Stjarnan - 01.10.1953, Page 8

Stjarnan - 01.10.1953, Page 8
80 STJARNAN síns. Hann varð að vera hugrakkur, því faðir hans var hugrakkastur allra raanna. Snemma um morguninn vaknaði Joe við að sólin skein rétt í andlit honum, og samtímis kom móðir hans út úr herberginu. „Ó, Joe, vesalings barn, hefir þú sofið hér á gólfinu alla nóttina,“ sagði hún. Móðirin tók hálfsofandi litla drenginn í fang sér og hvíslaði að honum: „Pabbi verður frískur aftur.“ Joe og mamma hans föðmuðu hvort annað og hlógu af gleði. Eftir að Joe var kominn í rúmið sagði mamma hans honum hvers vegna pabba gæti batnað. „Hann hefir lifað svo reglubundnu, góðu lífi og aldrei bragðað áfengi.“ Móðirin þagði augnablik og horfði í augu Joe og hélt svo áfram: „Pabbi var rétt við dauðans dyr, og læknirinn sagði, að ef hann hefði nokk- urn tíma drukkið áfengi, þá hefði hann orðið undir í baráttunni. En nú gæti hann orðið fullhraustur aftur.“ „Ó, mamma, getum vér þá tekið g'öngu- túra aftur?“ „Já, og það innan skamms,“ svaraði móðir hans. „Þú skilur, sonur, að þegar pabbi var lítill drengur og sá hvaða sorg og' slys leiddu af drykkjuskap, þá ásetti hann sér að bragða aldrei áfengi, því það er bæði rangt og hættulegt.“ „Já, mamma, af því pgbbi drakk aldrei verður hann nú frískur aftur, er ekki svo?“ „Það bjargaði lífi hans, sonur minn, og' af því hann hefir aldrei drukkið hefir hann alltaf verið góður maður.“ Þegar nú móðirin þrýsti fötunum að Joe, svo hann gæti sofnað aftur, sagði hann: „Ég ætla heldur aldíei að bragða áfengi. Ég ætla að segja hinum drengjun- um frá pabba.“ „Ég veit þú heldur loforð þitt, Joe,“ sagði móðir hans glaðlega, „en farðu nú að sofa því alt gengur vel.“ Joe sneri sér við, lokaði augunum og var þegar sofnaður. —E. J. ELDRIDGE —O L F. --------☆--------- Spænskumælandi fólk í Mið-Ameríku og Suður-Ameríku getur nú fengið ókeypis kenslu í ensku yfir útvarpsstöðina WRUL í Boston. Til að hjálpa nemendunum frek- ar sendir stöðin út smá kenslurit til þeirra sem óska eftir þeim. STJARNAN Authorized as second class mail, Post Office Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ontario. Ritstjórn og afgreiðslu annast: MISS S. JOHNSON, Lundar_ Man„ Can. Sex feta langur hákarl var nýlega veiddur í Perú. Hann hefir synt 2300 mílur upp eftir Amazon fljótinu frá At- lantshafinu og var veiddur skamt frá Iquitos. Það hafði áður heyrst að hákarl hefði sést í Amazon héraðinu 1000 mílur frá sjávarströndinni. En þetta er fyrsta frásögn, sem menn hafa fulla sönnun fyrir að hákarl hafi synt svo langt upp frá hafinu. ☆ ☆ ☆• Herculus og Betelgeuse, tvær stærstu stjörnur sem ennþá hafa verið mældar eru um 400 og 300 sinnum stærri heldur en sólin. ☆ ☆ ☆ Fyrir hvern pott af máli af gasólíni, sem bifreiðar nota þurfa þær 9000 sinnum meira að máli af lofti. ☆ ☆ , ☆ Þegar ísraelsmenn voru á leið til fyrir- heitna landsins leiddi Guð þá með ský- stólpa á daginn, en eldstólpa á nóttunni. Hann annaðist þá og uppfylti allar þarfir þeirra". „Hann er sá sami í gær, í dag og að eilífu." Reynsla þeirra er skráð oss til uppörfunar og trúarstyrkingár. —S. J. ☆ ☆ ☆ „Vertu trúr alt til dauðans þá mun ég gefa þér lífsins kórónu.“ Op. 2:10. ☆ ☆ ☆ „Sá sem stöðugur stendur alt til enda hann mun hólpinn verða.“ JVLatt. 24:13. ☆ ☆ ☆ „Þeim sem sigrar og heldur til enda mín boðorð, mun ég gefa vald yfir heiðnum þjóðum ..... og ég skal gefa honum morgunstjörnuna.“ Op. 2:26. ☆ ☆ ☆ „Ég Jesús, sendi minn engil til að votta yður þetta í söfnuðunum. Ég em rót og kynstafur Davíðs, morgunstjarnan sú hin skæra.“ Op. 22:16.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.