Stjarnan - 01.03.1951, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.03.1951, Blaðsíða 3
STJARNAN 19 styrkja viðleitni þeirra með því, að tala til þeirra örvandi vonarorðum. Freistingarnar sækja margar sálir svo fast, að þeim liggur við að gefast upp í baráttunni gegn holdinu og valdi hins illa. Þú skalt ekki gjöra þann ,er svo er ástatt fyrir, huglausan í hinni hörðu baráttu hans. Hvet þú hann, vek þú hjá honum vop og hugrekki og styð þú hann áleiðis. Þannig getur ljós Krists skinið frá þér. >;Enginn af oss lifir sjálfum sér“. Af áhrif- uni þeim, er vér höfum oss óafvitandi, geta aðrir menn fengið örvun og styrk, eða þá orðið huglausir og fælzt Krist og sannleikann. Margir misskilja líferni og lunderni Krists. Þeir ætla að líf hans hafi verið •gjörsneytt sólskini og yl og að hann hafi verið harður, alvörugefinn og gleðisnauð- Ur. Oft og tíðum hafa þessar dapurlegu skoðanir áhrif á alla hina kristilegu reynslu. Oft tala menn um það, að Jesús grét, en enginn sá hann brosa. Frelsari vor átti í sannleika sorgum að sæta og varð á sársauka að kenria, því að hann opnaði hjarta sitt íyrir allri mannlegri eymd. En andi hans var ekki lerkaður, þótt ævi hans væri full sjálfsafneitunar og myrkvuð af sársauka og áhyggjum. Það var enginn sorgar- né gremjusvipur á andliti hans; þar lýsti sér jafnan friður og hugarró. Hjarta hans var uppspretta fjörsins, og hvar sem hann kom, hafði hann að færa hvíld og frið, fögnuð og gleði. —E.G.W. -----------☆------------ Verksmiðjan sem prentar peninga- seðla og steypir peninga í Bandaríkjunum á heldur annríkt. Starfsfólkið þar verður að vinna 60 klukkutíma á viku eða 10 tíma á dag í sex daga. Þéir geta ekki steypt eins mörg kopar cent og kallað er eftir, og það er tæpast nóg til af eins dóllars seðlum. ☆ ☆ ☆ ~ Sólskinshús hefir verið bygt í Massa- chusetts. Það er sagt að 80 hundruðustu af hitanum sem þurfi til að hita það upp, kom beint frá sólinni. ☆ ☆ ☆ Kærulausir reykingamenn í Banda- ríkjunum kveiktu yfir 115 þúsund elda sem ollu fjártjóni árið sem leið. XXM. Ástandið í heiminum 1. Synd, sorg, sjúkdómar, þjáningar og dauði. 2. Ótti, tortrygni, glæpir og stríð. 3. Stormar, jarðskjálftar, hungursneyð og slys. I. Skapaði Guð vondan heim? Nei, því fer fjarri. „Guð er kærleik- ur“. „Og Guð leit yfir alt sem hann hafði gjört og sjá, það var harla gott“. II. Hvað er ásiæðan fyrir þessu sorg- lega ásiandi í heiminum? 1. Vorir fyrstu foreldrar syndguðu og það leiddi bölvan yfir jörðina. lMós. 3:16.-19. 2. „Laun syndarinnar er dauði“. Róm. 6:23. III. Hvað er synd? „Synd er yfirtroðsla Guðs boðorða“. „Hver sem syndina drýgir, drýgir og lagabrot, syndin er lagabrot“. lJóh. 3:4. IV. Hvar og hjá hverjum byrjaði syndin? 1. „Djöfullinn syndgaði frá upphafi“. lJóh. 3:8. 2. „Djöfullinn .... stendur ekki í sannleikanum, því að sannleiki er ekki í honum“. Jóh. 8:44. V. Hvernig byrjaði saían og syndin? 1. Hann var skapaður. „Þú (satan) varst óaðfinnanleguf frá þeim degi þú vars skapaður, þar til yfirsjón fanst hjá þér“. Ez. 28:15. 2. Hann var einu sinni á himnum. „Og stríðið hófst á himni. Mikael og englar hans fóru að berjast við drekann, og drekinn barðist og engl- ar hans. Og þeir fengu eigi staðist, og eig'i héldust þeir heldur lengur við á himni. Og varpað var niður drekanum mikla, hinum gamla höggormi, sem heitir satan og djöf- ull, honum sem afvegaleiðir alla heimsbygðina, honum var varpað niður á jörðina og englum hans var varpað niður með honum“. Op. 12:7,—9. Jesús sagði: „Ég sá satan falla af himni eins og eldingu“. Lúk. 10:18. 3. Áður en satan féll hafði hann verið verndarengill.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.