Stjarnan - 01.10.1953, Page 5

Stjarnan - 01.10.1953, Page 5
STJARNAN 77 Guði geta menn ekki dulið ásigkomulag hjartans og hugarfarsins. Loforð á stjórn- málasviðinu sýnast oft vera gefin í hagn- aðarskyni, eða til að tryggja sér stöðu, Milli þjóða eins og milli einstaklinga lítur út eins og menn jafnvel búizt við að samningar verði rofnir. En minnumst þess, að þó loforð manna séu óáreiðanleg, þá stendur Guð ávalt við orð sín. Enginn getur bent á eitt einasta atvik, þar sem Guðs loforð hafa brugðist. „Himinn og jörð munu líða undir' lok, en orð mín munu alls ekki undir lok líða.“ Mark. 13:31. „Hann mintist síns heilaga heits við Abraham þjón sinn.“ Sálm. 105:42. Þegar Guðs útvalda þjóð var í þræl- dómi á Egyptalandi þá uppfylti Guð loforð sitt til þeirra. Hann frelsaði þá úr þræla- húsinu og leiddi þá inn 1 fyrirheitna landið. í bæn sinni við musterisvígsluna, sagði Salómon: „Lofaður sé Drottinn, sem veitt hefir hvíld lýð sínum ísrael eins og hann hefir heitið; ekkert af öllum hans dýrðlegu fyrir- / heitum, sem hann gaf fyrir þjón sinn Móse, hefir brugðist.“ 1 King. 8:56. Guðs loforð bregðast ekki. „Trúr er sá, sem fyrirheitið hefir gefið.“ Hebr. 10:23. Vér þurfum aldrei að efast um loforð Guðs að hann sjái oss fyrir líkamlegum nauðsynjum. Jesús bendir á fuglana og blómin: „Gætið að hröfnunum, þeir sá ekki né uppskera og ekki hafa þeir forða- búr né hlöðu, og Guð fæðir þá, hve miklu eruð þér fremri fuglunum .... Gætið að liljunum hversu þær vaxa, þær vinna ekki og spinna ekki heldur, en ég segi yður, að jafnvel Salómon í allri dýrð sinni var ekki svo vel búin sem ein þeirra. Fyrst Guð nú skrýðir svo grasið á vellinum .... hversu miklu fremur mun hann þá klæða yður, þér lítiltrúaðir.“ Lúk. 12:24.-28. Vér getum verið fullvissir um, að Guð stendur við orð sín, er hann segir: „Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss synd- irnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.“ 1 Jóh. 1:9. Vér megum reiða oss á, að frelsari vor efnir loforðið, sem hann gaf: „í húsi föður míns eru mörg híbýli . . . . ég fer burt að húa yður stað og þegar ég er farinn burt og hefi búið yður stað, kem ég aftur og mun taka yður til mín, svo þér séuð þar sem ég er.“ Jóh. 14:2.—3. „En vér væntum eftir fyrirheiti hans nýs himins og nýrrar jarðar þar sem rétt- læti býr.“ 2 Pét. 3:13.' Já, vér getum reitt oss á, að Guð fram- kvæmir alt, sem hann hefir lofað. Vér, börn hans, ættum einnig að vera áreiðan- leg í loforðum vorum bæði til Guðs og meðbræðra vorra, svo vér lendum ekki í flokki hinna „óhaldinorðu“. -—F. A. SOPER --------☆-------- Sigur yfir ótta og kvíða „Hvers vegna staðnæmast hér?“ spurði ég keyrslumanninn, sem var næst á undan mér; fleiri bílar stóðu þar í röð. „Allir eru hræddir við ísinn á hæðinni framundan okkur,“ svaraði hann. „En þú ert æfður keyrslumaður, því fer þú ekki kring um þá?“ spurði ég. „Ég skal koma á eftir þér.“ „Svo heimskur er ég nú ekki,“ svaraði hann. „Ég er líka hræddur við ísinn. Einn bíll hefir þegar runnið út af veginum og ég vil ekki verða fyrir því.“ Þessi æfði keyrslumaður vissi, að hætta var á veginum. Margra ára reynsla hafði kent honum hvað var að óttast, og þessi hræðsla við hættuna leiddi hann til að vera gætinn. Hræðsla getur verið gagnleg. Hræðsla við slys hjálpar keyrslumanni til að vera varkár. Verzlunarmaðurinn fer gætilega með fé sitt af því hann óttast gjaldþrot. Ótti fyrir að verða athlægi annara leiðir mann til að fylgja almennum siðferðis- reglum. Hræðsla við sjúkdóm minnir fólk á að fylgja heilbrigðisreglunum. Fullkom- lega að útrýma öllum ótta væri jafn heimskulegt eins og fyrir járnbrautar- félög að hætta að nota rauðu ljósin mönn- um til aðvörunar. Sum hræðsla er bygð á hjátrú, til dæmis þegar menn eru hræddir við töluna 13, ímynda sér það sé óhappatala, hvort heldur það er mánaðardagur eða annað, sem bundið er við þá tölu. Sumir eru hræddir við óvissu framtíðarinnar. Gift fólk óttast fyrir ábyrgðinni við uppeldi barnanna. Miðaldra maðurinn óttast ein- veru og annmarka ellinnar. Hræðsla og kvíði fyrir hverju sem er veiklar tauga-

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.