Stjarnan - 01.12.1950, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.12.1950, Blaðsíða 6
94 STJARNAN og hinir dauðu munu upprísa óforgengi- legir, en vér raunum umbreytast.“ Það er þegar Jesús kemur að lúðurinn mun hljóma, og allir frelsaðir munu koma fram í upprisu réttlátra. Þá munum vér umbreytast og þetta forgengilega íklæðast óforgengilegleikanum. „Síðan munum vér með Drotni vera alla tíma“. Og dauðinn verður uppsvegldu í sigur. „Þá munum vér fara héðan og vera með Kristi sem er miklu betra heldur en alt það góða sem vér getum notið hér. Þá munum vér sjá hann, sem vér höfum elskað þó vér ekki höfum séð hann. Ódauðleiki og eilíft líf er opinberað oss af Heilögum Anda í Guðs orði. Guð hafði áformað það og útvalið oss í Kristi áður veröldin var grundvölluð, en það hef- ir „nú birst við opinberun Frelsara vors Jesú Krists, sem dauðann afmáði, en leiddi í ljós líf og óforgengilegleika með fagnaðar erindinu.“ 2 Tím. 1:10. Eilíft líf stendur oss til boða í fagnaðar erindinu, Viljum vér meðtaka það uppá þau skilyrði sem Guð setur? Vilt þú með- taka þessa Guðs ómetanlegu náðargjöf, vinur minn? Svo, þegar Jesús kemur að hann ummyndi líkama þinnar lægingar, svo hann verði líkur hans dýrðarlíkama eftir þeim krafti sem hann hefir til að leggja alt undir sig.“ Fíl. 3:21. „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf sinn eingetinn Son til þess að hver sem á hann trúir ekki glatist heldur hafi eilíft líf.“ Jóh. 3:16. —H. M. S. Richards ----------------☆------- Sigur sannleikans Starfsmönnum vorum í Ecuador var sagt fyrir skömmu síðan að ekki fengist leyfi fyrir fleiri trúboða að koma inn í landið. Yfirmaður lögreglunnar gaf þeim þessa upplýsingu þegar þeir sóttu um leyf- ir fyrir ung hjón að flytja inn. Einhver annar sagði þeim að ef þeir mútuðu lög- reglunni og borguðu þeim 15 dollara fyrir hvern innflytjanda þá mundu trúboðarn- ií fá leyfi til að koma. Starfsmaður vor sem skrifaði mér þetta sagði að hann ásamt tveimur öðrum hefðu ásett sér að heim- sækja forsetann í Ecuador. Tími var ákveð- inn sem þeir gætu náð fundi hans. Þeir tóku með sér „Eftirsókn aldanna“ með árit- uðu nafni forsetans. Þeir sögðu forseta írá að það væri að líkindun fyrir einhvern misskilning að beiðni þeirra um innflutn- mg trúboða hefði verið neitað. „Hver neitaði þeirri beiðni yðar?“ spurði forsetinn. Þeir svöruðu það hefði verið yfirmaður lögreglunnar. „Hvaða ranglæti“, sagði forsetinn. „Hvers vegna var beiðni yðar neitað?“ „Okkur var sagt það væru lög sem bönnuðu það.“ Forsetinn sagði þetta væri misskilning- ur. Hann kallaði á skrifara sinn og bað hann koma með utanríkis ráðherrann. Meðan hann beið eftir honum spurði hann u.m starf vort, svo sagði hann. „Það er kominn tími til að ekki aðeins tveir held- ur 50 trúboðar komi hingað inn til að starfa. Hann benti á ýms viðfangsefni landsins og sagði að Aðventistar gætu hjálpað til að leysa úr þeim. Rétt í þessu bili kom utanríkisráherran inn, forsetinn kynti honum starfsmenn vora. Það var ánægjuefni að heyra for- setann skýra frá starfi Aðventista. Það sem gladdi starfsmennina mest var þegar íorsetinn sagði: „Mr. ráðherra, Aðventist- ar kenna fólki að það megi hvorki ræna, drepa né ljúga, og þetta er það sem ætti að kenna alstaðar í Ecuador." Nú sagði ráðherrann „Leyfið mér herra íorseti að bæta þessu við: Auk þess sem þú hefir nefnt kenna Aðventistar líka heilsufræði og hreinlæti.“ Utanríkisráð- herran varð dálítið hissa þegar forsetinn sagði að Mr. Sanchez, yfirmaður lögregl- unnar hefði neitað beiðni um að koma með trúboða inn í landið og hafði svo bætt við: „Þá veist Mr. Sanchez er katólskur. Hann er strang katólskur. En land vort þarf stjórnendur, ekki einungis þá sem eru katólskir heldur einnig þá sem eru Aðventistar.“ Að lokinni þessari heimsókn bauð utanríkisráðherran þeim heim til sín. Þeir heimsóttu hann tveimur klukku- stundum seinna. Þegar þeir komu sagði hann: „Það er einkennilegt að beiðni yðar skyldi vera neitað, en ég hef nú séð svo um að klukkan 10 í fyrra málið fáið þið leyfið.“ Svo fengu þeir leyfið fyrir ungu hjónin að koma, og með þeim kom mikið upplag af bókum. ■—R. R. Figuhr

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.