Stjarnan - 01.07.1951, Qupperneq 6
54
STJARNAN
öðru járnbrautarfélagi. Einn mánuður leið,
svo fékk kona hans bréf þar sem hann
sagði henni frá að hann hefði fengið
vinnu og sendi henni nokkuð af því sem
hann hafði fengið í kaup. Hann bað hana
að selja það sem þau ættu og koma svo
með fjölskylduna til Caliíornia svo þau
gætu byrjað á nýjan leik.
Hún seldi út og var tilbúin að fara með
lest til California þegar hún fékk sím-
skeyti um að maðurinn hennar hefði lent
undir járnbrautarvagni og dáið sam-
stundis. Þetta var nærri því meir en hún
gat borið, hún var varla mönnum sinnandi
í nokkra daga.
Á þessu tímabili kom nokkuð fyrir sem
breytti alveg afstöðu hennar gagnvart trú-
boðsstarfi. Þetta er það sem hún sagði mér
sjálf: „Ég lá í rúminu milli 3 og 4 um
morguninn þegar ég sá, eins skýrt og það
væri á degi, borgina helgu, Jerúsalem,
koma niður frá himni, alveg eins og Biblí-
an skýrir frá. Hún kom nærri niður á jörð-
ina, og eitt stóra perluhliðið var rétt fyr-
ir framan mig. Þaðan sem ég stóð gat ég
séð manninn minn fyrir innan hliðið. Það
gladdi mig ósegjanlega mikið að hann
hafði meðtekið frelsarann áður en hann
dó svo snögglega. Hann benti mér að koma
inn en einhvern veginn gat ég það ekki.
Svo sá ég vini og nágranna koma frá
heimilum sínum upp að perluhliðinu. Það
voru margir sem komu þangað, en aðeins
fáir gengu inn. Þeir sem ekki fóru inn
sögðu mér að hefði ég verið trú og gefið
þeim aðvörun, þá hefðu þeir líka getað
gengið inn í borgina. En í stað þess gengu
þeir nú fram hjá hliðinu út í myrkur
eyðileggingarinnar. Svo sá ég að stóra
perluhliðið fór að lokast, maðurinn minn
fyrir innan en ég fyrir utan. Ég get ekki
lýst hve voðalega illa mér leið þegar ég
mintist þess að ég hafði tilheyrt söfnuði
Guðs í mörg ár en var nú útilokuð frá
Guðs ríki til eilífðar, af því ég hafði ekki
flutt öðrum fagnaðarerindið og aðvarað
þá“.
Mrs. Hulsa fór strax á fætur, og þó
klukkan væri ekki orðin fimm þá símaði
hún skrifara trúboðsins og bað um blöðin
sín svo að hún gæti farið út með þau
strax að morgninum til nágranna sinna
og vina. Skrifarinn spurði hvers vegna
henni lægi svo mikið á að fá þau. Mrs.
Hulsa svaraði: „Ef þú hefðir séð það sem
ég hef séð þá mundir þú flýta þér“. Eftir
þetta var hún meðal áhugamestu starfs-
manna safnaðarins, til að leiða aðra til
þekking&r á sannleika Guðs orðs. Ó, að'
allir gætu skilið að starfinu verður ekki
lokið, nema leikmenn starfi með prestum
sínum til að flytja fagnaðarerindið. Það
sem nú tefur komu Krists er það að fólk
hans hefir ekki lokið við starf það sem
hann fékk því að vinna. Gjörum alt sem
vér getum til að ljúka við starfið, sem
Guð hefir trúað oss fyrir, þá munum vér
mæta honum með fögnuði og hafa með
oss þá sem vér höfum leitt til hans.
R. E. Cash
-----------☆------------
„Sjá, eg er með yður alla daga"
Bókasölumaður einn í Cuba, Criselio
Jueves að nafni, viltist er hann var á ferð
úti á landi. Hann bað Guð að senda sér
einhvern til að vísa sér veg. Þegar hann
opnaði augun sá hann mann sem leið-
beindi honum. Þetta var síðari hluta dags,
og þegar hann kom til næsta bæjar bað
hann um gistingu og fékk hana. Um kvöld-
ið söng hann og las í Biblíunni og bað
með hjónunum, sem þar bjuggu. Morg-
uninn eftir, án þess að hann nefndi það,
tóku þau allar dýrðlingamyndirnar og
brendu þær. Seinna kom bókasölumaður-
inn þangað aftur og gaf þeim og nágrönn-
unum fleiri Biblíulestra, svo nú eru 18
manns þar í nágrenninu, sem hafa með-
tekið Guðs orð fyrir sitt leiðarljós og halda
öll Guðs boðorð.
Annar bóksali Luis Martines hafði lít-
inn árangur af tilraunum sínum að selja
bækur í nágrenni við sykurverksmiðju
eina. Félagi hans réð honum til að hætta,
en hann vildi ekki gefast upp. Á seinasta
heimilinu í þeirri bygð hitti hann gamlan
mann og þrjá gifta syni hans. Meðan hann
var að lýsa bókinni fyrir þeim, greip einn
sonurinn fram í og sagði: „Nú man ég
hvað mig dreymdi í nótt að var. Ég sá
þig, og meðan þú varst að segja okkur
frá þessu kom dúfa og settist á handlegg-
inn á mér, svo varð hún að engli sem sagði
okkur: Ykkur er óhætt að trúa þessum
manni. Bókin, sem hann er með hefir
sannleik að geyma. í þessu vaknaði ég“.