Stjarnan - 01.09.1952, Page 8
72
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00
a year. Publishers: The Can. Union Conferénce
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
Ritstjórn og afgreiðslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar_ Man., Can.
„Þetta líf er í hans syni. Sá sem hefir
soninn hefir lífið, sá sem ekki hefir son-
inn hefir ekki lífið.“ lJóh. 5:11.—12. Yður
sem trúið er hann dýrmætur.“ lPét. 2:7.
Hefir þú meðtekið Guðs gjöf? Ef ekki þá
gjör það nú og seg með Páli postula: „Þökk
sé Guði fyrir sína óumræðilegu gjöf.“
2Kor. 9:15.
—L. W. SHAW
☆
Smávegis
Ungverjaland leyfir íbúum sínum að
skrifa aðeins þrjú bréf á ári til ættingja
sinna í Vesturheimi. Þessi frétt kom með
flóttafólki sem nýlega kom til Vínarborg-
ar. Það er ímyndun manna að öll smáríkin
undir Rússa stjórn vilji takmarka svo
mikið sem unt er bréfaviðskifti fólksins
við Vesturheiminn.
☆ ☆ ☆
Lögreglan í Dover, Ohio, skildi ekkert
í hvernig smápeningum var stolið, sem
Mrs. Staneart hafði látið í pósthólfið fyrir
frímerki. Loks fundu þeir að smáfugl einn
hafði náð 1 peningana. Póststjórnin ákvað
að engin lögsókn skyldi hafin á málinu.
☆ ☆ ☆
Frá Cleveland, Ohio, koma þær fréttir
að rakarar ætli að setja upp verðið fyrir
vinnu sína. Hér eftir verður maður að
borga 75 cent fyrir að láta raka sig, og
dollar og fimtíu cent fyrir að klippa hárið.
☆ ☆ ☆
Menn geta vitað aldur fiska með því
að telja hringana á hreistrinu.
☆ ☆ ☆
-Fimtán miljón dollara verksmiðja er
bygð í Florida til að búa til pappír úr
úrgangi sykurreyrsins.
☆ _ ☆ ☆
Þegar Atomsprengja á sér stað, þá
stígur skýið sem við það myndast 10 þús-
und fet upp í loftið á fjórum fimtu úr
mínútu.
☆ ☆ ☆
Blindur maður sem dó nýlega í Perth
i Ástralíu ánafnaði hundinum sínum, Toby,
3 dollara á viku lífeyrir, svo hann gæti
lifað á steik, fiski og öðru góðgæti.
☆ ☆ ☆
Á þjóðvegum Ameríku eru hér um bil
tvö og hálf miljón keyrsluvagnar (trucks),
sem eru yfir 10 ára gamlir.
☆ - ☆ ☆
Á veiðilleyfistímanum í Bandaríkjun-
um árið 1951 urðu 852 menn óvart fyrir
skoti, 173 þeirra dóu af skotinu.
☆ ☆ ☆
Seinast þegar hermenn frá borgara-
stríði Bandaríkjanna héldu fund með sér
voru aðeins 12 eftir lifandi. 1 lok borgara-
stríðsins voru þeir þrjár miljónir.
☆ ☆ ☆
Yfir 5.000 hellar hafa fundist í Banda-
ríkjunum. Giskað er á að það sé aðeins einn
tíundi af hellum þeim sem þar eru, hinir
hafa ekki fundist ennþá.
☆ ☆ ☆
Ein af hinum stærstu úraníum námum
hefir fundist í Brezku Vestur-Afríku ný-
lendunni, Nigeria.
☆ ☆ ☆
Ein miljón eplatré í Danmörku verða
brend í sumar, segir Hans Ch. Madsen,
formaður ávaxtaframleiðslufélagsins. Eft-
irspurn eftir eplum er svo lítil að bændur
hafa ekki fengið framleiðslukostnaðinn.
Italir auglýsa að þeir hafi selt 37 miljón
bækur til landsmanna sinna árið sem leið.
Mannfjöldinn er 48 miljónir. Fólkið í
Lombardy héraðinu er það bókhneigðasta
meðal ítala.