Stjarnan - 01.12.1950, Blaðsíða 8
96
STJARNAN
STJARNAN
Authorized as second dass
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00
a year. Publlshers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
Ritstjðrn og aígreiCslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar, Man., Can.
við hann. Nú var kennari hans kallaður
og spurður um framferði drengsins í skól-
anum, Hún svaraði: „Tom er besti nem-
andinn minn. Hann lærir allar lexíur sín-
ar og kann þær vel. Öllum í skólanum
geðjast að Tom.“
Hvað var þá að honum? Ekki neitt.
Hann hafði bara dreymt að hann sæi
Jesúm og talaði við hann, og Jesús hafði
sagt honum að fara til nágrannanna og
segja þeim að Jesús kæmi bráðum, og
Tom hlýddi þessari skipun.
Móðir hans háfði nú breytt skoðun sinni
og sá eftir að hún hafði ekki farið með
honum í fyrstu. Hún var upp með sér ai
litla drengnum sínum, og sama mátti segja
um safnaðaformanninn og kirkjufólkið.
—C.O.G.
-----------☆------------
Kæru vinir mínir, lesendur stjörn-
unnar, af því ég get ekki skrifað ykkur
öllum „prívat“ bréf þá nota ég þessa að-
ferð til að senda ykkur hjartans kveðju
með innilegu þakklæti fyrir góðvilja ykk-
ar og vinarhug sem ég mætti alstaðar er
ég ferðaðist síðastliðið sumar. Þið hefðuð
ekki getað tekið mér betur eða liðsint mér
meira þó ég hefði verið systir ykkar eða
móðir. Hjartans þakklæti einnig til allra
sem hafa skrifað mér vinabréf, sent borg-
un fyrir blaðið, og gjafir til líknarstarfs
vors. Eg get aðeins beðið: Guð launi ykkur
öilum, hann blessi og varðveiti ykkur og
leiði ykkur farsællega til daganna enda,
til vors himneska föðurlands, þar sem eng-
in sorg eða vonbrigði eiga sér stað, en alt
verður réttlæti, friður og fögnuður í
heilögum anda.
Guð gefi ykkur öllum gleðilegar kom-
andi hátíðar og farsæla framtíð.
—S. Johnson
Það verður fagnaðarfundur
Oss hefir borist smásaga frá norðaustur
Kína. Vér sendum þangað mikið af fatnaði.
Af því svo mikið hafði verið sent ásettu
bræðurnir sér að gefa nokkuð af fatnað-
inum fátækum Rússum sem strandaðir
voru í Mukden. Þegar þetta fréttist komu
margir þaðan til að leita hjálpar.
Mr. ísmond segir að það komu menn
konur og börn. Allir tötralega klæddir á
götóttum skóm. Sorgarsögur þeirra voru
alvarlegar. Vér heyrðum um menn sem
teknir höfðu verið frá heimilum sínum . . .
konur og börn skilin eftir í neyð og skorti,
sem liðu af veikindum hungri og kulda.
Mæðurnar höfðu stundum ekkert til að
vefja um lík barna sinna þegar þau voru
jörðuð.
Ein af þessum fátæku konum sagði að
móðir sín væri í Australíu en hún hafði
tapað utaná skrift hennar og ekkert heyrt.
frá henni í sjö ár. Þessi kona var matar-
laus og fáklædd. Hermennirnir höfðu tek-
ið mann hennar.
Mr. ísmond komst svo við af frásögn
þessarar konu að hann skrifaði yfirmanni
starfs vors í Queensland Australíu, gaf
lionum nafn móðurinnar og gat þess - að
hún hefði verið í Brisbane fyrir sjö árum.
Það var lítil von um að geta fundið
móðurina eftir svo mörg ár. Dagar og vik-
ur liðu án þess nokkuð fréttist frá Austral-
íu. Við og við kom konan aftur til að fá
hjálp. Það voru dagar sem hún og barnið
höfðu engan heitan mat.
Loks kom símskeyti frá Australíu og
bréf þar á eftir með þær gleðifréttir að
móðirin hefði fundist og væri í Brisbane.
I-Iún hafði gifst aftur eftir að dóttir hennar
heyrði síðast frá henni og fólkið þekti hana
undir núverandi nafni hennar. En þegar
hún var beðin að leita uppi konu sem héti
Trebuhina, þá kom það upp að þetta var
nafn hennar áður en hún giftist seinni
manni sínum. Nú hefir hún búið svo um
að dóttirin og sonur hennar geta komið
til hennar til Áustralíu. Það verður mikill
fagnaðarfundur. —C.O.G. (1948)
-----------------------
„Takið eftir og sjáið hvað Drottinn er
góður, sæll er sá maður sem reiðir sig á
hann.“ Sálm 34:8.