Stjarnan - 01.10.1953, Qupperneq 2

Stjarnan - 01.10.1953, Qupperneq 2
74 STJARNAN Á þessum tíma dómsins eru menn hvattir til að „Óttast Guð og gefa honum dýrð.“ En menn virðast óttast alt í dag, nema Guð. Vér verðum að snúa aftur til föðurhúsanna, því vér sem kynslóð líkj- umst týnda syninum. „Vér höfum van- rækt Guð og lögmál hans,“ segir erki- biskupinn af York. Ef augu vor gætu opnast til að sjá og skilja kærleika Guðs til vor, þá mundum vér sýna honum heiður og lotningu. Allir hafa einhvern tíma á æfinni snúið baki við föðurhúsunum. En þrátt fyrir það hefir faðirinn ekki reiðst oss heldur „eins og faðirinn er börnunum líknsamur, eins hefir Drottinn sýnt miskunn þeim sem óttast hann.“ Þegar vér snúum aftur til Guðs þá lát- um vér vilja hans stjórna lífi voru. Vér verðum að hlýða sannleiksorði Guðs. Eitt- hvað áríðandi skortir í mörgum söfnuðum, sem þó bera kristið nafn. Það er skortur á þrédikun Guðs orðs. Páll postuli sá þetta fyrir, þegar hann skrifaði: „Þann tíma mun að bera er menn ekki þola hina heilnæmu kenningu, heldur kitlar þá ^á eyrunum, og þeir hópa að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum, og þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum, og snúa sér að æfintýrum.“ 2 Tím. 4:3.—4. Postulinn gefur beina skipun um að „prédika orðið.“ 2. vers. Eftir að fyrsti engillinn hafði flutt boð- skap sinn, þá sá Jóhannes annan engil fljúga gegn um loftið, hann sagði: „Fallinn er, fallin er Babýlon hin mikla, sem byrlað hefir öllum þjóðum af reiðivíni saurlifn- aðar síns.“ Op. 14:8. Boðskapur annars engilsins hvetur menn og konur til að skilja sig frá spilling heimsins og frá söfnuðum þeim, sem flytja falskenningar. Þeir sem elska Jesúm og eru fúsir til að hlýða grundvallarreglum Biblíunnar munu ganga út úr myrkri syndarinnar inn í Guðs aðdáanlega ljós. Guðs orð er hið eina áreiðanlega vegabréf því „Öll Ritn- ing er innblásin af Guði og er nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til mentunar í réttlæti, til þess að Guðs maður sé algjör, og hæfur til sérhvers góðs verks.“ 2 Tím. 3:16.—17. „Jesús tók því skýrt fram, að Guðs orð vitnaði um hann og boðskap hans.“ Jóh. 5:39. Fagnaðarerindið „Kraftur Guðs til sáluhjálpar,“ á að vera prédikað út um allan heim. Jesús bauð söfnuði sínum að flytja öllum þjóðum gleðiboðskapinn. Matt. 28:19.—20. Þegar þessu starfi er lok- ið kemur endir heimsins. Matt. 24:14. Hvað er innihald þessa boðskapar, sem er svo nauðsynlegur til sáluhjálpar? Það er í stuttu máli þetta: Guð er almáttugur elskandi faðir, sem gaf son sinn til að deyja, svo allir sem vildu viðurkenna fórn hans og trúa á hann gætu öðlast eilíft líf. Jóh. 3:16. og 1 Jóh. 4:9. Guð er skapari alheimsins og alls sem í honum er. Maðurinn var skapaður full- kominn og í Guðs mynd, en syndin eyði- lagði dýrð hans og fullkomleika. Jesús, eingetni Guðs sonur kom í þennan heim fæddur af meyju, og eftir að hafa lifað syndlausu lífi gaf hann sig til að deyja fyrir syndir mannkynsins. Maðurinn öðlast fyrirgefning og frelsun fyrir trú á Jesúm og fórn hans. Jesús reis upp frá dauðum og sté upp til himna, þar talar hann máli syndara og biður fyrir þeim. Lúk. 1:27, Jóh. 3:16., Róm. 5:10., Heb. 2:17. Það er nauðsynlegt einmitt nú að pré- dika um dómsdag því „Komin er stund dóms hans,“ og hver einasti maður verður dæmdur samkvæmt Guðs heilaga lögmáli. Tíu boðorðin eru Guðs eilífa óumbreyt- anlega lögmál, gefið manninum til að laga líf sitt eftir því. Það er nauðsynlegt fyrir Guð kærleikans og réttlætisins að gefa út slíkar reglur, sem sýna hvað er rétt og rangt. Kristnir menn varðveita boðorð Guðs af því þeir elska hann og hafa löngun til að hlýða honum. L. Jóh. 5:2.—4. Endurkoma Krists er huggun og von allra Guðs barna. Jesús mun koma aftur í dýrð og veldi, og „hvert auga mun sjá hann.“ Jafnvel þeir menn sem áður hafa gert gys að loforðinu um endurkomu Krists, eru nú farnir að kannast við að það er hin eina von heimsins. Maðurinn hefir ekki ódauðlegt eðli- Ódauðleiki er náðargjöf Guðs fyrir Jesúm Krist. Síðan maðurinn syndgaði hefir hann verið undir dauðadómi. Guð einn heíir ódauðleika. Þegar Jesús sigraði dauðann, þá fékst trygging fyrir eilífu lífi handa öllum, sem vildu meðtaka frelsið í Kristi. Ódauðleiki verður ekki veittur manninum

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.