Stjarnan - 01.03.1951, Page 2

Stjarnan - 01.03.1951, Page 2
18 STJARNAN garði?“ Þá sagði leiðtoginn: „Láttu þyrn- ana vera; þeir særa þig aðeins ef þú átt við þá. Les þú rósir, liljur og neguiblóm“. Hafa aldrei verið sólskinsblettir á ævi- íerli þínum? Hefir þú ekki lifað nokkrar dýrmætar stundir, er hjarta þitt hefir bærzt af fögnuði yfir verkum Guðs anda í þér? Rekurðu þig ekki á nokkrar þægi- legar blaðsíður, þegar þú blaðar í þeirri bók, sem lífsreynsla þín er skráð 1? Eru ekki fyrirheit Guðs eins og ilmandi blóm, er gróa allt í kringum veg þinn? Ætlar þú ekki að láta fegurð þeirra og ilm fylla hjarta þitt gleði? Þyrnarnir og þistlarnir munu aðeins valda þér sárauka og hryggðar. Fyrirlítur þú ekki gæzku Guðs við sjálfan þig og hindrar þú ekki líka aðra frá að ganga á lífsins vegi, ef þú tínir þá eina og sýnir þá öðrum? - Það er óviturlegt, að fylla hugann með öllum hinum óþægilegu endurminningum liðinnar ævi, syndum hennar og vonbrigð- um, tala um þær og hryggjast yfir þeim þar til er hugleysið yfirbugar oss. Hug- laus sál fyllist myrkri. Hún útilokar ljós Guðs frá sjálfri sér og varpar skugga á veg annara. Þakka þú Guði fyrir þær björtu mynd- ir, er hann hefir sýnt oss. Söfnum saman hinum dýrmætu fullyrðingum um kær- leika hans, svo að vér getum jafnan haft þær fyrir augum. Sonur Guðs fór frá há- stóli föðursins og sameinaði guðdóminn mannlegu eðli, til þess að hann gæti frels- að mennina frá valdi Satans. Hann vann sigur oss til handa, opnaði himininn fyrir mönnunum og opinberaði þeim dýrð guð- dómsins. Hann hóf hið fallna kyn upp úr hyldýpi glötunarinnar, er syndin hafði sökt því í. Hann kom mönnum aftur í samband við eilífan Guð, svo að þeir geta íklæðst Krists réttlæti og orðið hafnir upp að hásæti hans, er þeir hafa staðizt reynsl- una í trú á endurlausnarann. Þetta vill Guð að vér höfum sífellt fyrir augum. Þegar vér efumst um kærleika Guðs og látum í ljósi vantraust á loforðum hans, þá óvirðum vér hann og hryggjum hans heilaga anda. Hvernig skyldu tilfinningar móðurinnar verða, ef börn hennar kvört- uðu jafnan yfir því, að hún vildi þeim ekki vel, þótt það hafi verið viðleitni henn- ar alla ævi, að efla farsæld þeirra og giöra þeim lífið ljúft? Setjum svo, að þau efuðust um kærleika hennar; það mundi tæta sundur hjarta hennar. Hví- líkur harmur væri það góðum föður, að sæta slíkri meðferð af'hendi barna sinna? Og hvernig getur faðir vor á himnum lit- ið á oss, er vér efumst um kærleika hans, er knúði hann til að gefa sinn eingetinn son, svo að vér hefðum lífið. Postulinn segir: „Hann, sem ekki þyrmdi sínum eig- in syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, því skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum?“ En hversu margir eru þeir þó, sem segja í verki, ef ekki í orði: „Drottinn talar ekki þetta til mín. Má vera að hanrr elski aðra; víst er það, að ekki elskar hann mig“ Allt þetta vinnur sálu þinni tjón; því að með sérhverju efasemdarorði, sem þu mælir, býður þú djöflinum að koma og freista þín. Það gjörir þig hneigðari til efasemi, og hinir þjónandi englar munu hryggjast og yfirgefa þig. Minnstu ekki á efa og myrkur með einu orði, þegar satan er að freista þín. Ef þú hleypir til- lögum hans inn í hjarta þitt, þá mun hug- ur þinn fyllast vantrausti, efasemi og mótþróa. Ef þú talar um tilfinningar þín- ar, þá mun sá efi, er þú lætur í ljósi, ekki aðeins hrífa á sjálfan þig, heldur og verða sáðkorn, er frjógvast og ber ávöxt í líf- erni annara, og það verður ef til vill ó- mögulegt, að reisa áhrifum orða þinna skorður. Vera má að þú sjálfur getir frels- azt frá freistingunni og losnað úr neti satans, en aðrir, er orðið hafa fyrir áhrif- um frá þér geta ef til vill ekki losnað við þá vantrú, er þú hefir gefið tilefni til- Það er mjög áríðandi, að vér tölum uffl það eitt, er veita má andlegt þrek og líf- Englar hlusta á þig, til þess að heyra, hvaða vitni þú berð fyrir heiminum um hinn himneska meistara þinn. Tala þú um hann, sem lifir til þess að koma þér í sátt við föðurinn. Lát þú lof Guðs vera á vörum þínum og í hjarta þínu, er þú tekur í hönd vinar þíns. Það mun leiða huga hans til Jesú. Allir eiga raunum og sorgum að sæta, sem þungt er að bera, og við freistingar að stríða, sem örðugt er að sporna móti. Seg þú ekki meðbræðrum þínum frá þrautum þínum, en fel þú Guði allt í bæn- inni. Lát það vera reglu þína, að mæla aldrei efa- né æðruorð. Þú getur stuðlað mikið að því að mýkja líf annara og

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.