Stjarnan - 01.03.1951, Blaðsíða 5
STJARNAN
21
Drottins og sló Job illkynjuðum
kaunum frá hvirfli til ilja“. Job.
2:7.—8.
„Og kona þessi sem er dóttir Abra-
hams og satan hefir haldið í fjötrum
og það í átján ár, mátti hún nú ekki
leyst verða úr fjötrum þessum á
hvíldardegi?“ Lúk. 13:16.
„Til þess ég skuli ekki hrokast upp
af hinum miklu opinberunum, er
mér gefinn fleinn í holdið, satans
engill til að slá mig .... um hann
hefi ég þrisvar beðið Drottinn, að
hann færi frá mér. Og hann hefir
svarað mér: náð mín nægir þér, því
að mátturinn fullkomnast í veik-
leika . . . Því vil ég mjög gjarna
þess fremur hrósa rnér af veikleika
mínum, til þess að kraftur Krists
megi taka sér bústað hjá mér . . .
Þess vegna uni ég mér vel í veik-
leika, í misþyrmingum, í nauðum,
í ofsóknum, í þrengingum vegna
Krists, því að þegar ég er veikur
þá er ég máttugur“. 2Kor. 12:7.—10.
4. Satan ofsækir og kemur ofsóknum
af stað.
. Hann ofsótti konuna, söfnuð Krists.
Op. 12:1,—6.
Hann stríðir við þá sem halda boð-
orð Guðs. Op. 12:17.
Hann er manndrápari frá upphafi-
Jóh. 8:44.
IX. Hví skapaði Guð hann? Og hví
eyðileggur hann ekki saian?
Guð gat skapað verur á tvennan
hátt, með frjálsum vilja, eða án
frjálsræðis. Hann skapaði bæði
engla og menn með frjálsum vilja.
Það var bezt á allan hátt. Þjónar
hans þjóna honum og hlýða af því
þeir elska hann og kjósa að hlýða
honum.
Fyrst nú Guð veitti frjálsræðið til
að velja, þá var mögulegleikinn að
hið illa yrði kosið. Af öllum sköp-
uðum verum hafði'Lúsííer, sem nú
er satan, minstu afsökun fyrir að
syndga, því hann stóð hæst. Hann
gat engan öfundað nema Guð-
dóminn.
Hefði Guð eyðilagt hann strax er
hann gjörði uppreisn, án þess að
gefa honum tækifæri til að sýna
stjórnar aðferð og áform hans, þá
hefði ótti og efi getað vaknað hjá
Guðs trúföstu englum. Tíminn og
reynslan varð að leiða í ljós innræti
satans og árangurinn af stefnu hans.
Sæði syndarinnar varð að ná þroska,
svo ávöxturinn gæti komið ú ljós.
Satan og englar hans verða að lokum
eyðilagðir í eldhafinu. Op. 20:10.
X. Hvernig geium vér sigrað hinn
vonda?
„Þeir hafa sigrað hann fyrir blóð
lambsins ög fyrir orð vitnisburðar
síns, og eigi var þeim lífið svo kært
að þeim ægði dauði“. Op. 12:11.
„Gefið yður því Guði á vald. Stand-
ið gegn djöflinum þá mun hann
flýja frá yður“. Jak. 4:7.
Jesús sigraði með Guðs orði allar
freistingar satans. Matt. 4:1.—11.
Minnist þess að Lúsífer hafði frjáls-
ræði til að velja, og vér höfum
frjálsræði til að velja. Lúsífer kaus
að óhlýðnast Guði. Látum oss velja
að hlýða Guði.
Ef vér kjósum þá stefnu að óhlýðn-
ast Guði og brjóta hans boðorð, og
höldum við þá stefnu, „þá er enga
fórn að fá fyrir syndirnar“, en Guð
veitir náð og fyrirgefningu þeim,
sem kjósa að snúa baki við syndinni
og hafna henni. Kjósið þá í dag
hverjum þér viljið þjóna“.
-------------☆------------
Indland er að koma sér upp loftskipum
með því að tína þau upp úr 5 ára gömlum
ruslahaug, sem sameinuðu þjóðirnar skildu
þar eftir í lok seinna stríðsins. Fréttin
segir að 70 tveggja véla Curtiss Com-
mandos, sem notaðir voru á stríðsárunum
til flutninga, verði endurbættir og notaðir
til farþegaflutninga.
☆ ☆ ☆
Mr. C. C. Potts í Pottstown Pennsyn-
vania borgaði nýlega 11,000 dollara fyrir
registeraða kú. Það var S. V. Lady Stetson
IV. Það verður dýr mjólk.
☆ ☆ ☆
Það er haft fyrir, satt að um 135 miljón
gallónur af ólöglegu áfengi sé árlega
bruggað í Bandaríkjunum.
☆ ☆ ☆
Gideons-félagið er nú farið að útbýta
Biblíum á loftskipum.