Stjarnan - 01.09.1952, Page 2

Stjarnan - 01.09.1952, Page 2
66 STJARNAN þú hugsar aðeins um að safna þeim saman fyrir sjálfan þig, en aftur á móti í sínu fulla verði, ef þú notar þá fyrir Meistar- ann. Á þessum tíma tækifæranna eru þeir meira virði en þeir munu verða eftir tvö eða þrjú ár. Nú er tækifærið til að nota fjármunina fyrir Krist og hjálpa hinum þurfandi bæði nær og fjær. Vel sé þeim, sem losa sig við eigur sínar í tæka tíð og setja peninga sína í starfið í hinum him- neska banka. Og meira en þetta getum við gert. Við getum á meðan við lifum gengið frá erfða- skrá, svo að eignir okkar gangi til starfs Guðs að okkur látnum, ef ekki eru ná- komnir ættingjar, sem þarfnast þeirra. Mundu að peningar þínir hafa verð- mæti í sér aðeins í samræmi við það, hvernig þú notar þá. Ef þeim er safnað saman, eru þeir verðlausir. Ef þeir eru notaðir fyrir Krist og tapaðar sálir, hafa þeir ómetanlegt verðmæti. Hvers vegna ekki að nota þá í starfið fyrir Guð? í hendi hans munu þeir aldrei tapa verðmæti sínu. —D. A. DELAFIELD --------------------- Hefjið upp augu yðar „Heimskinginn segir í hjarta sínu, enginn Guð.“ Sálm. 14:1. Það eru til margar dásamlegar upp- götvanir, sem framkvæma ýmislegt svo nákvæmlega og fullkomlega, að þær virð- ast næstum vera eins og vitsmunagæddar verur. Þegar við virðum fyrir okkur þess- ar vélar, nákvæmar hreyfingar þeirra og fullkomna vinnu, hverfur hugur okkar til þeirra sem fundu þær upp, og hagleika verkamannanna sem bjuggu þær til. T. d. Henry Ford og annara sem fullgjörðu bíl- ana, einnig metum við bræðurna Wright mikið, en þeir gjörðu flugferðirnar mögu- lega, ennfremur Gutenberg, uppgötvara prentlistarinnar, og þeirra sem fullkomn- uðu prentlistina. Það var ekki af tilviljun að þessir hlutir urðu til. Við vitum að heilafrumur gáf- aðra manna störfuðu og fundu þá upp, og starfssamar hendur bjuggu þá til. Þess- ar vélar framleiddu sig ekki sjálfar og geta ekki haldið áfram vinnu sinni án um- hyggju og eftirlits duglegs framkvæmda- stjóra. Hver gæti verið svo heimskur að haida því fram, að mismunandi hlutar prentvélarinnar flyttu sig saman og settu sig á hreyfingu án utanaðkomandi krafta. Og þó eru til menn á vorum dögum, já, jafnvel menn sem álitnir eru vitrir, sem halda því fram að alheimurinn hafi orðið til af sjálfum sér. Þeir sjá sólirnar og stjörnurnar hreyfast reglubundið á him- inhvolfinu, án núnings eða árekstra. Okkur er sagt, að við séum í 93,000.000 mílna fjarlægð frá sólinni, og þó við förum í kringum hana einu sinni á ári, snertum við hana aldrei eða aðra hluta sólarkerfis- ins. Vélasamsetningar manna bregðast, hlutir brotna eða slitna og það verða á- rekstrar og eyðileggingar. En þessar sólir og reikistjörnur halda áfram reglubundið öld eftir öld og bregðast aldrei eða slitna. Hvað veldur, hvað viðheldur öllu þessu í fullkominni reglu? Lýsir þetta ekki allt voldugu stjórnarvaldi, sem skarar fram úr öllu sem menn nokkru sinni geta gjört? Orð sálmaskáldsins eru áþreifanlega sönn í Sálm. 19.1.—3. „Himnarnir segja frá Guðs dýrð og festingin kunngjörir verkin hans handa. Hver dagurinn af öðrum mælir orð, hver nóttin af annari tala speki.“ Já, himnarnir segja ekki aðeins frá til- verið Guðs, en einnig dýrð hans. Dag og nótt talar Guð til okkar um vísdóm sinn og vald, og hann talar til okkar á því máli, sem við skiljum. Guð viðheldur alheimin- um, en hann talar einnig til allra manna í gegnum máttarverk sín, og hann segir við hvern og einn á hans máli: „Hefjið upp augu ykkar.“ Jes. 40:26. Já, Guð talar til allra manna með dá- semdarverkum sínum. Hvernig getur þá nokkur verið svo blindur að viðurkenna verk vesæls manns, en vilja ekki kannast við skaparann, hann sem viðheldur al- heiminum. lRóm. 1:19.—20. stendur: „Með því að það sem vitað verður um Guð, er augljóst meðal þeirra, því að Guð hefir birt þeim það. Því að hið ósýnilega eðli hans, bæði hans eilífi kraftur og Guðdóm- leiki, er sýnileg frá sköpun heimsins, með því að það verður skilið af verkunum. Mennirnir eru því án afsökunar.“ Með öll- um þessum vitnisburðum verður vantrúar- maðurinn án afsökunar og orð sálma- skáldsins reynast sönn. —I. A. CRANE

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.