Stjarnan - 01.09.1951, Síða 4
68
STJARNAN
Páfinn var handtekinn 1798, fluttur
til Frakklands og dó þar í varðhaldi.
10. Dýrið hefir númer sem er manns
nafn. Titill páfans, Staðgöngumaður
Guðs sonar er á latínu: „Vicarivs
Filii Dei.“ Stafir þeir í þessum titli
er hafa talnagildi eru samanlagðir
666.
Öll undanfarin atriði benda ótvír-
ætt á, að dýrið sem hér er talað
um er páfavaldið. Hve nær það
komst til valda. Tímalengdin sem
það hafði yfirráðin. Framkoma þess
gagnvart kristnum mönnum, sárið,
eða hnekkir sem það fékk 1798, og
hvernig banasárið var læknað og
páfavaldið hóf sig upp aftur. Alt
þetta þýðir upp á páfavaldið.
II. Líkneski af dýrinu áfii að koma fram
á sjónarsviðið. Op. 13:14-15.
1. Páfavaldið var kirkja sem stjórnaði
ríkinu.
2. Líkneski yrði annað kirkjuvald sem
beitti sér á líkan hátt.
3. Líkneski dýrsins mun reyna að
neyða menn til að taka merki dýrs-
ins.
III. Innsigli Guðs og merki dýrsins, er í
gagnstæði hvert við annað.
1. Guð hefir merki eða innsigli til að
sýna veldi sitt.
a. Innsigli guðs er hvíldardagurinn,
sjöundi dagur vikunnar. „Sannlega
skuluð þér halda mína hvíldardaga,
því hann er teikn milli mín og yðar
frá kyni til kyns, svo þér vitið að
ég er Drottinn sá er yður helgar . . .
Æfinlega skal hann vera teikn milli
mín og ísraelsmanna, því að á sex
dögum gjörði drottinn himin og
jörð, en sjöunda daginn hvíldist
hann.“ 2 Mós. 31:13.-17.
b. Hann var stofnaður við lok sköp-
unarverksins. „Þannig algjörðist
himin og jörð og allur þeirra her,
og Guð lauk á hinum sjöunda degi
verki sínu . . . og Guð blessaði hinn,
sjöunda dag og helgaði hann af því
að á honum hvíldist Guð af verki
sínu sem hann hafði skapað og
gjört.“ 1 Mós. 2:1-3. „Minstu þess
að halda hvíldardaginn heilagan.
Sex daga skalt þú erfiða og vinna
alt þitt verk, en sjöundi dagurinn er
hvíldardagur helgaður Drotni Guði
þínum, þá skalt þú ekkert verk
vinna og ekki sonur þinn eða dóttir
þín, þræll þinn eða ambátt þín eða
skepnur þínar, eða nokkur útlend-
ingur sem hjá þér er innan borgar-
hliða þinna, því að á sex dögum
gjörði Drottinn himin og jörð hafið
og alt sem í þeim er og hvíldist
sjöunda daginn, fyrir því blessaði
Drottinn hvíldardaginn og helgaði
hann.“ 2 Mós. 20:8-11.
c. Hann er óbreytarilegur veruleiki,
minning um sköpunina. Hann stend-
ur í gildi til eilífðar. „Því eins og
hin nýi himin og hin nýja jörð sem
ég skapa standa stöðug fyrir mínu
augliti, eins mun afsprengi yðar og
nafn standa stöðugt. Og á mánuði
hverjum tunglkomudaginn og á viku
hverri hvíldardaginn skal alt hold
koma og falla fram fyrir mér, segir
Drottinn." Jes. 66:22-23.
2. Guð gjörði hvíldardaginn að innsigli
stjórnar sinnar. „Bind þú saman
vitnisburðinn og innsigla kenning-
una hjá lærisveinum mínum.“ Jes.
8:16. Innsigli sýnir nafn, titil og
pláss sem stjórnandinn ræður yfir.
Hvíldardagsboðorðið inniheldur alt
þetta.
3. Guð sagði fyrir að vald nokkurt
mundi reyna að breyta lögmál og
innsigli hans. „Hann mun hafa í
hyggju að umbreyta helgisiðum og
Iögum“. Dan. 7:25.
Hvíldardags boðorðið hefir með tíma
að gjöra.
4. Páfavaldið bendir á sem merki upp
á vald sitt að það hafi breytt hvíld-
ardeginum frá sjöunda til fyrsta
dags vikunnar. Það lagði Guðs
merki eða innsigli til hliðar, en setti
upp sitt eigið í þess stað.
IV. Páfamerkið, sunnudagshaldið verður
lögleiti. Það hefir alvarleg áhrif
bæði á lifnaðarhætti og viðskifti
manna. „Og því var veitt að gefa
líkneski dýrsins anda, til þess að
líkneski dýrsins gæti jafnvel talað.
og komið því til leiðar að allir þeir
yrðu deyddir, sem ekki skyldu vilja