Stjarnan - 01.08.1953, Qupperneq 2
58
STJARNAN
Látum nýja náð á hverjum morgni
vekja þakklæti í hjörtum vorum fyrir hans
kærleiksríku umhyggju fyrir oss. Þegar
vér opnum augum að morgninum þá 'þökk-
um Guði fyrir varðveizlu hans yfir nótt-
ina, þökkum honum fyrir frið og rósemi
hjartans. Látum þakklæti eins og sætan
ilm stíga upp að hásæti Guðs frá hjörtum
vorum bæði morgun, kvöld og miðjan dag.
„Ef vér vitnuðum meira um trú vora og
værum þakklátari fyrir þá blessun sem
vér njótum, þá mundi trú vor verða sterk-
ari og fögnuður vor dýpri og innilegri.
Vér getum ekki með orðum lýst eða skilið
fullkomlega þá blessun, sem hægt er að
öðlast með því að meta og láta hugann
dvelja við gæzku Guðs og kærleika hans
til vor. Jafnvel hér í heimi getum vér
notið fagnaðar sem er eins og uppsprettu-
lind, er flýtur til vor frá hásæti Guðs.“
Því nánara og stöðugra samfélag, sem
vér höfum við Jesúm, því meiri blessunar
munum vér njóta. Vér ættum stöðugt að
finna til nálægðar hans og finna oss knúða
til að vegsama hann. „Því að miskunn þín
er mætari en lífið, varir mínar skulu veg-
sama þig.“ Sálm. 63:4.
„Hvílíkt umhugsunarefni er fórnin, sem
Jesús færði til frelsunar glötuðum syndur-
um. Hvernig getum vér metið alla þá
blessun, sem hann ávann oss með því að
fórna sjálfum sér. Gat hann liðið meira?'
Gat hann keypt fyrir oss dýrðlegri fram-
tíð? Það ætti að geta brætt hjarta af
steini að minnast þess að hann fyrir ogs
yfirgaf dýrð himinsins, leið fátækt, fyrir-
litning, ofsóknir og smánarlegan dauða.“
Ó, hvílík hugsvölun felst í þessum orð-
um: „Óttast þú eigi, því ég frelsa þig . . .
Þú ert minn.“ Jes. 43:1. Ég er hans, frels-
aður fyrir dauða hans á krossinum. Varð-
veittur fyrir kraft hans, upprisu og sam-
félagið við hann.
Hvílíkan. kærleika Guð hefir auðsýnt
oss glötuðum syndurum að sameina oss
sjálfum sér til að vera hans eigin eign.
Hvílíka fóm lausnari vor bar fram til þess
að vér mættum öðlast barnarétt hjá Guði,
verða synir hans og dætur. Vér ættum
að vegsama hann án afláts fyrir þá bless-
uðu von sem oss er veitt í fagnaðar erind-
inu. Vér ættum að vegsama hann fyrir þá
himnesku arfleifð, sem oss er fyrirbúin
og geymd á himni, og öll hans dýrmætu
fyrirheit, vegsama hann fyrir að Jesús er
við föðursins hægri hönd og biður fyrir
oss.
„Þeir skulu þakka Drotni miskunn hans
og dásemdarverk hans við mannanna
börn.“ Sálm. 107:8.
—INEZ BRASIER
-------☆---------
Hættulegt sjálfsálit
Naman hinn holdsveiki sneri við í reiði
sinni. Hann átti kost á lækningu, en af
því það særði sjálfsálit hans, þá var hann
að því kominn að kjósa heldur veg lifandi
dauða.
Þessi voldugi hershöfðingi Sýrlendinga
hafði komið til Elísa spámanns með tignu
föruneyti til að fá lækningu við holds-
veikinni. Hestar og riddarar höfðu farið
á undan honum og á eftir eins og hæfði
tign hans.
Ef spámaðurinn hefði sýnt honum sér-
staka virðingu, eða skipað honum erfitt
hlutverk, þá hefði það ekki sært sjálfsálit
hans. En að senda þjón með þá orðsend-
ingu til hans, að hann skyldi dýfa sér sjö
sinnum niður í ána Jórdan, það var of
mikið fyrir hroka hans.
Fortölur eins af þjónum hans varnaði
honum frá að hafna þeirri lækningu, sem
hann átti kost á. „Hvílíkur hroki og
heimska hjá þessum manni,“ hugsum vér
þegar vér lesum söguna.
En hversu þroskuð, sem dómgreind vor
er, þá erum vér allir hver öðrum líkir
hvað sjálfsálit snertir. Að leiða athygli
annara að sér er manninum eins náttúr-
legt eins og að draga andann. Hvort sem
vér erum ungir eða gamlir, ríkir eða fá-
tækir, þá viljum vér að oss sé veitt eftir-
tekt. Flest áform vor og fyrirtæki hafa
bak við sig óskina um að vera í góðu áliti
hjá samtíðarmönnum vorum.
„Ég er að búa mig undir að vera kenn-
ari, því kennarar eru í góðu áliti,“ sagði
nemandi einn, sem hvorki geðjaðist að
starfinu né var vel til þess fallinn.
„Skrifaðu þeim ekki að John sé að vinna
úti á landi,“ sagði móðirin, sem óskaði
eftir að sonur sinn yrði annað hvort lög-
maður eða læknir. „Hann varð að hætta
við lögfræðisnámið vegna stríðsins.“
Óskin um að njóta aðdáunar meðbræðra