Stjarnan - 01.07.1951, Side 4
52
STJARNAN
og undur, til þess að leiða í villu,
ef verða mætti jafnvel útvalda“.
Matt. 24:24.
5. Djöflar munu gjöra kraftaverk til
að afvegaleiða stjórnendur þjóða.
„Þeir eru djöflar sem gjöra tákn og
ganga út til konunga allrar heims-
bygðarinnar til að safna þeim sam-
an til stríðsins á hinum mikla degi
Guðs hins alvalda“. Op. 16:14.
6. Eldur mun látinn falla frá himni
til að afvegaleiða menn. „Og það
gjörir tákn mikil svo það lætur jafn-
vel eld falla af himni ofan á jörð-
ina í augsýn mannanna. Og það
afvegaleiðir þá sem á jörðinni búa
með táknunum". Op. 13:13.—14.
7. Samkvæmt þessu eru ekki krafta-
verk merki upp á sannan kristin-
dóm. Sannur kristindómur er trú á
Jesúm og hlýðni við Guðs heilögu
boð. Jesús segir: „Fylg mér“, og
enn aftur „Ég hélt boðorð föður
míns“. „Gætið lærdómsins og vitnis-
burðarins, ef þeir tala ekki sam-
kvæmt honum, þá vitið að fólkið
hefir enga birtu“. Jes. 8:20.
VI. Hvaða reglu á að fylgja þegar beðið
er fyrir sjúkum?
1. Játa syndir sínar. „Líði nokkrum
illa yðar á meðal þá biðji hann.
Liggi vel á einhverjum þá syngi
hann lof. Sé einhver sjúkur yðar á
meðal, þá kalli hann til sín öldunga
safnaðarins og þeir skulu smyrja
hann með olíu í nafni Drottins og'
biðjast fyrir yfir honum“.
2. Treystum Guði svo fullkemlega að
vér leggjum á hans vald hvað hann
gjörir fyrir oss, biðjum eins og
Jesús bað: „Ekki minn, heldur verði
þinn vilj i“.
VII. Hvers vegna þurfum vér að hlýða
heilbrigðislögunum?
1. Bæði til þess oss sjálfum geti liðið
vel, og til þess vér getum gefið Guðií
og' meðbræðrum vorum betri þjón-
ustu. „Því enginn af oss lifir sjálf-
um sér og enginn deyr sjálfum sér“.
Róm. 14:7.
2. Það er skylda vor gagnvart Guði
sem skapaði og endurleysti oss.
„Eða vitið þér ekki að líkami yðar
er musteri heilags anda 1 yður, sem
þér hafið frá Guði. Og ekki eruð
þér yðar eigin. Því að þér eruð verði
keyptir. Vegsamið því Guð í líkama
yðar“. lKor. 6:19.-20.
„Svo áminni ég yður bræður, að
þér vegna miskunar Guðs bjóðið
fram líkama yðar, að lifandi, heil-
agri, Guði þóknanlegri fórn, og er
það skynsamleg guðsdýrkun af yðar
hendi“. Róm. 12:1.
3. Guð mun hegna þeim sem skemma
musteri hans. „Vitið þér eigi að þér
eruð musteri Guðs og að andi Guðs
býr í yður. Ef nokkur eyðir musteri
Guðs, mun Guð eyða honum, því
að musteri Guðs er heilagt og það
eruð þér“. lKor. 3:16.—17.
VIII. Hvað eru skilyrði fyrir góðri heilsu?
1. Ferskt loft. 2. Sólskin. 3. Holl og
nærandi fæða. 4. Hreint vatn. 5.
Líkamsæfing. 6. Líkamleg hvíld. 7.
Róleg lund og glatt hjarta. 8. Hlýðni
við náttúrulögmálið.
IX. Hvaða leiðbeining er gefin viðvíkj-
andi maf og drykk?
1. I upphafi gaf Guð manninum til
fæðu ávexti, hnetur, korntegundir
og grænmeti.
2. Eftir eyðilegging flóðsins leyfði Guð
Nóa að neyta dýrafæðu. „Alt sem
lifir og hrærist skal vera yður til
fæðu .... eins og grænu jurtirnar.
Aðeins hold, sem sálin, það er blóð-
ið er í skuluð þér' ekki eta“. lMós.
9:3.—4.
3. Nói þekti mismuninn milli hreinna
og óhreinna dýra. „Nói reisti Drotni
altari og tók af öllum hreinum dýr-
um og hreinum fuglum og fórnaði
brennifórn á altarinu11. lMós. 8:20.
4. Á dögum Móse var skrifað niður
hvaða dýr væru hrein og hver ó-
hrein. Sjá 3Mós. 11. kap.
5. Guð mun eyðileggja þá, sem éta
svínakjöt.
„Því að Drottinn mun dóm heyja
með eldi og sverði sínu yfir öllu
holdi. Og þeir munu verða margir
er Drottinn fellir. Þeir sem helga
sig og hreinsa til að fara inn í lund-
ana bak við þann eina sem fyrir
miðju er, sem éta svínakjöt, viður-
styggileg skriðdýr og mýs — þeir