Stjarnan - 01.12.1950, Page 2
90
STJARNAjN
mannanna börn.“ Guðræknisiðkanir vorar
eiga ekki eingöngu að vera fólgnar í því að
biðja og þiggja. Látum oss eigi sí og æ
hugsa um skort vorn; látum oss einnig
minnast þeirrar blessunar, er vér öðlumst.
Vér biðjum ekki of mikið, en vér erum
of sparir á þakkargjörð vorri. Vér njótum
stöðugt náðar guðs, en hversu lítið þakk-
læti látum vér í ljósi, hversu lítið lofum
vér hann fyrir allt það, er hann hefur
gjört fyrir oss!
Drottinn sagði forðum, þegar fsraels-
menn söfnuðuðust saman til þess að halda
guðsþjónustu: „Og þar skuluð þér frammi
fyrir drottni, yðar guði, halda máltíð og
gieðja yður ásamt heimilisfólki yðar, af
öilum yðar útvegi, því að drottinn, yðar
guð, mun blessa þig.“ Það, sem gjört er
drottni til dýrðar, á að gjöra með gleði,
lofsöng og þakkargjörð, ekki með hryggð
og þunglyndi.
Vor guð er viðkvæmur, náðugur faðir.
Það á ekki að líta svo á, sem þjónusta hans
sé þung og erfið. Það á að vera oss ánægja
að dýrka drottin og taka þátt í verkum
hans. Guð vill ekki að börn hans, sem hann
hefur unnið svo mikið frelsi, breyti svo
sem væri hann strangur og kröfuharður
verkstjóri. Hann er bezti vinur þeirra, og
hann mun vera með þeim, er þau tilbiðja
hann, blessa þau og hugga og fylla hjörtu
þeirra gleði og kærleika. Drottinn vill að
börn sín hafi gleði af því að þjóna sér og
hafi meiri ánægju en erfiði af því að vinna
hans verk. Hann vill að þeir, sem koma
til þess að tilbiðja hann, fari frá sér með
dýrmætar hugsanir um umhyggju hans
og kærleika, að þeir fái daglega uppörfun
við öll störf lífsins og náð til að breyta
heiðarlega og hreinskilnislega í öllum
greinum.
Vér verðum að fylkja oss um krossínn.
Kristur hinn krossfesti á að vera efni allra
hugleiðinga vorra; um hann eigum vér
að tala og hann á að vera stærsta gleði
hjartna vorra. Vér eigum að geyma í huga
sérhverja blessun, sem vér þiggjum af
guði, og þegar vér íhugum hinn mikla
kærleika hans, þá eigum vér fúslega að
íela allt á vald honum, sem negldur var á
krossinn fyrir oss.
Sálin getur nálgazt himininn á vængj-
um lofsöngvanna. Guð er dýrkaður með
söng og hljóðfæraleik í sölum himnanna,
og þegar vér tjáum honum þakklæti hjarta
vors, þá tökum vér þátt í dýrkun hinna
himnesku herskara. „Hver, sem framber
þakkargjörð, sá heiðrar mig,“ segir drott-
inn. Látum oss ganga fyrir skapara vorn
með lotningu og gleði, með „lofgjörð og
fagnaðarraust.“ —E.G.W.
----------☆----------
#
XIX. Hver breytti helgihaldinu
frá laugardegi til sunnudags?
Sunnudagurinn er fyrsti dagur vikunn-
ar, laugardagurinn sá sjöundi.
I. Ef breytingin var lögmæt, hvar ætti
hún þá að finnast?
1. I heilagri Ritningu. „Sælir eru þeir
sem heyra Guðs orð og varðveita
það.“
2. „Gætið lærdómsins og vitnisburðar-
arins, ef þeir tala ekki samkvæmt
honum, þá vitið að fólkið hefir enga
birtu.“
II. Hefir Guð breytt lögmáli sínu?
1. „Eg komst að raun um að alt sem
Guð gjörir stendur að eilífu.“
Préd. 3:14.
2. „Eg Drottinn hef ekki breytt mér.
Mal. 3:6.
3. „Hjá honum er hvorki umbreyting
né umbreytingarskuggi.“ Jak. 1:17.
4. Tíu boðorðin eru sáttmáli Guðs. „Þá
birti hann yður sáttmála sinn sem
hann bauð yður að halda, tíu boð-
orðin og hann reit þau á tvær stein-
töflur.“ 5 Mós. 4:13.
5. „Eg vil eigi vanhelga sáttmála minn, s
og eigi breyta því sem mér hefir af
vörum liðið.“ Sálm. 89:35.
6. „Hinn trúfasti Guð heldur sáttmál-
ann og miskunsemina í þúsund
ættliðu við þá sem elska hann og
varðveita hans boðorð.“ 5. Mós. 7:9.
III. Breytti Jesús lögmálinu og hvildar-
deginum?
1. Jesús sagði: „Eg 'og Faðirin erum
eitt.“ „Faðirinn er í mér og ég í
föðurnum.“ Jóh. 10:30-38.
2. Jesús framkvœmir áform föðursins.
„Þá er þó ekki til fyrir oss nema
einn Guð, faðirinn sem allir hlutir
eru frá, og líf vort stefnir til, og
einn Drottinn Jesús Kristur, sem all-