Stjarnan - 01.09.1953, Qupperneq 3

Stjarnan - 01.09.1953, Qupperneq 3
STJARNAN 67 vil þú sért einlægur í einu sem ég ætla að spyrja þig, og þá lofa ég þér því, að ég skal vera vægur við þig í öllu öðru sem þú ert sakaður um. Hinum megin hafsins er Tyndal, Joye og fleiri af ykkar flokki. Þeir geta ekki komist af hjálpar- laust, það hljóta að vera einhverjir sem sjá þeim fyrir fé, og þú sem ert einn af þeim átt hlut í því og veist hver leggur honum til peninga. Segðu mér hverjir hjálpa honum með fjárstyrk.“ „Herra minn,“ svaraði Konstantine, „ég skal segja þér sannleikann — það er bisk- upinn í Lundúnaborg, sem hefir hjálpað okkur, hann borgaði svo mikla peninga fyrir Nýja Testamentið til að geta brent það. Þetta hefir verið bezta hjálpin.“ „Hugsa sér það,“ sagði Thomas More. „Ég er á sama máli og þú, því ég sagði biskupinum þetta áður en hann keypti upplagið.“ Skömmu seinna prédikaði biskupinn við Páls Kross og mótmælti nýju þýð- ingunni, að lokinni ræðu kastaði hann í eldinn Nýja Testamentinu sem hann hélt á í hendinni. Thomas More tók í sama strenginn. Óvild hans sést bezt af lýsingu hans á þýðingunni á Jónasar spádómsbók: „Jónas, þýdd eftir Tyndal — þeir sem hafa ánægju af að lesa þá bók standa í meiri hættu en Jónas, þeir eiga á hættu að djöfullinn gleypi þá, og þeir komi aldrei út aftur.“ Reiði manna yfir bókinni á Englandi var snúið á móti þýðandanum á megin- landinu. Tyndal var svikinn af manni, sem lést vera vinur hans, það var katólskur maður að nafni Henry Phillips. Eftir 18 mánaða þjáningar var Tyndal kyrktur og lík hans brent. „Drottinn, opnaðu augu Englands kon- ungs,“ voru síðustu orð hans. Og á seinni árum voru augu Englands konungs opnuð, auk þess hafa miljónir manna í öllum lönd- um fundið líf, Ijós og kærleika Guðs ljóma út frá hans blessuðu bók. Enska útgáfa Biblíunnar ber nafn James konungs. Fjöldi lærðra manna unnu að þýðingunni, sem kom út 1611. En það má í sannleika segja með tilhlýðilegri virð- ingu fyrir þeim sem eftir hann komu og á undan honum voru, að Biblían sem vér höfum í dag og elskum fyrir málsnild og fegurð hennar er að miklu leyti þýðing William Tyndals. —WARNER J. JOHNS --------☆------- Nærri kominn heim Það var seint um eftirmiðdaginn. Lestin var full af fólki. Hún staðnæmdist víða milli San Francisco og San Jose. Farþeg- arnir ráku sig hver á annan í flýtirnum að komast af lestinni eða á hana. Eitt var öllu fólkinu sameiginlegt og það var óskin um að komast heim. Ein kona á lestinni var svo upptekin við að prjóna, að hún gaf sér ekki tíma til að tála við neinn, þó sagði hún við konuna, sem næst henni sat, að hún væri að fara til Redwood, en það var langur vegur þangað svo hún keptist við prjóna- skapinn. Tíminn leið, lestin staðnæmdist oft og konan prjónaði af kappi. Svo beið hún dálítið og hélt upp því, sem hún var að prjóna til að líta á það. Lestin hafði staðnæmst líka. En rétt í því hún fór á stað aftur spurði einn farþeg- anna: „Mrs., heyrði ég þig ekki segja, að þú færir til Redwood?“ Konan hrökk við, leit út um gluggann, greip handtösku sína og hljóp til dyranna, en þá sá hún að bandhnykillinn hafði dottið á gólfið og bandið lá alla leið eftir ganginum. Hún flýtti sér að vinda það upp, en þegar því var lokið var lestin komin á svo hraða ferð, að ekki var hægt að komast út úr henni. Hið áríðandi augna- blik hafði komið og farið, en hún var óviðbúin. Auðvitað hafði hún kepst við að prjóna, en komst nú að raun um, að annað hefði verið nauðsynlegra. Lestin hélt áfram. Einn farþeganna hafði skilið eftir fréttablað í sæti sínu, þegar -hann fór út. Annar maður, sem hafði tekið eftir vandræðum konunnar, sem misti af járnbrautarstöð sinni, tók þetta blað og fór að lesa. Hann var svo niðursokkinn í lesturinn, að hann gleymdi öllu umhverfis sig. Loks leit hann út um gluggann, þegar lestin var rétt að byrja að hreyfast. Hvað sá hann? Það var hans járnbrautarstöð. Hann rauk til dyranna og stökk út. Hann var lánssamur að verða

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.