Stjarnan - 01.10.1953, Blaðsíða 7
STJARNAN
79
brunninn. Það varð dauðhrætt og jarmaði
til að kalla á hjálp.
Ég skygði hönd fyrir sólskinið og horfði
niður í brunninn. Ó, hvað ég óskaði að ég
hefði stiga, eða að hann hefði verið bygð-
ur innan í brunninn. Á ýmsum stöðum í
einu horninu höfðu trébútar verið negldir
innan á borðin. Kaðallinn, sem notaður var
til að draga upp vatnið, og þessir tré-
snagar voru eina leiðin til að geta klifr-
ast niður í brunninn. Skeð gat að trébút-
arnir væru farnir að fúna, og skyldi einn
eða fleiri bila — Hvað þá? Það voru fleiri
mílur til næsta heimilis og ef þessi björg-
unartilraun mishepnaðist þá yrðu eflaust
fleiri klukkustundir þangað til hjálp
fengist. Ég sagði Tip að ég yrði að fara
ofan í brunninn til að ná í lambið, svo að
hann yrði að passa féð svo fleiri dyttu
ekki ofan í brunninn. Hann virtist skilja
þetta og gelti ákaft. Eftir að ég hafði fest
kaðalinn fyrir ofan brunninn fór ég að
klifrast niður svo gætilega sem ég gat.
Ég hélt í kaðalinn og létti mig svolítið á
trébútunum.
Ég var ekki laus við að vera hræddur,
en hélt þó áfram þar til ég náði í lambið.
Það var skjálfandi af hræðslu og kulda
vatnsins. Ég hélt í kaðalinn með annari
hendi, en náði í lambið með hinni. Það
var kalt, óþægilegt og erfitt verk, en loks
gat ég fest kaðlinum utan um lambið. Ég
klifraðist upp kaðalinn og trébútarnir
héldu svo ég var bráðum aftur uppi í sól-
skininu. En nú byrjaði aflraunin fyrst.
Lambið var nokkurra mánaða gamalt og
ullin á því var rennandi vot, svo það var
þeim mun þyngra. Mér fanst alveg eins og
bakið mitt ætlaði að brotna, en að lokum
var þrautin unnin og lambinu bjargað.
Fyrir mörgum öldum síðan varð Hinn
Góði Hirðir að taka alvarlega ákvörðun.
Einn hinna mörgu hnatta, sem hann hafði
skapað, hafði fallið niður í hið voðalega
dýpi syndarinnar. Hann var sá eini, sem
gat veitt frelsun. Átti hann að láta mann-
kynið glatast, eða taka upp á sig að bjarga
því? Það var mikið að'leggja í sölurnar og
mikið lagt í hættu. Hann varð að gefa
upp heiðursstöðu sína á hásætinu með
föður sínum og fæðast af syndugu holdi
til þess að geta frelsað oss. Hann varð að
yfirgefa dýrðarljóma föðursins og í dimmu
örvæntingarinnar gefa líf sitt til lausnar-
gjalds fyrir synduga menn, og verða negld-
ur á kross eins og glæpamaður, Þeir sem
hann kom til að frelsa, þeir sviftu hann
lífi. En með dauða sínum ávann hann það
að „Hver sem á hann trúir glatast ekki
heldur hefir eilíft líf.“
Hann dró mig upp úr glötunargröfinni,
upp úr hinni botnlausu leðju og veitti mér
fótfestu á kletti, gjörði mig styrkan í
gangi. Sálm. 40:3. Hann gjörði þetta fyrir
þig og mig. Hann er hinn góði Hirðir.
Ó, hvílíkur kærleikur.
—LEWIS L. DINWIDDIE
-----------------
Það bjargaði lífi hans
Joe sat á tröppunum fyrir framan húsið
og studdi hönd undir kinn. Honum fanst
lífið svo tómlegt. Sólin faldi sig á bak við
skýin. Alt virtist ganga öfugt. Hvað var
að?
Joe vissi það. Faðir hans var veikur.
Hlátur hans hljómaði ekki gegn um húsið
eins og vant var. Sunnudagurinn, sem nú
var liðinn, var lengsti dagurinn sem Joe
hafði lifað, því hann hafði ekki getað tekið
göngutúr með föður sínum.
„Spott, kom þú Spott,“ kallaði Joe.
Spott, litli hvolpurinn, leikfélagi Joe’s
kom hlaupandi þaðan, sem hann hafði
verið að grafa niður í moldina undir
runnanum.
Joe lagði handlegg sinn um háls hon-
um og sagði: „Spott, pabbi er veikur,
mamma segir hann hafi njú-mó-nía, það
er svo langt orð, ég get varla sagt það.“
Nú sat Joe þegjandi augnablik og bætti
svo við: „Spott, ég heyrði læknirinn segja
mömmu, að það yrði afgjört í kvöld hvort
pabba gæti batnað eða ekki. Við getum
ekki lifan án pabba, Spott.“
Það kvöld gat Joe ekki sofnað hvernig
sem hann reyndi til þess. Hann hafði að-
eins fest blund, þegar hann varð var við
fótatak á ganginum og heyrði málróm
læknisins og móður sinnar, svo var svefn-
herbergisdyrum föður hans lokað með
hægð.
Joe gat nú ekki legið kyr í rúminu leng-
ur. Hann fór fram úr, út á ganginn og sett-
ist niður fyrir utan dyrnar á herbergi föður