Stjarnan - 01.09.1953, Page 7
STJARNAN
71
Jóhannes postuli segir: „Og á því vit-
um vér að vér þekkjum hann, ef vér höld-
um hans boðorð.“ lJóh. 2:4. Og frelsarinn
segir sjálfur: „Ef þér elskið mig þá haldið
þér mín boðorð.“ Það innifelur öll 10 boð-
orðin því Jesús er skaparinn ásamt föð-
urnum. „Allir hlutir eru fyrir hann gjörðir
og án hans er ekkert til orðið sem til er.“
Jóh. 1:3. Hann er líka herra hvíldar-
dagsins.
Grundvallaratriðið í kenningu Lúthers
var að Guðs orð ætti að vera reglan fyrir
trú og líferni manna. Hann lifði ekki nógu
lengi til að geta hreinsað burt úr kristninni
alt sem katólska kirkjan hafi innsett af
sínum eigin reglum, en það er engin af-
sökun fyrir nokkurn kristinn mann að
óhlýðnast skýru Guðs boði af því einhver
annar maður hefir ekki fylgt því.
Öll Guðs 10 boðorð hafa eilífðar gildi:
„Þangað til hin og jörð forgengur, mun
ekki hinn minsti titill eða bókstafur lög-
málsins líða undir lok.“ Það er ómögulegt
að afsaka sig með því að hann eða hún
geti ekki haldið Guðs heilaga hvíldardag
eins vel og öll hin boðorðin, það sýnir
aðeins skort á trú á Guðs fyrirheitum.
Jesús hefir alt vald á himni og jörðu. Hann
býður lærisveinum sínum: „Leitið fyrst
Guðs ríkis og hans réttlætis,“ og samtímis
fullvissar hann þá um að þeir muni fá
„hitt alt,“ það er nauðsynjar lífsins í við-
bót. Lesið Matt. 6. kap. 28.—33. vers.
Ef vér í sannleika erum lærisveinar
Jesú, þá hlýðum vér honum og fylgjum
kenningum hans. Jesús sagði: „Ef þér
haldið mín boðorð munuð þér standa stöð-
ugir í minni elsku, eins og ég hélt boðorð
föður míns og stend stöðugur í elsku hans.“
Guð ábyrgist framtíð vora ef vér fylgjum
honum og hlýðum í öllu.
Sumir afsaka sig með því að þeir haldi
Sunnudaginn, fyrsta dag vikunnar til
minningar um upprisu Krists. Hann hefir
aldrei boðið það, heldur segir hann: „Til
einskis dýrka þeir mig með því þeir kenna
þá lærdóma sem eru manna boðorð.“
Matt. 15:9. Aftur á móti er það skýrt tekið
fram í hvíldardags boðorðinu: „Sex daga
skaltu erfiða og gjöra alla vinnu þína, en
sjöundi dagurinn er hvíldardagur Drottins
Guðs þíns, þá skaltu ekkert verk vinna.“
Þarna er beint skipað að vinna 6 fyrstu
daga vikunnar, það meinar að sunnudag-
urinn er fyrirskipaður sem vinnudagur.
Guð hefir af miskunn sinni annast oss
og uppfylt þarfir vorar meðan vér af ógáti
og vanþekkingu brutum boðorð hans, get-
um vér þá ímyndað oss, að hann muni
sleppa af oss hendinni ef vér hlýddum
öllum hans boðorðum og fylgdum honum
með óskiftu hjarta? Það er óhugsandi.
Ég hef persónulega þekt marga, sem
fyrir lifandi trú á Guðs fyrirheit og elsku
til hans hafa kosið að hlýða öllum hans
boðorðum er þeir fengu meiri þekkingu,
sumir urðu að skifta um atvinnu, en sumir
ekki, en allir þessir hafa með fögnuði
fylgt frelsara sínum og um leið notið þess
friðar og fagnaðar, sem heimurinn getur
hvorki tekið né gefið, og Guð hefir upp-
íylt allar þeirra þarfir eftir ríkidómi sinn-
ar dýrðar í Drotni vorum Jesú Kristi.
Hvað því viðvíkur að minnast upprisu
Krists, þá gjörum vér það bezt með því
að fylgja Guðs orði. Jesús kom til að frelsa
sitt fólk frá þess syndum, og synd er yfir-
troðsla Guðs boðorða. Hann kom til að
frelsa oss frá að brjóta Guðs boðorð. Hann
dó fyrir vorar syndir, fórnardauði hans
kemur þeim til góða, sem á hann trúa og
sýna trú sína í verkinu. Þeir sem í sann-
leika trúa á Jesúm snúa frá syndinni.
Vér erum greftraðir með Kristi fyrir
skírnina til dauðans, svo að eins og Kristur
uppreis frá dauðum fyrir dýrð föðursins,
svo eigum vér einnig að ganga í endur-
nýjungu lífsins. Þegar vér erum skírðir
eins og Jesús var skírður, með niðurdýf-
ingarskírn, þá minnumst vér dauða hans,
greftrunar og upprisu.
Er það riokkur verulegur kristindómur
ef vér viljum aðeins fylgja Guðs orði
þegar það kostar litla eða enga sjálfsaf-
neitun, eða ef vér tökum tillit til þess,
hvað fjöldinn segir eða gjörir.
Það er himneskt að lifa, þrátt fyrir útlit
og ástand heimsins, ef vér erum eitt með
Jesú, hlýðum honum í öllu og fetum í fót-
spor hans, þá veitir hann oss hér og nú
óútmálanlega dýrðlega gleði og þann ör-
uggleik fyrir tíma og eilífð, sem ekkert
getur raskað.
„Hvað sem vér biðjum hann um fáum
vér af því vér höldum hans boðorð og
gjörum það, sem er þóknanlegt fyrir hans
augliti" lJóh. 3:22. —S. JOHNSON