Stjarnan - 01.12.1950, Qupperneq 4
92
STJARNAN
Hvíldardagurinn var bygður á sér-
stöku, guðdómlegu boðorði. Vér
getum ekki bent á neitt slíkt boðorð
til að halda sunnudaginn.“ „Tíu
boðorðin“ bls. 106 og 107 eftir Dr. R.
W. Dale (Congregationalist.)
„Biblían nefnir hvergi fyrsta dag
vikunnar sem hvíldardag. Það er
engin ritningargrein því til stuðn-
ings.“ „Watchman“ (baptist).
3. Neander, nafnkunnur sagnaritari
segir: „Sunnudagshelgi eins og allar
aðrar hátíðar var aðeins tilskipanir
manna. Það var Íangt frá tilgangi
postulanna að stofna guðlegt boð-
orð þessu viðvíkjandi, og langt frá
því að hin fyrsta kristna kirkja
* flytti hvíldardags boðorðið yfir á
sunnudaginn.“ „History of the
Christian Religion and Church“, bls.
186, translation by Henry Rose.
VI. Gaf Guð spádóm um tilraun manna
að breyta lögmáli hans? Litla horn-
ið, eða páfavaldið mundi „hafa í
hyggju að umbreyta helgitíðum og
lögum.“
1. „Hann mun orð mæla gegn hinum
hæðsta, kúga hina heilögu hins hæð-
sta og hafa í hyggju að umbreyta
helgitíðum og lögum.“ Dan. 25.
2. Páfavaldið sleppir öðru boðorðinu
úr barnalærdómsbókum sínum, boð-
orðið sem bannar tilbúning og til-
beiðslu líkneskja og mynda.
3. Páfavaldið skifti í tvent tíunda boð-
orðinu. (til að halda við töluna tíu.)
4. Páfavaldið skipaði sunnudagshelgi-
hald í stað hvíldardagshalds.
5. Páll spáði fyrir um mann sem
mundi upphefja sig sem Guð.
„Því að ekki kemur hann nema frá-
hvarfið komi fyrst og maður synd-
arinnar birtist, glötunarsonurinn,
hann sem setur sig á móti og rís
gegn öllu því, sem kallast Guð eða
helgurdómur, svo að hann sest í
Guðs musteri og kemur fram eins
og hann væri Guð.“ 2 Þess. 2:3-4.
VII. Kannast katólska kirkjan við að
hafa gjört breytinguna?
Hún stærir sig af því.
„Getur þú með nokkru móti sannað
að kirkjan hafi vald til að skipa há-
tíðisdaga með lögum?
Svar: Ef hún hefði ekki slíkt vald
hefði hún ekki getað gjört það, sem
allir nútíðar trjújátendur eru sam-
þykkir henni í, hún gæti ekki hafa
komið á sunnudags helgihaldinu,
helgihaldi fyrsta dags vikunnar, í
stað helgihalds laugardagsins, sjö-
unda dagsins, breyting er Ritningin
veitir enga heimild til“ Doctrinal
Catechism bls. 174.
VIII. Hefir Guð spáð fyrir um endurreisn
hvíldardagsins?
„Því að eins og hinn nýi himin og
hin nýja jörð, sem ég skapa munu
standa stöðug fyrir mínu augliti,
segir Drottinn, eins mun afsprengi
yðar og nafn standa stöðugt. Og á
mánuði hverjum tunglkomudaginn
og á viku hverri hvíldardaginn skal
alt hold koma og tilbiðja frammi
fyrir mér, segir Drottinn.“ Jes.
66:22-23.
■-----------■☆■----------
Eg trúi á eilíft líf
„Eg trúi á . . . upprisu holdsins og
eilíft líf.“ Þetta eru fyrstu og síðustu orðin
í trúarjátningunni sem miljónir manna
endurtaka og játa. Er eilíft líf veruleg-
leiki? Eða er vort núverandi líf sem varir
frá lítilli stundu og upp í hundrað ár,
eina lífið sem til er?
Blindandi birta í Hiroshima slökti líf
100 þúsund manna. Er það endir tilveru
þeirra. Stríðið sem gekk yfir heiminn or-
sakaði dauða 12 miljón manna auk kvenna
og barna. Var það þeirra síðasta? Á hverj-
um 24 klukkustundum kveðja 100 þúsundir
manna þennan heim. Er það endir lífsins?
Hvað segir Biblían um þetta? Ef vér
eigum að fá rétta þekkingu á þessu verðum
vér að fá hana frá Guðs orði. Hvað menn-
ina snertir þá er það eins og verið hefur
um þúsundir ára, að dauðinn er sem lokað-
ar dyr þar sem þögnin ríkir.
Hvað er svarið upp á spurningu Jobs:
„Þegar maðurinn deyr lifnar hann þá
aftur?“ Hvað segir Heilög Ritning? Er
eilíft líf til? Hvað segir Guðs orð um þetta
mál sem vér verðum að vita fyr eða seinna.
Lesum Sálm 8:5. „Þú lést hann lítið
ávanta við Guð.“ Þar næst les Lúk. 20:35-
36. vers. um framtíð Guðs barna. „En þeir
sem álítast verðir að fá hlutdeild í hinni