Stjarnan - 01.09.1953, Page 5
STJARNAN
69
inu Nazaret. Hann var samvizkusamur 1
öllu, sem hann gjörði.
Jesús gjörði alt Guði til dýrðar. Söngur
hjarta hans var: „Að gjöra þinn vilja,
minn Guð, er mér yndi.“ Elska hans til
Föðursins breytti ekki afstöðu hans gagn-
vart skyldum lífsins, heldur leiddi hann til
að gjöra alt trúlega, eins og fyrir Guð, en
ekki fyrir menn. Sannur kristindómur er
nothæfur mjög, aðeins ef hann sýnir sig í
allri framkomu mannsins, þá er hann
verulegur.
Dr. James Hastings segir: „Vér verðum
að taka boðorðin frá dýrð Sinai fjalls,
halda þeim fram og sýna gildi þeirra á
rykugum strætum jarðneskrar baráttu og
erfiðleika. Vér þurfum að endurrita þau
frá steintöflunni yfir á holdspjöld hjarta
vors. Vér verðum að breyta eftir þeim í
voru daglega lífi. Það er að taka Guð
fyrst.“
John Ruskin sagði: „Lögmál Guðs
manninum viðvíkjandi er það, að ef hann
er trúr og hlýðinn þjónn Guðs, þá fær
hann til endurgjalds þann fögnuð, sem
aðrir geta ekki skilið og engin tunga getur
útmálað. Hann fær endurgjald sitt hér
ekki síður en hér eftir. Hann fær fljótt
reynslu fyrir því „Að gjöra alt Guði til
dýrðar,“ veitir sannan fögnuð og frið hér
og nú. Vér njótum sannrar ánægju af því
að vinna og syngja fyrir Guð. Að vinna
með Guði og fyfir hann gjörir erfiðis-
verkin létt og skemtileg.
Það sem Guð heimtar er trúmenska, en
engin framúrskarandi afreksverk, sem
hrósað verði í blöðunum, heldur rólega,
stöðugt og trúlega að rækja hinar dag-
legu skyldur „Guði til dýrðar.“ Minnumst
þess, að þó vér höfum aldrei tækifæri til
að vinna stórvirki þá höfum vér þó dag-
lega tækifæri til að gjöra gott. Mann-
gæzka er það, sem vér eigum að kapp-
kosta og æfa, en ekki sækjast eftir heiðri.
Guð mun minnast trúmensku þinnar og
gefa þér sanna gleði dag frá degi er þú
vinnur fyrir hann, og síðan kalla þig heim
og gefa þér hlutdeild í sínu dýrðarríki
ásamt öllum hans trúföstu lærisveinum.
—ERNEST LLOYD
Heilbrigði og hamingja
Góð heilsa er dýrmætust allra jarð-
neskra gæða. Án hennar er lítil ánægja í
lífinu. Heilbrigði er kraftur sem veitir
manni ánægju af félagsskap trúaðra, gjör-
ir mann færan um að leysa vel af hendi
skyldur lífsins og hafa skemtun af vinn-
unni.
Þegar Jesús var hér á jörðinni gaf hann
í skyn að synd orsakar sjúkdóma. Hann
gaf oss dæmi upp á þetta í Guðspjöllun-
um, vér skulum athuga nokkur þeirra.
Vinir færðu Jesú mann sem hafði mátt-
leysisveiki. Allir sem séð hafa sjúkling,
sem þjáist af þessari veiki vita, að hann
er ólæknandi. Það er hrygðarsjón að sjá
slíkan sjúkling, hvort heldur sitjandi eða
standandi, hristast eins og lauf fyrir vindi.
Ef hann reynir að bera bolla að munni
sér hellist hann niður, og sífeldur ótti sést
á andliti mannsins. Þegar Jesús sá þennan
mann kendi hann í brjósti um hann og
sagði: „Vertu hughraustur, sonur, syndir
þínar eru fyrirgefnar.“ Matt. 9:2.
Hinir skriftlærðu hvísluðust á sín á
milli og sögðu: „Þessi maður guðlastar."
Þeir vissu ekki að hinn mikli læknir var
sonur Guðs. „En til þess að þér vitið að
mannsins sonur hefir vald á jörðu til að
fyrirgefa syndir — þá segir hann við lam-
aða manninn: — Statt upp tak rekkju
þína og far heim til þín.“
Maðurinn stóð strax upp og fór heim.
Hér virðist sem synd hafi orsakað mátt-
leysið. Þegar syndin var fyrirgefin þá var
maðurinn læknaður. Annað dæmi höfum
vér hjá manninum, sem lá við laugina
Bethesda og hafði verið veikur í 38 ár.
Svo er frá sagt að á vissum tíma kom engill
og hrærði upp vatnið í lauginni, og sá sem
fyrstur fór ofan í laugina eftir að hrært
var í henni læknaðist af hvaða sjúkdómi
sem þjáði hann.
Þessi maður gat ekki gengið og hann
hafði enga vini, sem gátu lyft honum og
látið hann ofan í laugina. En er Jesús kom
og sá hann liggja þarna aumkvaðist hann
yfir hann og spurði: „Viltu verða heill?“
Enginn getur ímyndað sér að maðurinn
hafi neitað því. Jesús sagði við hann:
„Statt upp, tak sæng þína og gakk.“
Seinna þegar Jesús mætti þessum
manni sagði hann: „Sjá, nú ert þú heill