Stjarnan - 01.07.1951, Side 3
STJARNAN
51
búinn að mæta honum þegar hann, kon-
ungur konunganna og Drottinn drotnanna
kemur í dýrð sinni og allir englarnir með
honum? A. R. C.
---------it---------
XXV. Kraftaverkalækningar og
hollir lifnaðarhættir
Guð skapaði manninn hraustan og full-
kominn. Lífsins tré var nauðsynlegt til
að viðhalda endalausu lífi. lMós. 3:22.—23.
Jafnvel þó Adam væri útilokaður frá lífs-
ins tré þá lifði hann 930 ár.
Syndin hafði í för með sér sjúkdóm,
þjáning og dauða. Synd, sjúkdómur og
dauði er alt veruleiki en engin ímyndun.
I. HvaSa meðal er til við bölvun synd-
arinnar?
1. Jesús frelsaði oss frá henni.
„Kristur keypti oss undan bölvun
lögmálsins, með því að verða bölv-
un fyrir oss, því að ritað er: „Bölv-
aður er hver sá, sem á tré hangir“.
Gal. 3:13.
2. Oss er veití náð og kraftur til að
lifa nýju lífi.
„Vitið þér ekki að allir vér sem
skírðir erum til Krists Jesú, erum
skírðir til dauða hans. Vér erum því
greftraðir með honum fyrir skírn-
ina til dauðans, til þess eins og að
Kristur er uppvakinn frá dauðum
fyrir dýrð föðursins, svo skulum við
ganga í endurnýjungu lífsins“.
Róm. 6:1.—4.
II. Hvaða hjálp veitti Guð móti dauð-
anum?
1. Guð auðsýnir kærleika sinn til vor
þar sem Kristur er fyrir oss dáinn
meðan vér enn vorum í syndum
vorum“. Róm. 5:8.
2. Allir deyja náttúrlegum dauða.
„Því að eins og allir deyja fyrir
samband sitt við Adam, svo munu
allir lífgaðir verða fyrir Krist“.
3. Fagnaðareríndið frelsar oss ekki frá
náttúrlegum dauða, heldur frá
hinum öðrum, eða eilífa dauða.
„Sæll og heilagur er sá, sem á hlut
í fyrri upprisunni, yfir þeim hefir
hinn annar dauði ekki vald“.
Op. 20:6.
III. Hvaða hjálp veiiir Guð gegn sjúk-
dómum?
] Guð vill vér njótum góðrar heilsu.
„Ég bið þess minn elskaði að þér
vegni vel í öllum hlutum, og að þú
sért heill heilsu eins og sál þinni
líður vel“. 3 Jóh. 2.
3. Stundum læknar Guð með krafta-
verki. „En Pétur sagði . . . . í nafni
Jesú Krists frá Nazaret þá gakk þú.
Og hann tók í hægri hönd hans og
reisti hann á fætur. En jafnskjótt
urðu fætur hans og öklar styrkir
og hann .... gekk um kring og
hljóp og lofaði Guð“. Post. 3:1.—8.
4. Náttúrlegar lækningar eru líka náð-
argjöf Guðs.
IV. Læknar Guð öll börn sín ef þau
verða sjúk?
1. Jesús læknaði tengdamóður Péturs.
„Og er Jesús kom í hús Péturs sá
hann tengdamóður hans sem lá með
sótthita. Hann snart hönd hennar
og sótthitinn fór úr henni, og hún
reis á fætur og gekk honum fyrir
beina“. Matt. 8:14.-15.
2. Páll fékk ekki lækningu. „Og til
þess ég skuli ekki hrokast upp af
hinum miklu opinberunum, er mér
gefinn fleinn í holdið, satans engill
til að slá mig . . . um hann hefi ég
þrisvar beðið Drottinn þess að hann
færi frá mér. Og hann hefir svarað
mér: Náð mín nægir þér því að
mátturinn fullkomnast í veikleika“.
2 Kor. 12:7,—9.
3. Sjúkdómur er als ekki vottur um
veika trú. „Vert þú ekki lengur að
drekka vatn, heldur skalt þú neita
lítils eins af víni vegna maga þíns
og veikinda þinna, sem eru svo tíð“,
1 Tím. 5:23.
V. Eru kraftaverk merki upp á sannan
kristindóm?
1. „Og margir komu til hans (Jesú) og
þeir sögðu: Jóhannes gjörði að sönnu
ekkert tákn, en alt sem Jóhannes
sagði um hann var satt“. Jóh. 10:41.
2. Það eru ekki margar frásagnir um
að postularnir hafi læknað.
3. Jesús læknaði konu sem hafði verið
krept í 18 ár.
4. Jesús varar við falskennendum,
sem gjöra tákn og undur. „Upp
munu rísa falskristar og falsspá-
menn, og þeir munu gjöra stór tákn