Stjarnan - 01.01.1954, Page 5

Stjarnan - 01.01.1954, Page 5
STJARNAN 5 um. Hann opnar grafir þeirra. „Undrist ekki þetta, því sú kemur stund, er allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans, og þeir munu ganga út, þeir sem gott hafa gjört til upprisu lífsins, en þeir sem ilt hafa aðhafst til upprisu dóms- ins.“ Jóh. 5:28.-29. Þetta er hin blessaða von Guðs barna, sem verður uppfylt þeg- ar Jesús kemur. Ungur maður og ung stúlka skrifuðust á. Mörg ástabréf fóru milli þeirra. Þau ásettu sér að giftast, þó þau hefðu aldrei séð hvort annað. Loks kom dagurinn, sem þau áttu að mætast. Símskeyti hafði verið sent: „Kem með lest No. 2 á miðstöðina kl. 3 fimtudagseftirmiðdag. Mættu mér. Þín.“ Ungi maðurinn gat varla beðið. Hann hagaði svo vinnu sinni, að hann hafði frí. Hann fór í tíma á járnbrautarstöðina, leit á tímatöfluna og sá, að lestin No. 2 var á réttum tíma. Hann horfði niður eftir brautinni til að sjá fyrsta reykjarmökk- inn, sem benti á að ástmey hans væri að nálgast. Loks kom lestin fyrir hornið og inn á hina fjölmennu brautarstöð. Þau treystu sér til að þekkjast af myndum, sem þau höfðu sent hvort öðru. Loks komu þau auga á hvort annað, og hvílík gleði- stund það var þegar þau mættust og heils- uðu hvort öðru. Biðin var þreytandi, en það var nú alt gleymt. Elskendurnir höfðu mæst. Vinir mínir, það er eins ástatt með Jesúm. Hann hefir sent oss orð að hann komi. Erum vér viðbúnir að mæta honum? En þegar þetta tekur að koma fram, „þá lítið upp og upphefjið yðar höfuð, því að lausn yðar er í nánd.“ Luk. 21:28. —W. B. BRISTOW ----------☆---------- Ég veit Guð elskar mig Trúboðskonan gekk í gegn um fá- tækrahverfið í borginni til að leita uppi þá, sem hún gæti hjálpað. Þar sá hún nú verulega hrygðarsjón. Rétt hjá skólp- rennunni lá kona, sem hafði verið fríð- leiks stúlka, en nú bar andlit hennar vott um sorg og synd. Trúboðskonan beygði sig niður að henni og talaði við hana um frelsarann. Orð hennar virtust ekki hafa nein áhrif, konan aðeins starði á hana. Loks virtist hún veita nokkra eftir- tekt og sagði við trúboðskonuna: „Viltu kyssa mig?“ Henni datt fyrst í hug, hvern- ig hún gæti fengið sig til að kyssa svo spilta konu, en hún sigraði sjálfa sig, laut niður að konunni og kysti hana á ennið. Hvílík breyting varð á vesalings manneskjunni, andlit hennar.lýsti af gleði og hjarta hennar viknaði. Fyrir þann koss gat hún skilið kærleika Guðs til fallinna manna. Kærleikurinn kemur í ljós, ekki í orð- um einum heldur í verki, í hjálpsemi, í gjöfum. Spyr þú móðurina, hvers vegna hún endalaust winnur fyrir börnin og hugsar um velferð þeirra. „Af því ég elska þau“, svarar hún hiklaust. Jesús kom í þennan.heim til að aug- lýsa kærleika Föðursins til vor. Hann var ákveðinn og óþreytandi í starfi sínu mönn- um til frelsunar, þó hann mætti ofsóknum og sæi krossinn framundan. Sjálfsfórn- andi þjónusta, sem Jesús lét oss 1 té með þjáningu sinni og dauða, er áhrifameiri boðskapur til vor um' kærleika Guðs held- ur en nokkur orð geta látið í ljósi. „Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son, til þess að hver sem á hann trúir ekki glatist heldur hafi eilíft líf“. Jóh. 3:16. Andi Krists er andi kærleikans. Kær- leikur sýnir sig í fórnfýsi. Andi óvinarins er alveg hið gagnstæða. Hans er andi á- girndar og sjálfselsku. Ef vér lítum um- hverfis oss í heiminum, þá sjáum vér að ágirnd og sjálfselska fara í vöxt. Hatur og öfund gjöra alstaðar vart við sig. Þegar menn snúa baki við Guði, en hugsa aðeins um sinn eigin hag, þá fær andi Krists og kærleiksþjónusta hans ekkert rúm í hjört- um þeirra. Þannig er ástandið í heiminum nú. Jesús sá þetta fyrir, er hann sagði: „Vítt er hliðið og breiður vegurinn, er liggur til glötunarinnar og margir eru þeir séhi ganga inn um það“. Matt. 7:13. Guð ávarpar oss í dag. Hann segir oss, að hann elskar oss og er að tilreiða heimili fyrir oss. Hann hvetur oss til að snúa baki við hégóma og glysi þessa heims, en koma til hans, sem elskar oss með eilífum kær- leika. Hvernig veit ég að Guð elskar mig? Hann hefir sagt mér það, og hann vill ég búi mig undir að eiga heimili hjá honum,

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.