Stjarnan - 01.01.1954, Qupperneq 4

Stjarnan - 01.01.1954, Qupperneq 4
4 STJARNAN hefir mishepnast þeirra göfuga áform. Vér þurfum Jesúm. Ðouglas MacArthur hershöfðingi sagði í ræðu sinni, þegar Japanar gáfust upp eftir seinna stríðið: „Hernaðarsambönd, jafnvægi valdhafa, þjóðasambandið, alt hefir brugðist .... Nú er vort síðasta tækifæri, ef vér ekki finnum betri og tryggari úrræði, þá er Harmageddon rétt fram undan. Vandamálið er í raun- inni andlegs efnis og útheimtir umbót á mannlegu innræti, sem jafnast geti við framfarir vorar í vísindum, list og bók- rnentum og öllum öðrum greinum þessi síðastliðnu tvö þúsund ár. Vér þurfum andlegan kraft til að frelsa vort líkamlega líf og tilveru“. Þetta er ástæðan fyrir því, að vér þurf- um Jesúm í dag. Hann er sá eini, sem lyft getur mannsandanum og frelsað manninn. Maðurinn er að nokkru leyti andleg vera. Það er ennþá eitthvað guðdómlegt í eðli hans. Hann var lítið lægri englunum og var skapaður í Guðs mynd, þess vegna þarf hann guðdómlegan leiðtoga. Vér þurfum leiðtoga, sem getur vakið vort andlega eðli og komið því til að starfa. Jesús einn getur mætt þessari þörf vorri. Vér þörfnumst hans. Vér getum ekki án hans verið. Margir skilja ekki þörf sína á Kristi, en hann er þeirra eina hjálparvon engu að síður. Endurkoma hans er vor eina von um sjálfstæði, frelsi og öryggi. Fólk í fangabúðum, heimilislausir menn og kon- ur, foreldralaus börn, eyðilögð stríðslönd, alslaust, fátækt fólk, alt þráir lausn. Þegar frelsisbjallan var hengd upp 1 Berlín á Þýzkalandi, þá fóru allir borgarbúar út til að sjá þetta merki um frið og bróður- hug, og heyra hana hringja. Þetta var aðeins bjalla, en hún benti á það, sem var dýpst gróðursett í hjörtum fólksins, þrá eftir friði. Friður er þó ekki hin eina þörf vor. Vér höfðum það, sem kallað var frið- ur í fáein ár milli fyrra og seinna alheims- stríðsins, en vér vorum órólegir, hræddir, leitandi einhvers, sem vér þráðum: Hvað var það? Uppeldisfræðingar segja oss, að barn alt frá fæðingu þarf að hafa öryggis tilfinningu, ef það á að ná eðlilegum þroska. Barnið þarf að njóta ástar, verndar og umhyggju á uppvaxtarárunum, annars verður innrætið ekki það sem æskja mætti á fullorðinsárunum. Öryggi er lífsnauð- syn fyrir æskulýðinn og fyrir fólk á öllum aldri. Vér þurfum trygging og öryggi jafn- vel fremur en frið. Jesús einn getur veitt oss þetta. Hefir þú nokkurn tíma fundið jarðskj álfta? Ef þú hefir verið í land- skjálfta, þá hefir þú fundið þörfina fyrir öryggi, þú hefir reynt að finna einhvern stað, þar sem þú værir óhultur. Vera má að þetta sé ástæðan fyrir því, að Jesús bendir á jarðskjálfta, sem tákn upp á ná- lægð komu hans, er hann segir: „Því þjóð mun rísa gegn þjóð, og konungsríki gegn konungsríki, bæði munu verða h.allæri og landskjálftar á ýmsum stöðum.“ Matt. 24:7. Vér höfum haft miklu fleiri jarð- skjálfta yfirstandandi öld heldur en á nokkurri undanfarandi. Hvers vegna það? Jesús sagði lærisveinum sínum að taka þetta sem merki upp á nálægð komu hans. þegar vér lesum um eyðilegging af jarð- skjálftum, þá erum vér mintir á hve gagnslaust það er að reiða sig á jarðneska hjálp. Jesús veitir oss hið eina verulega öryggi. „Hjörtu yðar skelfist ekki“, segir hann. Hér er hið eina öryggi. í hjarta þínu, fyrir lifandi trú á Guð og fyrirheit hans. Það skiftir engu hvort þú ert staddur í jarðskjálfta, eldsvoða, stríði óveðri eða eyðilegging'um orkusprengju, ef hjarta þitt nýtur friðar fyrir samfélagið við Krist. Alt þetta bendir á áreiðanleika orða hans, og staðfestir trú vora á loforði hans um að koma aftur. „En þér munuð heyra um hernað og spyrja hernaðartíðindi. Gefið gætur að þér skelfist ekki, því að þetta hlýtur að koma fram, en ekki er enn kom- inn endirinn.“ Matt. 24:6. Þetta er aðeins tákn, sem gefa oss aðvörun. Hér finnum vér til þéss, að vér þurfum Jesúm. Vér höfum mist ástvin, sæti hans er autt, vér þráum að sameinaát honum aftur. Vér þurfum fullvissu um komandi líf. Vér þurfum hugrekki til að lifa og starfa áfram einir og óhræddir. Jesús einn getur mætt öllum þessum þörfum vorum. Hann er með oss og tekur þátt í kjörum vorum. Hann skilur oss og þekkir þarfir vorar. Vér þráum að fá að sjá hann augliti til auglitis. Á þeim mikla degi þegar hann birtist, þá mun hvert auga sjá hann. (Op. 1:7.). Þá munum vér mæta ástvinum vor-

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.