-
hæðina snertir. Hann uppfyllir allar vor-
ar þarfir. Takið eftir tilboði hans: „Ef þér
eruð í mér og mín orð eru í yður, þá biðjið
um hvað þér viljið og það mun veitast
yður“. Jóh. 15:7.
Hugsið yður, hvað sem maður óskar
eftir hjá Guði alheimsins, þá hefir maður
fullvissu um að fá það. Þær stundir kpma
fyrir þegar mikið þrengir að mönnum, að
þeir þrá mjög að hafa samband við slíkan
kraft. Ef maður er í vandræðum, í voða-
legri hættu, eða líður megna sálarangist,
þá snýr, jafnvel hinn stærsti syndari huga
sínum til Guðs.
En ef vér viljum að Guð svari oss á
neyðartímum, þá þurfum vér að vera í stöð
ugu sambandi við hann einnig endranær.
Loforðið er: „Þér munuð leita mín og
finna mig þegar þér leitið mín af öllu
hjarta“. Jer. 29:13. Þetta bendir skýrt á
að engin hálfvelgja nægir til að hafa sam-
band við Guð. Ef vér viljum hafa aðgang
að hinum takmarkalausa fjársjóð himins-
ins og njóta stöðugs friðar, þá verðum vér
að leita Guðs af öllu hjarta. Til þess að
meðtaka kraft og frið Guðs útheimtist
ekkert minna en fullkomin undirgefni
undir vilja hans.
Já, vinur minn, það kostar þetta. Und-
irgefni undir Guðs vilja meinar að gefa
honum alt, lífið sjálft ef nauðsyn krefur.
En verðið er als ekki of hátt fyrir þann
fögnuð og hamingju sem það veitir. Jón-
athan Edwards, sem var áhrifamesti pré-
dikarinn á sinni tíð sýnir oss uppsprettuna
að krafti hans og áhrifum með þessum
orðum: „Ég hef verið hjá Guði í dag' og
hef gefið honum sjálfan mig og alt sem
ég hef. Ég er ekki lengur minn eigin. Ég
gjöri enga kröfu til skilnings míns, vilja
né tilfinninga. Ég hef heldur engan rétt
yfir þessum líkama eða limum hans. Ég á
ekki lengur þessa tungu, augu, eyru, ilm-
an eða smekk. Ég hef gefið það alt í burtu,
og hef als ekkert sem ég get kallað mitt
eigið. Ég hef verið hjá Guði þenna morg-
un og sagt honum að ég gæfi honum alt,
svo framvegis krefst ég einkis fyrir sjálf-
an mig á nokkurn hátt“.
Ungi maður, unga stúlka, vinur minn,
á hvaða aldri sem þú ert, hefir þú gefið
Guði sjálfan þig?
R. H. PIERSON
------------it------------
Fjársjóðurinn hennar ömmu
„Það er voðalegt, það er voðalegt“,
sagði Mrs. Fillips um leið og hún kom inn
í húsið til hennar ömmu. „Það er alveg
voðalegt.“
„Hvað hefir komið fyrir, segðu mér
frá því,“ bað amma um leið og hún setti
fram stól fyrir Mrs. Fillips.
„Eg heyrði gegn um víðvarpið að stór-
flóð hefði komið í þorpinu þar sem ég á
heima.“
„Eg heyrði það líka,“ sagði amma, „en
það gleður mig að enginn misti líf sitt.“
„En indæla húsið mitt og öll nýju hús-
gögnin mín,“ sagði Mrs. Fillips og fór að
gráta. „Allur minn fjársjóður er þar. Eg
hef skrautbundnar bækur, dýra gólfdúka
og ágætis píanó. Flóðið kemur til að eyði-
leggja allan fj-ársjóð minn, allar eigur mín-
ar. Eg get ekki hugsað um neytt annað
heldur en fallega heimilið mitt sem er
eyðilagt.“
Amma hughreysti Mrs. Fillips sem best
hún gat, en ekkert sem hún sagði virtist
hafa nein áhrif á Mrs. Fillips því hún hafði
mist allan sinn fjársjóð.
Mae var í heimsókn hjá ömmu sinni
og stóð nú róleg hjá og hlustaði á samtal
þeirra. Eftir að Mrs. Fillips var farin leit
hún í kring um sig. Alt á heimili ömmu
hennar var hreint og snoturt, en hljóðfær-
ið var gamalt og gólfteppin heima tilbúin.
Amma hafði búið þau til. Þau voru falleg,
en þau mundu þola vatn.
„Hefur þú nokkurn fjársjóð amma?“
spurði Mae.
„Já, ég hef fjársjóð, en flóð getur ekki
skemt hann, þjófar geta ekki stolið honum
og melur getur ekki eyðilagt hann.“
Mae leit undrandi út. Hún vissi að
amma var altaf glöð, en hún vissi ekki
til að hún ætti neinn fjársjóð.
„Hvar hefir þú fjársjóðinn þinn
amma?“
„Réttu mér Biblíuna, hún segir frá
hvar fjársjóður minn er.“ Mae skildi þetta
ekki en færði ömmu sinni Biblíuna og hún