Stjarnan - 01.08.1953, Blaðsíða 4
60
STJARNAN
inn hersveitanna í dýrð hans, þá munum
vér ekki lengur keppa eftir upp'hefð og
áliþi manna, og ekki verða sárir yfir því,
að aðrir eru teknir fram yfir oss.
Frjálsræði og sjálfstæði fylgir sannri
auðmýkt. Engin öfundar tilfinning særir
hjarta þess, sem hefir lært af Jesús að
vera auðmjúkur og lítlilátur. Upphafning
og álit annara gleður og hughreystir þá.
Hinir auðmjúku munu landið erfa. Það
voru hirðarnir sem stóðu yfir hjörð sinni,
en ekki embættismennirnir við hirðina,
sem heyrðu englasönginn. Vér skulúm því
gefa Jesú hjörtu vor, svo hann geti um-
myndað þau og kent oss lexíu sannrar
auðmýktar.
—EDITH PETERSON
-------☆--------
„Hafið hugann á því himneska"
Vér skiljum ekki þá möguleika, sem
Guð hefir gefið oss í sjáifum oss og
hugsanalífi voru. Það sorglega er að synd-
ugur maður lætur huga sinn dvelja við
nær því alt annað heldur en skapara sinn
og Drottinn, eða hafa samfélag við hann.
Maðurinn reynir sjaldan að brúa djúpið
milli himins og jarðar með því að hugsa
um hið eilífa og ósýnilega og að biðja til
Guðs. Hugsanir hans snúast venjulega um
hið jarðneska. Á þennan hátt hefir hann
ekkert samband við hásæti Guðs, og Guð
er sjaldan í huga hans eða honum fyrir
hugskotssjónum. Hann fær betri skilning
á því sem hugur hans dvelur við, sem er
viðfangsefni viðskiftamanna, félagsmál,
skemtanir eða eitt'hvað sem verra er.
Það er engin furða þó Guð og hans ríki
sé ekki veruleiki fyrir fjöldanum af fólki.
Engir trúarbragðasiðir eða kirkjuganga
einu sinni í viku getur breytt þessu og alt
í einu snúið hug og hjarta mannsins til
Guðs, svo hann geti notið dýrðlegs
fagnaðar í samfélaginu við hann. Það
væri of mikið að vænta þess. Það sem
maðurinn er með lífi og sál 6 daga vik-
unnar, það er hann líklegastur til að vera
þann sjöunda. Ef hugsanir hans snúast
stöðugt um jarðneska hluti hvenær sem
hann er vakandi alla virku daga vikunnar,
þá væri það blátt áfram kraftaverk, ef
allar hugsanir hans snerust um himneska
hluti á helgidegi hans. Ef nálægð Guðs á
að verða veruleiki fyrir oss, þá þurfum
vér alla daga vikunnar að leita hans og
hugsa um hvað honum er þóknanlegt.
Margir sem bera kristið nafn kannast
við að Guð og hans ríki sé ekki skýr veru-
leikihjá þeim. Það er alvarlegt ástand, því
tilgangur kristindómsins er fremur öllu
öðru, að veita oss þekking á Guði, og undir-
búa oss undir borgararétt á himni. Jesús
segir: „Þetta er hið eilífa lífið, að þeir
þekki þig hinn eina sanna Guð og þann
sem þú sendir Jesúm Krist.“ Jóh. 17:3.
Hann segir ennfremur: „I húsi föður míns
eru mörg híbýli, væri ekki svo mundi ég
þá hafa sagt yður að ég færi burt að búa
yður stað, og þegar ég er farinn burt og
hefi búið yður stað, kem ég aftur og mun
taka yður til mín, til þess að þér séuð
þar sem ég er.“ Jóh. 14:2.—-3.
Ef Guð og himnaríki er ekki veruleiki
í huga vorum, þá eru trúarbrögð vor ekki
veruleiki, hversu myndarleg sem kirkju-
byggingin er eða fjölmennur söfnuðurinn.
Tilgangurinn að sækja kirkju er ekki það
að sjá skrautlega kirkjubyggingu eða
mæta skemtilegu fólki, 'heldur að mæta
Guði og búa sig undir að dvelja hjá honum
eilíflega. En ef Guð og himnaríki er að-
eins óskýr, þokukend hugmynd hjá oss,
hvernig getum vér þá haft stöðugan og
vaxandi áhuga fyrir því að lifa samkvæmt
trúarjátning vorri og undirbúa oss undir
himnaríki?
Nú vaknar spurningin: Hvernig getur
Guð og hans ríki orðið veruleiki fyrir oss?
Framför vors andlega lífs er undir þessu
svari komin. Enginn hefir ánægju af að
lifa í þoku og sjá menn eins og tré í hreyf-
ingu. Vitnisburður helgra manna gegn um
aldirnar bendir á að það er mögulegt að
Guð og hans dýrðarríki verði æ verulegra
eftir því sem árin líða. En vér verðum að
lifa samkvæmt trúarjátning vorri, eins og
þessir Guðs menn gjörðu ef vér viljum
njóta sömu trúarfullvissu og þeir höfðu.
Til eru safnaðarmenn sem vænta
að á einhvern yfirnáttúrulegan hátt muni
Guð og himnaríki verða opinberað fyrir
þeim, án þess þeir eigi nokkurn þátt í því
sjálfir. Þeir munu verða fyrir vonbrigð-
um. Það hefir verið aðeins örsjaldan að
Guði hafi þóknast að opna augu dauðlegra
manna, svo þeir gætu séð komandi heim,
og oftast hefir þetta verið opinberað að-