Stjarnan - 01.03.1951, Page 8

Stjarnan - 01.03.1951, Page 8
24 STJARNAN STJARNAN Authorized as second class mail, Post Office Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Confereiice of S. D. A., Oshawa, Ontario. Ritstjðrn og afgreiðslu annast: MISS S. JOHNSON, Lundar, Man, Can. _ - Edna varð hrifin mjög og sagði: „Ó, hve indælt heimili fyrir Dóru“. „En hvað fyrir sjálfa þig?“ spurði nýja móðir hennar brosandi. „Ó, mig dreymdi aldrei um svona fallegt heimili, og hugsa sér Dóra verður hér með mér“.- F. I. -------------☆-------------- Guð svaraði bæn hans neitandi Trúboði einn í Kína þurfti að ferðast upp fljótið til að halda samkomur í litlu þorpi einu. Með honum voru kínverskir aðstoðarmenn til að kenna fólkinu um Jesúm. Þetta var meðan stríðið stóð yfir og skipin á fljótinu voru hlaðin fólki sem var að flýja stórborgirnar. „Við verðum að komast með næsta bátnum sem fer upp fljótið", sögðu þeir hver við annan. „Bátarnir éru hlaðnir, svo það er erfitt að fá far, en þetta er Guðs ríkis málefni, svo að hann getur hjálpað okkur yfir alla erfiðleika. Ef við biðjum í trú þá fáum við far með bátn- um“. En þegar þeir ætluðu að kaupa far- seðla þá var þeim neitað um þá. „Allir farmiðar uppseldir fyrir löngu“, var þeim sagt. Þeir sögðu að ferð sín væri mjög á- ríðándi. Þeir yrðu að komast með þessum bát, því næsti bátur færi ekki fyr en eftir nokkrar vikur, og það væri altof seint. „Ég veit ykkur er áhugamál að kom- ast, en ég hef skipun um að selja ekki fleiri farmiða. Komið þið snemma 1 fyrra- málið, vera má þeir lofi ykkur að koma með án farmiða“. Trúboðarnir lögðu mál sitt ennþá fram fyrir Guð, og fóru svo snemma um morg- unin niður að bátnum, en skipstjóri vildi alls ekki taka þá með, en þó var báturinn ekki mjög hlaðinn, og nokkrir aðrir fengu að fara sem þó ekki höfðu farmiða. Það voru sár vonbrigði fyrir þá að vera skildir eftir þegar skipið lagði af stað. Hafði Guð þá ekki gefið gaum að bænum þeirra nú, þegar þeim lá á að komast áfram. Loks gátu þeir fengið mann til að taka þá á litlum róðrarbát. Það var seinfarið móti straumnum, og róðrarmaðurinn hvíldi sig með köflum. Hann var ekkert að flýta sér. Þeir komu þangað sem ferðinni var heitið nokkrum dögum eftir að samkom- urnar áttu að byrja, þeir fundu litlu kirkj- una og börðu að dyrum hjá kínverska prestinum. * Þegar presturinn opnaði hurðina og sá þá sagði hann: „Guði sé lof þið eruð lifandi. Voruð þið á gufubátnum? Við héldum þið væruð allir dauðir“. „Nei, við reyndum að fá far með gufu- bátnum, en þeir vildu ekki taka- okkur, svo við urðum að leigja róðrarbát, þess vegna erum við svo mikið á eftir tíman- um“. „Guði sé lof þið fenguð ekki far með gufubátnum“, sagði presturinn með lotn- ingu. „Japanir réðust á hann og söktu honum. Allir sem með honum voru drukn- uðu eða voru drepnir". Nú skildi trúboðinn og félagar hans hvers vegna Guð neitaði bæn þeirra. Hann vissi hvað bezt var fremur en þeir. Nú hneigðu þeir höfuð sín og þökkuðu Guði fyrir að varðveita líf þeirra og synja þeim um það sem þeir báðu hann, s. s. w. -----------☆------------ Smávegis Bandaríkin nota nærri helmingi meira kaffi nú heldur en fyrir 20 árum. ☆ ☆ ☆ Grænland sern er dönsk nýlenda er nærri 60 sinnum stærri heldur en Dan- mörk. En 85 hundruðustu af landinu er hulið að minsta kosti 1000 feta þykkri ís- breiðu, sem gnæfir tvær mílur upp í loft- ið. íbúatalan er 22,000 innlent fólk. Það eru Grænlendingar en ekki Eskimóar. Nokkur hundruð hvítra manna búa í smá- þorpum fram með ströndinni, sérstaklega að vestanverðu þar sem er lítið eitt hlýrra og meira hlé. ☆ ☆ ☆ Mismunur á flóði og fjöru í Cook-fló- anum í Alaska er meiri en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Sjórinn rís 30 fet um flóðin.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.