Stjarnan - 01.07.1951, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.07.1951, Blaðsíða 8
56 STJARNAN STJARNAN Authorized as second class mail, Post Office Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ontario. Ritstjörn og afgreiOslu annast: MISS S. JOHNSON, Lundar, Man., Can. Þegar það meinar sigur að gefast upp Þegar Mahmud sigraði Indland stóð hann um stund hikandi frammi fyrir stóru goðalíkneski. Brahmanar beiddu hann að hlífa þessum Guði sínum, og buðu honum mikla fjárupphæð ef hann eyðilegði ekki skurðgoðið. Hann var á báðum áttum. Hví skyldi hann hafna þeim auð sem honum var boðinn? Að lokum réð hann af að eyði- leggja goðið, þó það væri skaði fyrir hann sjálfan, svo hann skipaði fyrir að brjóta líkneskið. Þegar hamarinn braut líkneskið, sem var holt innan, hugsið yður bara, þá féll út að fótum Sigurvegarans hrúga af dýrmætustu gimsteinum og demöntum. Verðmæti þeirra var miklu meira en hon- um hafði verið boðið ef hann vildi hlífa líkneskinu. Mahmud bjóst við miklu fjár- tapi en það reyndist margfaldur gróði. Hið sama á sér stað með kristilegt líferni. Að snúa baki við heiminum er á- vinningur. Að gefa sig Guði meinar sigur. Sá, sem gefur Guði líf sitt finnur dyr von- arinnar standa opnar. Kristnir menn sem sætta sig við takmarkaða hlýðni, geta al- drei orðið sigri hrósandi meðan þeir halda þeirri stefnu. Þeir leggja lítið í sölurnar fyrir trú sína og njóta lítillar blessunar af henni. Sannkristinn maður gefur Guði sjálf- an sig skilyrðislaust. Hann fær fyrirgefn- ingu synda sinna, öðlast örugga von, hrein- leika hjartans, kraft heilags anda og þá gleði og þann frið, sem heimurinn getur hvorki gefið né tekið. — Skortur á þeim frið veldur því að hjörtu manna van- megnast. Eini vegurinn til að komast áfram og sigra í baráttu lífsins er að vera sannkrist- inn, slíta öllum félagsskap við satan, synd- ina og heiminn, en gefa Jesú fullkomin umráð yfir hjarta sínu. Vér þurfum að segja með Páli postula: „Eitt gjöri ég, ég gleymi því sem að baki er en seilist eftir því sem fyrir framan er, og keppi þannig að markinu til verðlaunanna, sem him- inköllun Guðs fyrir Krist Jesúm býður“. Vér þurfum að fylgja ráðum Páls til Tímó- teusar: „Ver allur í þessu“, — að fram- kvæma kristilegar skyldur sínar, sá sem gjörir það öðlast miklu meiri auð heldur en Mahmud þegar hann braut líkneskið. Þá munum vér finna að Jesús er við- kvæmur kærleiksríkur leiðtogi, vinur, sem uppfyllir allar þarfir og fyllir hjörtu vor fögnuði og friði. Vinur sem aldrei bregst. Satan telur mönnum trú um að kristin- dómurinn svifti lífið allri gleði. En hann er lygari. Davíð segir sannleikann: „Gleði- gnótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu“. Já, líf með Guði er sannfarsælt líf. Þegar Jesús dó á krossinum var sat- an fullkomlega yfirunninn.. Alt sem vér þurfum að gera er að gefa Jesú full umráð yfir lífi voru. Þá munum vér líka gleðjast yfir fullkomnum sigri. Þá munum vér vita af eigin reynslu að sannur kristindómur er meira virði en alt annað. Þá munum vér vita að undirgefni undir Guðs vilja meinar öruggan sigur. E. E. Andross ------------------•☆•---------- Smávegis „Þú getur gefið án'þess að elska, en þú getur ekki elskað án þess að gefa“. ☆ ☆ ☆ Mótmælendur í Bandaríkjunum gáfu yfir eina biljón dollara til kirkna sinna árið 1950. Það var meira en gefið hafði verið á einu ári nokkru sinni fyr. ☆ ☆ ☆ Nú er komið í móð í Frakklandi að lita hund frúarinnar í samræmi við litinn á kápu hennar, svo að þau eigi betur sam- an þegar þau eru úti á skemtigöngu. Þess er ekki getið hvernig héppa geðjast að litarbaðinu. ☆ ☆ ☆ Mr. M. Kerwick í Darwin, Ástralíu, hefir veitt því eftirtekt að krókódílar lað- ast að söng og hljóðfæraslætti. Hann hefir gjört tilraunir með þetta sem sannfæra bæði hann og vini hans. ☆ ☆ ☆ Árið 1950 voru fréttablöðum Banda- ríkjanna borgaðar $499.019,000 fyrir aug- lýsingar.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.